Dagur og fjármálin

Það er eins og Dagur B skilji ekki hvað skuldir eru. Eða skilji ekki einfalda spurningu.

Hann var á Beinni línu í dag. http://www.dv.is/beinlina/dagur-b-eggertsson/

Hann fékk spurningu:

Sæll Dagur. Í útvarpsviðtali í morgun hélstu því fram að þú og Jón Gnarr hefðuð tekið fjármál Reykjavíkurborgar föstum tökum. Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar munu hreinar skuldir borgarsjóðs vegna A-hluta aukast úr 23 í 49 milljarða milli áranna 2010-2014. Þetta er 113% skuldaaukning. Er það þetta sem þú kallar að taka fjármálin föstum tökum?

Dagur B svaraði:

Já, við þurftum að loka 5 milljarða gati hjá borgarsjóði (A-hluta) og 50 milljarða gati hjá Orkuveitunni. Hvoru tveggja tókst. Lánin sem þú ert að nefna voru tekin til framkvæmda. Við vildum auka atvinnu í verstu kreppunni og fara í mannaflsfrek viðhaldsverkefni, einsog í skólum og sundlaugunum. Atvinnuleysi hefur lækkað hratt og þetta borgar sig til framtíðar. Enda eitt af kosningaloforðum okkar vorið 2010.

 

 

Þegar Dagur B lætur borgina taka lán, þá eykst skuldastaðan. Ekkert flóknara. Hann kallar það að skulda meira að taka fjármálin traustum tökum.

Svo er annað að hann sé að misskilja spurninguna, en spurningin er frekar skýr, held hann hafi einfaldlega ekki tilfinningu fyrir fjármálum almennt, sérstaklega micro.

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eitt er að skilja ekki hvað skuldir eru. (AKA Samfylkingarheilkennið.)

Annað er að skilja ekki muninn á einkaskuldum og ríkisskuldum.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.2.2014 kl. 17:31

2 identicon

Það sem Guðmundur sagði.

Sigurður (IP-tala skráð) 10.2.2014 kl. 19:25

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Menn einsog Dagur eiga ekki að koma nálægt fjármálum.

Verst að menn einsog dagur fylla fjármálaráuðneytin og fjármáladeildir sveitafélaga þvert um landið.

Sorglegt.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 10.2.2014 kl. 19:58

4 identicon

Ég hef áhyggjur af því að menn eins og Sleggjan og Hvellurinn fylla bankastofnanir heimsins. Menn sem ekki aðeins rugla saman einka- og opinberum skuldum heldur beinlínis gera einkaskuldir að ríkisskuldum. Og það aftur og aftur eins og dæmin sanna.

Skúli Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.2.2014 kl. 22:03

5 identicon

Sælir.

Gott hjá ykkur að vekja athygli á þessu.

Ég held því miður að þessi vandi sé ekki einskorðaður við Dag og Sf. Opinberir aðilar í dag eru skuldum hlaðnir eins og skrattinn skömmunum. Fólk heldur að hægt sé að fá "ókeypis tannlæknaþjónustu" fyrir börn (kosningaloforð Sf nýlega ef ég man rétt). Nánast allir telja það vera hlutverk hins opinbera að skipta sér að því hvað fólk drekkur og borðar og líka hvað fólk gerir við peninga sína. Þegar svona er komið málum fyrir þorra almennings er ekki von á góðu. Fólk telur sig vera menntað og upplýst en er þegar betur er að gáð einstaklega illa að sér.

Ég hef eytt nokkrum tíma í að rökræða við bloggara nokkurn (einn bloggvina ykkar) og það er sama hvernig ég fer með hann - það er eins og að skvetta vatni á gæs. Vandinn er að fólk kann ekki og getur ekki skipt og skoðun og viðurkennt að það hafi rangt fyrir sér - þó veruleikinn segi annað. Þá er veruleikanum frekar breytt - kannski eins og ummæli Dags að ofan endurspegla?

Hafið samt engar áhyggjur - menn flýja aldrei veruleikann lengi. Sú efnahagslega spilaborg sem byggð hefur verið víða um heim mun hrynja með hvelli von bráðar - með hörmulegum afleiðingum. Ætli þá hefjist ekki sami vællinn hérlendis um hrunflokka?

@4: Það var nú Sf sem fór fremst í flokki þeirra sem vildu láta hið opinbera bera ábyrgð á einkaskuldum. Ekki gleyma því!!!

Helgi (IP-tala skráð) 11.2.2014 kl. 06:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband