Laugardagur, 22. febrúar 2014
Sorglegt
"Stjórnmálasagan segir manni það að svona stór svik hafa aldrei verið án einhverra afleiðinga"
Það er ljóst að Framsóknarflokkurinn stjórnar Sjálfstæðisflokknum einsog lítin hundarakka. Þetta er grafalvarlegt mál og Sjálfstæðisflokkurinn á að koma sínu fram ella slíta þessu stjórnarsamstarfi. Nú þarf Bjarni að sína að hann sé með bein í nefinu. Framsóknarflokkurinn er að sýna atvinnulífinu í landinu fjandskap og XD hefur ekkert með þessa popúlista að gera.
![]() |
Strengur brostinn í hjartanu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Í lögum Sjálfstæðisflokksins segir: "7. gr. Landsfundur hefur æðsta vald í málefnum flokksins. Hann markar heildarstefnu flokksins í landsmálum og setur reglur um skipulag hans.". Síðasti landsfundur samþykkti: "Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Það hefur ekki staðið til að halda aðildarviðræðum áfram svo að þá er ekkert að greiða atkvæði um.
Skúli Víkingsson, 22.2.2014 kl. 19:51
undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu
nokkuð skýrt
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 22.2.2014 kl. 21:16
@2: Lestu það sem SV skrifaði. Landsfundur vill hætta viðræðum við ESB. Hvaða svik ert þú og fleiri að tala um? Þetta verður ekki öllu skýrara.
Helgi (IP-tala skráð) 23.2.2014 kl. 09:27
Kosningaloforðin eru þar sem svikin eru.
Hvernig XD presentaði sig þar, burtséð frá ályktun landsfundar.
Vona að þessar upplýsingar nægja til að upplýsa þig hvernig á að skilja svokolluðu svik.
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 23.2.2014 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.