Þétting byggðar

Það er mjög jákvætt að loksins eru við völd menn sem vilja þétta byggð.

Það hefur verið stórskaðlegt fyrir almenning og borgarsjóð að í rvk sé ávalt byggt austar og austar.

Það hefur skapast 30mínútna umferðarteppa á hverjum einasta morgni fyrir fólk sem er að fara í vinnuna.

Þetta er griðarlega kostnaðarsamt.

En svo betur fer eru menn loks að vakna.

Dagur B má eiga það.

hvells


mbl.is Alvogen var boðin lóð í Hádegismóum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þétting byggðar í gömlu hverfi sem lýtur áratuga skipulagi er svo bandvitlaus og örugg leið til klúðurs að það eitt og sér er verðlaunavert.

Er ekki ódýrara að hafa bara gamlan rennismið eða ostagerðarkonu í Ráðhúsinu á miðlungslaunum við að hugsa en að taka við mörgum svona vandamálum eftir eitt kjörtímabil?

Og þurfa í ofanálag að borga rándýrum arkitektum! 

Árni Gunnarsson, 14.2.2014 kl. 23:06

2 identicon

Það er náttúrulega arfavitlaust að troða öllum menntunar- og þekkingarsetrum niður í vesturbænum. Nær væri að dreifa þessari starfsemi um höfuðborgina, t.a.m. að byggja upp slíkt svæði í austurborginni. Bæði léttir það á umferðinni í vesturbænum og eykur atvinnu- og menntunarmöguleika fólks sem býr í austurborginni. Það er ekkert lögmál að allir háskólar og fræðastofnanir þurfi að vera á sömu þúfunni. 

Guðmundur (IP-tala skráð) 15.2.2014 kl. 10:48

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er glapræði að plannta mikilvægum menntastofnunum í austurbæ.

Það myndast ákveðið klasastarf og dínamík að hafa menntunarstofnanir og nemendur á sama stað...til hagsbótar fyrir fólkið í landinu

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 15.2.2014 kl. 12:10

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

OOOOOg þessir tappar í umferðinni tvisvar á dag er vegna vega í borginni sem eru einganvegin hannaðir fyrir þessa umferð. Eftir áratuga útiveri í gatnagerð slær þetta mann í hausinn eins og sleggja hve hroðalega er farið með vegastæðin hér. Gras og gróin grund er frekar höfð en 2-3 akreinar í viðbót. Þetta er einhvernvegin hálfhnoðað deig sem er teigt of langt og slitnar að lokum. Þeir þessir ráðamenn hafa aldrei haft vit á vegamálum og ættu ekki að koma nálægt þeim. Reynið að nefna eina götu sem skilar sínu hlutverki eins og hugsað var! Hún er ekki til í mínum augum. Og byggið upp marga kjarna hingað og þangað sem þroskast svo með tímanum og verða sjálfbærir að lokum. Þetta hefur verið gert úti um allan heim.

50 cal.

Eyjólfur Jónsson, 17.2.2014 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband