Fjandsamur atvinnulífinu

Það er greinilegt að Sigmundur er fjandsamur atvinnulífinu. Hann eyðir meirihlutanum af sínum tíma í að pönkast í SA. Hann slær Jóhönnu Sigurðardóttur í þeim leik.

Er skrítið að atvinnurekendur telji æskilegt að ganga í ESB? Hann útskýrir ekki hvað er skrítið við það.

Hann sagði að erlend fjárfesting væri einsog erlent lán.. þetta er náttúrlega glórulaus fullyrðing og þörf sé að leiðrétta Sigmund ef hann veit ekki betur. En Sigmundur tekur þessa leiðréttingu óstinnt upp og hraunar yfir SA og vill breyta samtökunum í bloggsíðu. Svo sakar hann SA að skaða orðspor Íslands þegar hann talar um "skammstafanir" og "erlend lán" og aðra eins vitleysu.

Þegar þessi ríkisstjórn tók við þá hélt ég að þetta mundi vera ríkisstjórn atvinnulífsins. Greinilega ekki. Þetta eru gríðarleg vonbrigði.

Svo er ekkert að því að hvetja til þess að "velja íslenskt". Frjáls vilji. Sigmundur er svo að tala um nauðung. Hann við neyða að borða íslenskt. Forsætisráðherra sem skilur ekki muninn á þessu tvennur er ekki starfi sínu vaxinn. Í raun er Ísland í grafalvarlegri stöðu með Sigmund sem skiptstjóra í brúnni.

hvells


mbl.is Ísland er ekki til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

áhvað hlustaðir þú ?.....allavega ekki það sama og eg og fl  ...........og snyr öllu á haus ..? .....lestu pistilinn sem hann flutti i Viðskiptaráði i dag og talaðu svo  !!

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 12.2.2014 kl. 19:57

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Búinn að lesa hann.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 12.2.2014 kl. 21:00

3 identicon

SA eiga allt pönk skilið, þeir tala ekki fyrir hönd 90% atvinnurekenda í landinu. Þetta eru erindrekar stórfyrirtækja. Hafi Sigmundur þökk fyrir ofanígjöfina.

Erlend fjárfesting er eins og erlent lán nema á hærri vöxtum en minni veð.

Það að þú slítir þessa athugasemd forsætisráðherra úr samhengi þykir mér leitt að sjá. Hann benti um leið á þann augljósa kost að nýta lífeyrissjóðina í innlenda fjárfestingu á sviði nýsköpunar. Við þurfum lítið á erlendu fjármagni að halda þegar við erum með yfir 2.000 milljarða sem þarf að koma í aktíva fjárfestingu hér heima.

Sigmundur hefur vaxið í áliti hjá mér, en þú hefur fallið ansi langt.

Guðbjartur (IP-tala skráð) 13.2.2014 kl. 13:54

4 identicon

SA kröfðust þess að íslenskir skattgreiðendur tækju á sig Icesave.

Þar voru þeir að hugsa um hagmsuni fámenns hóps, og voru tilbúnir að fórna hagsmunum alls almennings til þess.

Þegar Sigmundur lýsir erlendri fjárfestingu er það vegna þess að sá sem kemur með erlenda fjárfestingu inn í landið, ætlast til þess að komast með enn meiri pening úr landinu en hannn kom með, (ávöxtun á fjárfestinguna).

Kemur með X inn í landið, vill fara með 1,2 X út úr landinu.

Nú segist þú vinna í banka, hvernig er það heimskulegt að líkja þessu við erlent lán?

þetta er nákvæmlega það sama.

Ég á reyndar ekki von á því að þú getir rökstutt þetta frekar en flest annað sem þú lætur frá þér, en það sakar ekki að láta reyna á hvort þú treystir þér til þess.

Annars er þessi pistill þinn eins og flestir aðrir um Sigmund ekkert nema útúrsnúnigar og bull í engum tengslum við raunveruleikann.

Sigurður (IP-tala skráð) 13.2.2014 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband