Ríkisábyrgð?

Eina svar forsætisráðherra við þessari kröfu er að "innistæðasjóður er ekki með ríkisábyrgð".. það er rétt en það er klárlega óbein ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóð.

Innistæðutryggingasjóðurinn var stofnaður til þess að koma í veg fyrir bankaáhlaup. Sjóðurinn á að tryggja hverjum innistæðueiganda samtals um 4mkr þótt að bankinn fari í þrot. Þetta er ákveðin neytendavernd. 

Ef tryggingasjóðurinn tæmist þá mun almenningur ókyrrast (slæm reynsla frá hruninu) og arka uppí sinn banka og vilja taka út sitt fé sem fyrst.

Við þetta hrynur allt bankakerfið AFTUR með tilheyrandi kostnað skattborgara.

Takk Sigmundur

hvells


mbl.is Ber skýlausa skyldu til að borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er þyngra en tárum taki fyrir ykkur vinstrimenn að Icesavesamningurinn hans Svavars hafi ekki klárast. Þá skuldaði ríkið í dag Bretum og Hollendingum 200 milljarða í erlendum gjaldeyri, bara í vexti!

Samkvæmt þessum pistli þínum þá eruð þið ennþá jafn vitlaus.

Kalli (IP-tala skráð) 12.2.2014 kl. 15:11

2 identicon

Óttalegur kjáni getur þú verið.

Tryggingasjóðurinn er tómur og búinn að vera það í mörg ár, án þess að það hafi orðið neitt áhlaup á bankana.

Sigurður (IP-tala skráð) 12.2.2014 kl. 15:40

3 identicon

hvernig færðu út óbeina ríkisábirð anaðhvort er ríkisábirð eða ekki eða álítur það að landsbankin meigi ekki mismuna kröfuhöfum heldur áttu hollendíngar og bretar að sækja alla upphæðina í innistæðusjóðinn sem gæti aldrei greitt upp þessar fjárhæðir.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 12.2.2014 kl. 15:42

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það sem fór alveg framhjá mönnum flestum hér uppi eftir svokallaðan Eftadóm var - að dómurinn er í raun að segja þetta. Nefnilega að sjóðurinn verði að borga.

Við erum að tala um tryggingu álíka og ábyrgðarsjóð launa.

Það eru engin dæmi, aldrei nokkurn tíman, að nefndir hvorutveggju sjóðir hafi ekki greitt út þá tryggingu sem lög kveða á um að þeir geri. Viðkomandi ríki hafa séð til að þeir greiða.

Það að segja að sjóður sé tómur - það er eiginlega svo vitlaust að furðu sætir að nokkur maður skuli segja slíkt.

Það jafngildir því að segja að það sé engin trygging.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.2.2014 kl. 16:05

5 identicon

Kanski að það endi með því að ríkissjóður verði að punga þessu út. Þá kemur restin af hrægömmunum, og þá verður október 2008 lós og fagur miðað við það sem þá tæki við.

Kristinn Rósantsson (IP-tala skráð) 12.2.2014 kl. 16:15

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Það jafngildir því að segja að það sé engin trygging."

Þetta er einmitt er nákvæmlega það sem afhjúpaðist með dómi EFTA-dómstólsins í fyrra, að þetta evrópska bankakerfi er fallit.

Meðal gagna sem dómurinn byggðist á var samantekt Hagsfræðistofnunar Háskóla Íslands þar sem sýnt var aðsama staða er uppi á teningnum í öllum Evrópuríkjunum, að enginn þeirra tryggingasjóður ræður við að greiða út nema örllítiðbrot heildarinnstæðna, oftast á bilinu 1-2%.

Ef eitthvað er þá er íslenski sjóðurinn betur fjármagnaður en flestir þeirra, því það eru allavega einhverjir peningar í honum, sem njóta einmitt ríkisábyrgðar því Seðlabanki Íslands gefur úr krónur sem lögeyrir landsins til greiðslu að fullu ákvæðisverði og er því ekki frekari trygginga þörf. Ólíkt til að mynda breska sjóðnum, sem er annar málshefjenda, en í honum eru engir peningarm aðeins lánsloforð frá þeim bönkum sem han á að tryggja, sem yrðu verðlaus ef þeir færu á hausinn, svo það er hreinræktuð svikamylla.

Svo hefur verið bent á að með því að hollenski tryggingasjóðurinn sé ekkert annað en deild í seðlabanka þeirra, sem hlýtur að vera rekinn með ríkisábyrgð. Ekki nema sjóðurinn byggist á einhverri klásúlu sem firrar hollenska ríkið ábyrgð, því annars væri það brotlegt við EES samninginn.

Á þetta hefur allt saman margoft verið bent, enda var það svo meðal annars á þessum atriðum sem málsvörn Íslands fyrir EFTA-dómstólnum í fyrra og hitteðfyrra byggðist, og var dæmt í samræmi við það.

Ennþá virðast hinsvegar sumir ekki hafa áttað sig á því, að með þessu var öllum frekari vangaveltum um ríkisábyrgð eytt, þar sem það er beinlínis bannað að fjármagna innstæðutryggingarnar með ríkisábyrgð.

Afstaða framkvæmdavalds ESB getur engu breytt um dóma sem fallið hafa, og er reyndar afar ógeðfellt að horfa upp á þessi afskipti framkvæmdavalds af dómsvaldi. Hér á Íslandi hefur slíkt framferði ekki þótt til fyrirmyndar.

Farið nú að virða fallna dóma elskurnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.2.2014 kl. 16:36

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Tryggingasjóðurinn er ekki tómur.

Það eru 18,3 milljarðar í honum einsog er.

Kalli

þú hefur nú ekkert verið að lesa þessa bloggsíðu ef þú heldur að ég sé vinstri maður... hef ekki verið kallaður það lengi.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 12.2.2014 kl. 16:52

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Til frekari upprifjunar frá því fyrir (allt að) fjórum til fimm árum síðan:

http://www.althingi.is/lagas/136a/1999098.html

"2. gr. Stofnun. Með tryggingar samkvæmt lögum þessum fer sérstök stofnun er nefnist Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta, hér eftir nefndur sjóðurinn. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun og starfar í tveimur sjálfstæðum deildum með aðskilinn fjárhag og reikningshald, innstæðudeild og verðbréfadeild, sbr. þó ákvæði 12. gr."

Sjálfseignarstofnun. Vonandi vefst það hugtak ekki fyrir neinum.

En til áréttingar: sjálfseignarstofnun nýtur sem slík ekki ríkisábyrgðar.

Og varðandi greiðsluskyldu tryggingasjóðsins ef hann á ekki fyrir kröfum:

"17. gr. Undanþága frá skatti og gjaldþrotalögum. Sjóðurinn er undanþeginn tekjuskatti samkvæmt lögum um tekjuskatt. Sjóðurinn verður hvorki tekinn til gjaldþrotaskipta né er heimilt að gera aðför í eignum hans."

Ef það skyldi vefjast fyrir einhverjum hvað þetta þýðir, þá er það í stuttu máli að það er markleysa að stefna sjóðnum til greiðslu einhvers því slíkur dómur gæti aldrei orðið aðfararhæfur. Þar sem málshöfðunin er þar af leiðandi markleysa eru allar líkur á því að henni verði að vísa frá dómi.

Enn fremur:

"10. gr. Fjárhæð til greiðslu. Nú hrökkva eignir viðkomandi deildar sjóðsins ekki til þess að greiða heildarfjárhæð tryggðra innstæðna, verðbréfa og reiðufjár í hlutaðeigandi aðildarfyrirtækjum og skal þá greiðslu úr hvorri deild skipt þannig milli kröfuhafa að krafa hvers þeirra allt að 1,7 millj. kr. er bætt að fullu en allt sem umfram er þessa fjárhæð skal bætt hlutfallslega jafnt eftir því sem eignir hvorrar deildar hrökkva til. Fjárhæð þessi er bundin við gengi evru (EUR) miðað við kaupgengi hennar 5. janúar 1999. Sjóðurinn verður ekki síðar krafinn um frekari greiðslu þótt tjón kröfuhafa hafi ekki verið bætt að fullu."

Sem þýðir að sjóðnum ber skylda til að greiða allt að lágmarkstryggingu, eftir því sem eignir hans hrökkva til. Hann verður hinsvegar ekki krafinn um greiðslu síðar, þótt tjón kröfuhafa hafi ekki verið bætt að fullu. Í ljósi þess að sjóðurinn er fyrir löngu búinn að bjóða greiðslu, og hinir meintu kröfuhafar ekki veitt henni viðtöku, þá eru þeir nú í raun að krefjast greiðslu síðar með málshöfðun, sem þeim er óheimilt samkvæmt framangreindum lagaákvæðum. Þar sem málshöfðunin er þar af leiðandi beinlínis óheimil, hlýtur að verða að vísa málinu frá dómi af þeirri ástæðu einnig.

Jafnvel þó að málið færi á versta veg fyrir tryggingasjóðinn, þá vill svo til að hann á 675 milljarða króna kröfu í þrotabú Landsbankans sem hefur forgang á undan öllum öðrum kröfum í búið. Það væri þá hægt að ráðstafa þeirri kröfu auk 18 milljarða sem fyrir voru í sjóðnum eða samtals 693 milljörðum króna, sem duga vel til að greiða hina umkröfðu 556 milljarða, jafnvel að viðbættum vöxtum, til fyrrverandi innstæðueigenda.

Reynda er vandséð um aðild stefnenda, því ekki er vitað til þess að þeir hafi átt eninar innstæður í Landsbanka Íslands, og jafnvel þó svo hefði verið þá hefðu þeir átt að krefjast greiðslu þeirra úr tryggingasjóðnum innan tilskilins kröfulýsingarfrests, sem þeir gerðu ekki heldur lýstu að ósekju kröfu í bú Landsbanka Íslands og eru því orðnir tvísaga um að hverjum kröfur beinist raunverulega. Í öllu falli þá er það á færi TIF að senda þessar fjárhæðir till innstæðueigenda sem voru einstaklingar og fyrirtæki í Evrópu, en ekki þeir tveir aðilar sem nú eru að krefjast greiðslu. Þannig er uppi fullkominn aðildarskortur í þessari málshöfðun, en samkvæmt lögum um meðferð einkamála leiða varnir byggðar á aðildarskorti til sýknu.

Svo skulum við bara vona á héraðsdómur dæmi lögum samkvæmt, og bræði með því einn stærsta bitann í snjóhengjunni svokölluðu.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.2.2014 kl. 17:02

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og það er komin fréttatilkynning frá fjármálaráðuneytinu þar sem kemur fram með mjög skýrum hætti að um sjálfseignarstofnun sé að ræða: http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/nr/17671

Sjálfseignarstofnun = engin ríkisábyrgð.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.2.2014 kl. 17:33

10 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Bara eitt við þetta að bæta:

AMEN.

Sindri Karl Sigurðsson, 12.2.2014 kl. 18:14

11 identicon

Guðmundur 100% að venju. Saltar kjaftæðið!

Jón Logi (IP-tala skráð) 12.2.2014 kl. 18:27

12 identicon

Það er gott að hafa menn eins og Guðmund Ásgeirsson til að greina frá hlutunum þegar margir virðast misskilja. Menn, sem vísa í lög með skýrum hætti og varpa ljósi á málið. Takk fyrir þetta Guðmundur. Fleira er ekki um þetta að segja.

Einar Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.2.2014 kl. 18:37

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei. það er ekki rétt að Eftadómurinn segi að það se engin trygging. Það virðast bara ótrúlega fáir á Íslandi hafa pælt í gegnum dóminn.

Dómurinn segir, meðal annars, að árangursskylda (e.obligation of result.) sé á sjóðnum. Svo bæta þeir við að, að þeirra áliti, eigi samkvæmt lögunum, fjármálastofnanir að borga í hann - og eftir á ef ekki vill betur. Eftir á.

Í lögunum um sjóðinn er ekki gert ráð fyrir neinu öðru en greidd sé lágmarkstrygging - eðlilega því annars væri engin trygging.

Síðan kemur í restina í Eftadómi loðin grein sem má skilja á þann veg að ríkið verði ábyrgt fyrir allri upphæðinni upp í topp í þessu tilfelli með tíð og tíma. (tekið er fram að ríkið hafi einhver ráð eða tilhliðranir - en það hlýtur að verða að túlkast sem ríkið geti orðið beint ábyrgt, í þessu tilfelli, fyrir upphæðinni yfir lágmarkinu.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.2.2014 kl. 19:03

14 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ekki drýpur viskan af sumum... Það er ekki verið að borga í hrunsjóðinn... Endurreisnarsjóðurinn er óskyldur hrunsjóðnum.

Svona eins og þegar fólk ákveður að skipta um naríur. Í þessu tilfelli var naríunum hent og opnaðar nýjar í staðin. Hvernig væri nú að sumir settu sínar í þvott? Ágætis byrjun...

Sindri Karl Sigurðsson, 12.2.2014 kl. 19:35

15 identicon

Þessu á að redda með hefðbundnu kennitöluflakki eins og komið hefur fram. Allar eignirnar hafa verið fluttar í hinn nýja skuldlausa innistæðutryggingasjóð. Margt hefur hrunið kennt okkur en viðskiptasiðferðið er samt það sama. Stelum öllu sem við getum, borgum ekkert sem við skuldum og viðurkennum aldrei ábyrgð á afleiðingum gjörða okkar. Guð blessi Ísland.

Hábeinn (IP-tala skráð) 12.2.2014 kl. 20:28

16 identicon

Hvells,

Þessir 18 miljarðar eru eyrnamerktir bretum og hollendingum og hafa verið það í mörg ár.

Þeim hafa verið boðnir þessir peningar til greiðslu, þannig að jú þessi sjóður er galtómur.

Og það er engin ríkisábyrgð, hvorki bein né óbein.

Sigurður (IP-tala skráð) 12.2.2014 kl. 21:47

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er nú reyndar sérkennilegt að sumir segi núna að B&H ,,hafi alltaf átt að fá" þessa 18 milljarða. Vegna þess að það var oft notað af sömu aðilum á sínum tíma að þessir 18 milljarðar ,,hefðu sparast" við fíflaganginn.

Að öðru leiti er alveg merkilegt, mjög merkilegt og áhugavert rannsóknarefni, að svo margir innbyggjar hérna skuli ekki enn hafa skilið gildi þess að semja.

Lagalegur orðhengilsháttur var alltaf aukaatriði í þessu máli.

Vegna þess hvernig málið var vaxið bar og ber Íslandi að axla þarna ábygð sem siðuðu ríki sæmir.

Aik þess er eins og margir gjörsamlega skilji ekki, að ef einn aðili á í margvíslegum vina og viðskiptasamskiptum við tvo aðra aðila og upp kemur atrið varðandi einn þráð þessara vina og viðskiptasambanda - að það að hefja fíflalæti og hreinlega bjánaskap kringum einn þráð þeirra ótal, ótal vina og viðskiptasambanda - að það hafi á engin áhrif á alla hina þættina!

Við getum alveg bara smækkað þetta niður í 3 einstaklinga þar sem einn maður á í endalaust mörgum viðskiptum við hina tvo. Og svo kemureitt ariði sem einstaklingurinn ákveður að hefja fíflagang kringum - og þá mundi allt ganga eðlilega fyrir sig í öðrum samskiptum í endalaust mörgu viðskiptunum?

Það er hreinlega barnalegt ásamt bjálfalegt hvernig fíflagangurinn var lagður upp af framsóknarmönnum, þjóðrembingum og garminum.

Það að svo margir innbyggjar hafa kolfallið fyrir bjálfahættinum hlýtur að vera vísbending um að umtalsvert margir innbyggjar séu hreinlega grautarhausar sem geti ekkert ígrundað mál að nokkru gagni eða gaumgæft til hlýtar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.2.2014 kl. 23:42

18 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er nú reyndar sérkennilegt að sumir segi núna að B&H ,,hafi alltaf átt að fá" þessa 18 milljarða. Vegna þess að það var oft notað af sömu aðilum á sínum tíma að þessir 18 milljarðar ,,hefðu sparast" við fíflaganginn.

Þér til upplýsinga, þá hafa þessir 18 milljarðar nú þegar sparast, vegna þess að er sjálfseignarstofnunin TIF sem á að greiða þá (og kannski meira sjáum til) en alls ekki með nokkru móti ríkissjóður Íslands og þar af leiðandi ekki ég og þú.

Svo mun koma í ljós fyrir dómstólum hvort að sjálfseignarstofnunin muni þurfa að greiða 18,2 milljarða eða meira en það eða kannski jafnvel ekkert. En eins og áður sagði þá á sjóðurinn einmitt 675 milljarða forgangskröfu í bú gamla Landsbankans sem hann getur innheimt og farið léttilega með að borga lágmarkstrygginguna. Auk þess eiga stefnendur sjálfir ámóta stóra kröfu í bú Landsbankans á næsta forgangi, sem liggur fyrir að er full innstæða fyrir

Svo er rétt að benda á að það er óútkljáð mál að FSCS átti sjálfur að bera ábyrgð á öllum viðbótartryggingum umfram lágmarkið, vegna þess að Landsbankinn hafði aflað sér sérstakrar viðbótartryggingar þar í tengslum við Icesave, einmitt til að bjóða betri tryggingavernd heldur en gegnum TIF eingöngu. En hvar var FSCS svo þegar á reyndi? Var hann tómur, eða brotlegur við EES-samninginn? Afhverju stefndi ESA ekki FSCS frekar en íslenskum  stjórnvöldum fyrir samningsbrot? Allar þessar ósvöruðu spurningar gera málshöfðun FSCS á hendur TIF þeim mun undarlegri.

Það er nánast alveg sama hvernig á það er litið, þetta er einkamál á mili einkaaðila sem verður gert upp á milli þeirra fyrir dómstólum, og kemur sem slíkt ekki íslenskum stjórnvöldum neitt sérstaklega mikið við.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2014 kl. 01:34

19 identicon

Enn og aftur jarðar Guðmundur Ásgeirsson þvaðrið í Sleggju og Hvelli, þetta er orðið hálf pínlegt hjá ykkur félugum svo ekki sé meira sagt, bestu þakkir Guðmundur Ásgeirsson :)

Sævar Einarsson (IP-tala skráð) 13.2.2014 kl. 03:20

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ástæðan fyrir því að FSCS var ekki kært er einföld. FSCS borgaði! Halló.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.2.2014 kl. 11:51

21 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og hvað í veröldinni er þá eiginlega vandamálið, ef allir hlutaðeigandi aðilar hafa uppfyllt skyldur sínar? Það er gjörsamlega óskiljanlegt.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2014 kl. 19:43

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ísland uppfyllti ekki skyldur sínar. það er tvennt sem kemur til. 1. Greiddi ekki lágmarkstrygginguna sem neytendum hefur verið tryggð með þar til gerðri löggjöf. 2. Sá ekki til þess að allir aðilar máls fengju sambærilega meðhöndlun.

Seinna atriðið gæti orðið til þess að Íslenska ríkið teldist hugsanlega ábyrgt upp í topp. þ.e. gagnvart því sem var fyrirmofan og utanvið tryggingasjóði. Og sú spurning er áhugaverð útfrá Evrópulögum. Því miður var þeirri spurningu ekki svarað með beinum hætti í Eftadóminum.

Með Eftadóminn almennt og spurninguna hvort ríkið væri beint ábyrgt fyrir Tryggingarsjóði - á tel eg miklar líkur til að ECJ hefði dæmt svo vera og sá dómstóll, sem er höfuð túlkunaraðili Evrópulaga, hefði dæmt ríkið ábyrgt.

Það er engu líkara en vegna pólitísks þrýstings hafi Efta dómsstóll kosið að smokra sér undan því að dæma það og farið útí ævintýranlegar æfingar. Enda vekur athygli að einn dómari af þremur er íslendingur sem virðist hafa verið settur þarna sérstaklega í þessu skyni.

Þær æfingar leiða hinsvegar óhjákvæmilega til þess að sjóðurinn verður ábyrgur. Og þá er eiginlega komið á byrjunarreit aftur. Búið að fara í hring.

Líklegast er að framsjallar semji umþessa skuld í rólegheitum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.2.2014 kl. 20:42

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Að öðru leiti, almennt séð, er þetta auðvitað mjög athyglisvert mál. Þetta er í fyrsta skipti sem svona gerist. Að Tryggingarsjóðir greiði ekki þá tryggingu sem neytendur eiga lagalegan rétt á.

Það segir sig alveg sjálft, að ef dómsstólar dæma að sjóðurinn eigi ekki að greiða og að þessi neytendavernd sé í raun engin vernd - það setur Ísland í alveg afskaplega ljótt og vont ljós.

Samningarnir um málið voru auðvitað bara til að útvega sjóðnum sem ódýrast fjármagn.

Sjóðurinn verður þá núna að útvega fjármagnið sjálfur - eða að fjármagnið komi með framtíðariðngjöldum í sjóðinn.

Að þegar þetta mál er hugsað, alveg kalt og skýrt, því betur kemur í ljóst hve óbyrg, óheiðarleg og siðlaust framferði og hegðan framsjalla, garmsins og þjóðrembinga hafa verið í þessu máli. Sambland af ótrúlegri heimsku og miklu siðleysi og grautarhausahætti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.2.2014 kl. 23:14

24 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tek undir með Sævari, að það er orðið pínlegt að vissir menn hér geta ekki viðurkennt að þeir hafi haft rangt fyrir sér og rembast eins og rjúpan við staurinn, til þess eins að það er hlegið að þeim.

Rök þeirra sprungu (með miklum hvelli) þegar EFTA-dómurinn var kveðinn upp.

Bara til að skýra aðeins út hvað tryggingar snúast um, hvort sem það eru innistæðutryggingar, bifreiðatryggingar eða hvaða önnur tegund trygginga.

Tryggingar gera alltaf ráð fyrir að geta bætt ákveðið hlutfall af því sem það myndi kosta ef allir yrðu fyrir slæmu tjóni. Ef hver einasti bíll á Íslandi lenti í tjóni, myndi það kosta gríðarlegt fjármagn að bæta öllum upp sitt tjón. Það er samt hliðstætt við það sem gerðist í Icesave. Allir töpuðu sínum innistæðum.

Þess vegna er tryggingum hagað þannig að í versta falli er aðeins hægt að bæta litlu hlutfalli tryggingarhafa tjón sín. Minnir að það sé einhvers staðar á bilinu 2 - 5 %. Ef tryggingarfélög myndu vera skyld til að geta bætt 100% tryggingarhafa, væru iðgjöldin svo há að enginn myndi geta staðið undir þeim. Líkurnar á því að allir lendi í bílslysi einhvern daginn eru auðvitað það litlar að engin ástæða er til þess heldur.

Theódór Norðkvist, 14.2.2014 kl. 08:49

25 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Innstæðutryggingin gerir ekki ráð fyrir nema 1-2%.

Til að mynda eru þeir 18,2 milljarðar sem voru í sjóðnum við hrunið ekki nema 1,1% af heildarinnstæðum sem voru í kerfinu þá. Þetta hlutfall er sambærilegt í öllum öðrum ríkjum álfunnar, og það er ekki einu sinni allsstaðar peningar í þessum sjóðum eins og þeim íslenska. Sá breski er til dæmis svikamylla því það eru engir peningar í honum.

Varðandi athugasemd #22 er kostulegt að sá sem þar skrifar reyni enn að halda því fram að Ísland beri ábyrgð á einhverju. Það má svo sem vera ósammála EFTA dómstólnum ef maður vill, en það þýðir ekki að deila við dómarann. Varðandi þjóðerni dómaranna er ömurlegt að verða vitni að slíkum fordómaskrifum. Það er löng venja fyrir því í EFTA dómstólnum sitji dómarar frá öllum aðildarlöndum EFTA, hvernig ætti það annars að vera? Ætti dómurinn kannski að vera skipaður Indverjum frekar, eða Túnisbúum? Svona kenningar eru fáránlegar.

