Sunnudagur, 9. febrúar 2014
Hvor á sökina?
Greiðsluþjónusturnar eru að veita ákveðna þjónustu og það er öllum frjálst að nýta sér hana.
Frjáls markaður og viðskiptavinur hefur samband og vill fá ákveðna vöru/þjónustu og verð sem viðskiptavinurinn greiðir fyrir er minna en hann metur virði vörunnar.
En auðvitað er þetta tilfinningaklám gripið á loft og millifyrirsögn er "ekki hægt að banna gjöldin"
Afhverju að banna gjöldin? Afhverju ekki bara að biðja íþróttafélög að nýta ekki þessa þjónustu?
Þá þurfa íþróttafélögin væntanlega sjá um þessa innheimtu og greiðsluseðla sjálf og bæta við sig starfsmönnum og þar með hækka iðkunargjöldin.
Ef það er leiðin þá er það bara... gott og vel.
En óþarfi að pönkast í fyrirtæki fyrir að þjónusta viðskiptavinum sínum gegn gjaldi.
hvells
![]() |
Borgað fyrir að fá að borga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Krafan er að þjónusta sé ókeypis. Að verslanir hækki ekki verð þó kostnaður þeirra aukist. Að útgerðir skili öllum hagnaði til ríkisins. Að fólk fái að búa í húsum sem það hvorki hefur efni á að borga né leigja. Að þjónusta ríkisstofnana batni og skattar lækki. Að lán þurfi ekki að greiða skapi það óþægindi.
Og þar sem Íslendingar eru upp til hópa gáfað fólk og miklir fjármálasnillingar þá á þetta að ske fyrir næstu helgi.
Oddur zz (IP-tala skráð) 9.2.2014 kl. 15:33
Oddur
Ég held þú náðir að summera upp mentalitið hjá Íslendingum í nokkrum setningum.
Flottur.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 9.2.2014 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.