Mánudagur, 24. febrúar 2014
Hræddir
Það er greinilegt að NEI sinnar eru hræddir við þjóð sína
"Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, sagði ljóst að ósk eftir skýrslunni hefði verið skrípaleikur og þingið og þjóðin verið gerð að fífli. "
Það er 85% fylgi með að kjósa um ESB umsóknina samhliða Sveitastjórnarkosningana.
hvells
![]() |
Ríkisstjórnin harðlega gagnrýnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það var ekki kosið um hvort sækja skyldi um aðild og því eðlilegt að draga umsóknina til baka. Íslendingar sem eru með Brusselbólusóttina mega flytja til ríkja ESB og ég mæli með að þau drífi sig í þessa miklu velmegun.
Það skrýtna er að ég held þau vilji ekki fara afþví þar er stórkostlegt atvinnuleysi og fáar evrur að fá á bótum. Af hverju ekki að sækja um inngöngu í Sameinuðu Furstadæmin eða Kínverska Alþýðulýðveldið? Þar er þó meiri uppgangur.
Dagga (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 16:31
Það er með ólíkindum hvernig framsjallar hafa klúðrað sínum málum alveg gjörsamlega. Varðandi þetta sérstaka mál, þá er framgangur þeirra svo furðulegur og hvert smáatriði með svo undirfurðulegum hætti - að maður spyr sig hreinlega hvað framsjöllum gangi til.
Eða er það virkilega svo að Heimssýn stjórni ríkisstjórninni að mestu leiti?
Jú jú, ef Heimssýn stendur á bak við þetta og þetta er þeirra skipulagning og ráðagerð - þá er eg eigi hissa. Því eg hef á undanförnum árum fylgst með hve frámunalega heimskuegir og óupplýstir þeir geta verið og hef tekið eftir pólitískum ofbeldistilburðum þeirra.
En það kemur mér þá á óvart ef að Heimssýn ræður því sem þau samtök vilja ráða í ríkisstjórninni.
Eg er sér í lagi hissa á Bjarna Ben. Mér finnst hann hafa sett svo niður síðustu daga og líta svo illa út - að nánast einsdæmi er í íslenskri stjórnmálasögu.
Það að formaður sjallaflokks komi svona illa út og virki sem hann ráði alls engu og sé bara léttvægur bakpoki á herðum heimssýnar - það veikir auðvitað allan sjalaflokkinn.
Sjallaflokkur verður fyrir miklu höggi af þessu. Flokkurinn virðist búinn að vera endanlega sem ríkjandi flokkur í íslenskum stjórnmálum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.2.2014 kl. 16:36
Dagga
Íslendingar hafa verið að flytja til ESB landa (ásamt Noregs) í þúsunda vís eftir hrun þannig að þín heitasta ósk er löngu orðin að veruleika
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 24.2.2014 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.