Varðandi athugasemd #22 þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem það gerist að innstæðutryggingasjóður greiðir ekki, og er kostulegt að sjá þann sem skrifar opinbera þannig vanþekkingu sínaá málinu. Tryggingasjóðurinn breski greiddi einmitt ekki trygginguna sem honum var skylt þegar bankar féllu sem voru með starfsemi í Bretlandi, heldur tók fjármálaráðherra Bretlands upp tékkhefti almennings og borgaði út á kostnað skattgreiðenda, sem er bannað og brýtur gegn EES samningsnum. Tryggingasjóðurinn á Kýpur greiddi ekki heldur út þegar bankarnir þar hrundu í fyrra, heldur voru innstæður óaðgengilegar í langan tíma oginnstæðueigendur voru snuðaðir um allt umfram lágmarkstrygginguna. Áður en gjaldeyrishöft voru sett á þar (Ísland er nefninlega ekki eitt um að vera með gjaldeyrishöft í Evrópu) gátu hinsvegar ýmsir umsvifamiklir erlendir aðilar fært innstæður sínar úr landi. Er það ekki mismunun á grundvelli þjóðernis?

Loks, er sprenghlægilegt að sjá viðkomandi reyna að heimfæra þetta undir neytendavernd, þegar viðkomandi hefur staðfastlega neitað að horfast í augu við það hvaða áhrif neytendaverd ætti þá að hafa á lánin sem íslensk heimili eru að glíma við. Það vandamál stafar nefninlega einmitt að stóru leyti af því að reglur um neytendavernd hafa verið brotnar með stórfelldum hætti um áratugaskeið hér á landi. Ef manni væri raunverulega umhugað um neytendavernd (en ekki bara að slá um sig með hugtakinu í áróðursskyni) þá ættum við kannski frekar að fara að skoða neytendavernd í tengslum við lánasamningana, heldur en að vera að hafa allt of miklar áhyggjur af fjárfestum sem hafa hingað til fengið að eiga peningana sína óskerta hér á landi.

Fróðlegt væri að vita hvað maður þarf eiginleg að taka inn og í hversu miklu magni til þess að verða svona þrákelkinn í því að snúa hlutum á haus.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.2.2014 kl. 11:25

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Varðandi skipan dómara, að þá segir sig alveg sjálft að það er frekar einkennilegt að Ísland heimtaði að ákv. dómari viki - en sá ekkertathugarvert við að íslenskur dómari dæmdi í málinu. Íslenskur dómari þar sem fyrir la hvaða afstöðu hefði og auk þess miðað við þjóðrembingseffekt málsins var settur í afar erfiða stöðu. Páll hefði sjálfur átt að segja sig frá málinu náttúrulega.

Að öðru leiti er staðan eiginlega óbreytt frá byjun. Ísland ber ábyrgð á skuldinni. Sjóðurinn er náttúrulega íslenskur sjóður og fjármálastofnanir eru íslenskar.

Ísland verður sem slíkt að leysa þetta mál. Það verður tæplega gert með öðru en samningum um efnið.

Skaðakostnaðurinn af fíflaganginum er nú þegar orðin margföld æseifskuld og eins og áður er rakið virðist skaðinn ætla að verða botnlaus hít. Við erum hugsanlega að tala um þúsunsir milljarða í skaðakostnað vegna þjóðrembinga og garmsins og framsjallavesalinga og siðleysingja.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.2.2014 kl. 13:47

27 identicon

" Ísland ber ábyrgð á skuldinni. Sjóðurinn er náttúrulega íslenskur sjóður og fjármálastofnanir eru íslenskar.

Ómar Bjarki Kristjánsson 14.2. 2014.

Við skulum þakka fyrir að þessi mannvitsbrekka sé ekki fjármálaráðherra því samkvæmt þessari skilgreiningu eru allar skuldir allra íslenskra fyrirtækja með ríkisábyrgð.

Nei takk.

Sigurður (IP-tala skráð) 14.2.2014 kl. 23:46

28 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg hélt nú ekki að það þyrfti að útskýra muninn á Trynngingarsjóði innstæðueigenda og öðrum fyrirtækum.

Eða hvaða fyrirtæki er með það i lögum um sig, sérstaka lagagrein, að það geti ekki orðið gjaldþrota.

Það er sérstök lagagrein, 17. gr. minnir mig, drm srgir að sjóðurinn geti ekki orðið gjaldþrota.

þ.a.k. verður hann alltaf að greiða lágmarkið. Greiða þá tryggingu er honum ber.

Sjóðurinn er íslenskur. Fjármálafyrirtækin sem greiða í hann eru íslensk eða með staðsetningu á íslandi og stunda viðskipti við Íslendinga.

