Föstudagur, 14. febrúar 2014
Jákvætt skref
Þetta skapar atvinnu.
Minnkar mengun og eykur sjálfbærni.
Þetta sparar gjaldeyri þjóðarbúsins vegna þess að hjól eru vistvæn og nota ekki bensín.
Þetta eykur ráðstöfunarfé heimilana vegna þess að resktur bifreiðar er dýr.
Borgarstjórn eru að gera góða hluti.
hvells
![]() |
Hjólastígar fyrir hálfan milljarð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Þetta er rugl. Hið opinbera á ekki að koma nálægt neins konar framkvæmdum vegna þess að í dag eru engir peningar til í opinberum sjóðum. Hvaðan heldur þú að hið opinbera taki peningana sem það notar í þessar framkvæmdir? Hvort heldur þú að hið opinbera eða einkaaðilar noti 500 milljónir með hagkvæmari hætti?
Þó einhver störf verði til við þetta eru það störf sem færast frá einkageiranum yfir til hins opinbera. Þú veist vel að hið opinbera skapar ekki störf!!
Svo er það nú það sem fáir ef einhverjir tala um varðandi þessa tískubólu: Vegna aukningar hjólreiðamanna í umferðinni hefur slysum á þeim líka fjölgað og eitthvað kostar það nú heilbrigðiskerfið.
Þeir sem hyggjast nota hjólreiðastíga eiga að greiða fyrir þá.
Helgi (IP-tala skráð) 14.2.2014 kl. 16:43
Framkvæmdirnar á Hofsvallargötu juku mengunina umtalsvert
því bílarnir þurfa að mala í hægagangi - og það sést aldrei til neinna hjóla
Grímur (IP-tala skráð) 14.2.2014 kl. 16:49
Það alvarlega við ummæli Helga og Gríms er ekki að þau séu "ídíótí", heldur það að á klakanum er hellingur af fíflum sem hugsa eins.
Ætli Jónas Kristjánsson, ritstjóri, hafi bara ekki rétt fyrir sér, sem sagt að Íslendingar séu upp til hópa naive, ignorant eða bara kjánar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.2.2014 kl. 17:39
Helgi er dyggur stuðningsmaður lægri skatta og minni ríkisafskipta.
En þegar kemur að vegagerð, löggæslu, dómstólum og eitthvað í þeim dúr verður hið opinbera að stíga fram. Svo má skera endalausa fitu á öðrum stigum eins og ég hef margoft bloggað um og geta lesendur gúgglað það.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 14.2.2014 kl. 18:34
Að gera aðstæður til hjólreiða sem bestar er fjárfesting sem mun margborga sig til lengri tíma litið.
Því fleiri sem fást til að hjóla, því minna fé fer í viðhald og stækkanir akbrauta fyrir bíla.
Gott mál, og mun gáfulegri framkvæmd en brúarsmíði frá hlemmi og út á Álftanes eða hvað það var sem Halldór var að viðra um daginn til að stytta leiðina í Hafnafjörð.
Sigurður (IP-tala skráð) 14.2.2014 kl. 18:57
ég geri skýran greinanmun á fjárfestingum hins opinbera og svo rekstur.
Fjárfestingar mega aukast (t.d nýtt háskólasjúkrahús, tvöföldun hvalfjarðarganga, lest á milli kef og rvk og svo framvegis)
En það þarf að hagræða verulega í rekstri.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 14.2.2014 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.