Föstudagur, 21. febrúar 2014
hvaða stefnu
Sigmundur var tíðrætt um að hann væri "ósammála stefnu Seðlabankans"
Í lög um seðlabanka segir 3.gr
3. gr. Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi. Með samþykki [ráðherra]1) er Seðlabankanum heimilt að lýsa yfir tölulegu markmiði um verðbólgu.
Er Sigmundur Davíð og lýðskrumssnillingarnir í Framsóknarflokknum á móti þessu meginmarkmiði?
Gott að Sigmundur svari þessu
Eða aðrir Framsóknarsnillingar
hvells
![]() |
Ótrúverðugar breytingar í bankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Þó ég sé nú ekki Framsóknarmaður er eðlilegt að benda á það hve illa SÍ hefur staðið sig undanfarið.
1) Í kringum Icesave varð fljótlega ljóst að bankinn var ekki hlutlægur aðili - hann ofreiknaði t.a.m. getu okkar til að greiða Icesave og þurfti að draga í land með greiðslugetu okkar nokkrum mánuðum eftir að hafa sagt að við gætum alveg borgað. Eruð þið búnir að gleyma því?
2) Hvernig hefur nú Seðlabankanum gengið að stuðla að stöðugu verðlagi? Það hefur vægast sagt gengið illa - hvort sem er horft til skemmri eða lengri tíma. Krónan hefur rýrnað verulega í verði undanfarin ár og áratugi. Hér hefur því SÍ algerlega fallið á sínu prófi. Hvers vegna að borga fyrir svona frammistöðu? Önnur miklu betri leið er til þess að tryggja verðgildi gjaldmiðils og þá þarf engan seðlabanka.
3) Seðlabankinn hefur það að markmiði að verðbólga sé og þá er markmið hans líka að rýra kjör almennings enda þýðir verðbólga ekkert annað en skert kjör. Að auki gerir verðbólga alla áætlanagerð erfiðari fyrir almenning og fyrirtæki. Þetta hljótið þið að vita.
4) Seðlabankinn varð ber að því að reikna vitlaust nýlega þegar hann fór í aðgerðir gegn Samherja - í það minnsta er vafi á réttmæti þeirra aðgerða sem gripið var til að frumkvæði SÍ og útreikninga þar.
5) Seðlabankinn er regulega að reyna að verja gengi krónunnar en það er auðvitað í besta falli vafasöm aðgerð.
Annars hefði ég gaman af að vita hvað Seðlabankinn kostar skattgreiðendur á ári og hvað við fáum nú fyrir þá peninga? Af hverju ertu að verja SÍ?
Helgi (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 15:18
,,helgi" Auðvitað ertu framsóknarmaður. Það sést strax á innantómu heimskublaðri þínu.
Snáfaðu heim í framsóknarfjósið og taktu af þér framsóknarduluna - þá skaltu koma og prófa að segja eitthvað.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.2.2014 kl. 15:27
Ég er ekki að verja SÍ. Best væri að leggja þetta apparat niður!!
Ég er bara að benda á MEGINMARKMIÐ SÍ samkvæmt lögum og sú staðreynd að Sigmundur "er á móti stefnu SÍ".... þá hlítur Sigmundur Davíð að stiðja einhverksonar verðbólgustefnu.
Allavega er hann ósammála makmiðinum um stöðugt verðlag.
Ég er á móti verðbólgu þessvegna stið ég SÍ í þessu máli allavega.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 21.2.2014 kl. 15:31
@2: Voðalega ertu nú málefnalegur - duglegur strákur.
Ertu eins vel að þér og þú ert málefnalegur? Viltu ekki frekar reyna að setja málefnalega út á það sem ég er að segja frekar en henda skít? Kanntu kannski ekkert annað en henda skít?
Hvaða leið er ég t.d. að tala um í nr. 2 til að tryggja kaupmátt gjaldmiðils? Sýndu nú hvað þú ert vel að þér og sýndu nú manni eins og mér sem þekkir ekkert annað en framsóknarfjósið hvað þú ert vel að þér og bentu mér á hvað er rangt í "heimskublaðri mínu". Viltu ekki hjálpa?
@3: Já nákvæmlega - best væri að leggja þetta pólitíska fyrirbæri niður og spara verulegar summur. SÍ er ekki eini seðlabanki heimsins sem hefur staðið sig illa.
Helgi (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 15:45
Hann er ósammála SÍ þegar það henntar honum. Ekki flókið.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 21.2.2014 kl. 15:48
rétt er það
henntistefna er lýsandi fyrir Framsóknarflokkinn
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 21.2.2014 kl. 16:31
Ætli hann sé ekki ósammála vaxtastefnu bankans.
Rétt eins og allir hagfræðingar landsins, hvort sem er í atvinnulífinu, samtökum launþega eða bara á hinum almenna markaði.
Það botnar ekki nokkur maður i þessu rugli.
Mér finnst líklegt að Sigmundur sé bara einn af þeim sem eru sammála því að þetta sé galin stefna hjá Seðlabankanum.
Sigurður (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 17:07
hmmmm....Þetta er nú ekki líkt Ómari að vera með þennan sóðaskap.
Þetta hlítur að vera undantekningin frá reglunni.....
Sigurður (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 19:02
Eiga raunvextir að vera neikvæðir? Það er algjörlega galin stefna og mjög fáir hagfræðingar fylgjandi þeirri dauðastefnu.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 21.2.2014 kl. 19:58
Eru stýrivextir ekki núna tvöfalt til þrefalt hærri en verðbólgan?
Eflaust er með góðum vilja og hagfræði Más hægt að kalla það neikvæða raunvexti.
Það væri ekki í fyrsta sinn sem Már klífur atóm í hagfræðinni.
Sigurður (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.