Þannig er þetta alltaf á ábyrgð Íslands.

Ríkisábyrgð, formleg eða óformleg er beisiklíiirelevant þessu viðvíkjandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.2.2014 kl. 01:31

29 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Eg hélt nú ekki að það þyrfti að útskýra muninn á Tryggingarsjóði innstæðueigenda og öðrum fyrirtækum fyrir ,,mannvitsbrekkum framsjalla".

Eða hvaða fyrirtæki er með það i lögum um sig, sérstaka lagagrein, að það geti ekki orðið gjaldþrota.

Það er sérstök lagagrein, 17. gr. minnir mig, sem segir að sjóðurinn geti ekki orðið gjaldþrota.

þ.a.l. verður hann alltaf að greiða lágmarkið. Greiða þá tryggingu er honum ber.

Sjóðurinn er íslenskur. Fjármálafyrirtækin sem greiða í hann eru íslensk eða með staðsetningu á íslandi og stunda viðskipti við Íslendinga. Og þ.a.l. hefur alltaf áhrif á íslendinga og Ísland.

Þannig er þetta alltaf á ábyrgð Íslands.

Ríkisábyrgð, formleg eða óformleg er beisiklí irelevant þessu viðvíkjandi. Hreinn barnaskapur að hengja sig á ,,ríkisábyrgð" í þessu ljóta máli framsjalla.

Skaðakostnaðurinn sem framsjallar hafa troðið á herðar almennings með fíflagangi og própagandaofbeldi - er margföld æseifskuld landsins.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.2.2014 kl. 01:36

30 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi ummæli dæma sig nú aðallega sjálf.

Lesið bara tilskipunina og dóma EFTA-dómstólsins.

Innstæðutrygging með ríkisábyrgð er bönnuð.

Ekki bara á Íslandi heldur í allri Evrópu.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.2.2014 kl. 18:07

31 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jafnvel Moody's virðist núna hafa lesið dóminn:

http://www.sedlabanki.is/library/Skráarsafn/Lánamál-ríkisins/Moody's Iceland Feb 2014.pdf

"The European Free Trade Association (EFTA) Court, the highest legal authority involving European Economic Area member states such as Iceland, ruled in early 2013 that the Icelandic government was not liable for any Icesave obligations."

"... TIF is a private company responsible for collecting fees from financial insitutions in Iceland so as to provide protection for deposit holders in Iceland."

"Whatever the outcome of this latest dispute may be, there is no direct effect on the Icelandic government because the EFTA Court ruling unequivocally established that there is no payment obligation for the sovereign."

Guðmundur Ásgeirsson, 17.2.2014 kl. 11:32

32 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Eða hvaða fyrirtæki er með það i lögum um sig, sérstaka lagagrein, að það geti ekki orðið gjaldþrota."

Svar: Það þarf ekki alltaf lagagreinar til þess. Dæmi: Eimskipafélagið hélt nýlega upp á 100 ára afmæli á 10 ára gamalli kennitölu. Hérna eru fleiri dæmi:

http://www.lbi.is/ - http://www.landsbankinn.is/
http://www.kaupthing.com/ - http://www.arionbanki.is/
http://www.glitnir.info/ - http://www.islandsbanki.is/

Ekki virðist standa til að stoppa þetta neitt: http://www.visir.is/engar-adgerdir-gegn-kennitoluflakki-ari-eftir-tillogur-styrihops/article/2014702189979

Hér er smá dæmisaga: Ég var að aðstoða kunningja um daginn sem var úrskurðaður gjaldþrota nýlega. Á skuldabréfunum sem bankinn notaði til að gera hann gjaldþrota voru fimm til sex mismunandi kennitölur kröfuhafa. Kunninginn fékk ekki nýja kennitölu við sitt gjaldþrot eins og bankarnir. Eina leiðin til að fá nýja kennitölu einstaklings er víst að fara í kynskiptaaðgerð, en félaginn var ekki alveg tilbúinn til þess að ganga svo langt í að "klippa af sér skuldahalann".

Þess má geta að TIF hefur verið á sömu kennitölu frá upphafi.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.2.2014 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband