Topp maður

Ég er því miður ekki útsvarsgreiðandi í Kóp en ég var heima hjá vini mínum um daginn og sá þar Kópavogspóstinn sem er hverfisblaðið. Þar var forsíðumynd af Ármanni og fyrirsögnin var "ég ætla að gera Kópavog að best rekna bæjarfélag á Íslandi"...  um leið og ég las þetta þá hugsaði ég að þetta er einn merkilegasti og langbesti sveitastjórnarmaðurinn í dag.

Hann lofaði ekki stóru íþróttarhúsi

Lofaði ekki stóra sundlaug með enn stærri rennibraut

Hann lofaði að reka sveitafélagið vel. Hann sótti um að láta Kópavogsbæ fá lánshæfiseinkun sjá hér

Það er versti óvinur útgjaldsinnans. Samfylkingin fékk ásamt Gunnari í gegn 4 milljarða útgjöldum á fimm mínútum.....    lánshæfiseinkun Kópavogsbæjar lækkaði. Þessi samningur við reitun.is gerir það að verkum að Samfylkingin getur ekki rústað bæjarbókhaldinu ef þeir komast í stjórn.   Nema náttla ef þeir segja upp samningnum hjá reitun.is

Ármann stóð allt þetta lýðskrum af sér og fækk glæsiútkomu.

Til hamingju.

Kannski enda ég á þvi að flytja í Kópavoginn. Þar veit ég að farið sé vel með peningana mína.

hvells


mbl.is Þakklátur fyrir traustið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já eg tek undir með þér. Ármann tók ákvörðun við síðustu fjárlög Kópavogs að nýta ekki hækkunarmöguleika útsvarsins heldur lækkaði lítillega til að sýna lit. Þá hafði áður en það var verið búinn að fá lánshæfi bæjarins hækkað og greitt niður skuldir hraðar en áður var ráðgert. Þetta hafðist með aðhadi og sparnaði og almennri ráðdeild. Þá er enn til nokkuð af skipulögðum lóðum til úthlutunar og fleiri í farvatninu þannig að það bíður eftir þér lóð til að byggja svo þú flytjir í Kópavog Þar er öllum nýjum íbúum tekið fagnandi með tveimur höndum.

Einu er tekið eftir við niðurstöðu þessa prófkjörs, en það er að allir þeir sem leynt eða ljóst voru það sem nefnt er „Gunnarsmenn” fylla neðstu sætin sem ekki ná að komast inn í bæjarsjórnina. Einhver sagði þar um vorhreinsun að ræða, annar talaði um að það hefði tekist vel með að kemba lýsnar úr hárinu og enn einn sagði að um landhreinsun væri að ræða.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.2.2014 kl. 14:38

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gunnarsmenn eru bara popúlistiskir útgjaldssinnar.

Þetta er flottur listi núna og þegar XD nær meirihluta í Kóp þá er ég farinn frá RVK.... Þar verður vinstri stjórn áfram með okkar XD lista þar í borg.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 9.2.2014 kl. 17:10

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já segðu - hverjum datt í hug að sækja möppudýrið sem minnir helst á ríkisstarfsmann sem er lúinn, latur og mætir í vinnuna einungis af skyldurækni og passar sig á að segja ekkert sem væri hægt að slá upp, hvað þá að segja skoðun sína án vífillengja eða eins og kötur í kring um heitan graut.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.2.2014 kl. 17:26

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála hverju orði hérna hjá hvellinum.

Ármann flottur.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 9.2.2014 kl. 18:30

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já ég talaði kannski ekki nógu skýrt en með möppudýrinu átti ég við þennan fyrrverandi bæjarstjóra á Ísafirði og kontórista hjá SSS sem var sóttur út á land til að leiða D-listann í borginni. Menn benda á Davíð sem fyrirmynd en hann er frá Selfossi en var búinn að vera Reykvíkingur árum saman áður en hann fór í stjórnmálin. Svo er bara ekki nóg að vera utan af landi þó uppskriftin með Davíð hafi virkað, það táknar síst að hún virki með núverandi oddvita D listans í Reykjavík. Hefur hann fram að þessu sagt eitthvað sem bítur eða skilur eitthvað eftir sig ???

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.2.2014 kl. 18:36

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég veit ekki hvaða stunt þetta var hjá XD mönnum. Margir íhaldsmenn voru farnir á taugum vegna þessa flugvallarmáls og var þessi drengur sóttur til þess að gæta hagsmuni landsbyggðarinnar í þessu mikla hagsmunamáli borgarinnar. Eins heimskulegt og það hljómar.

Ég kaus í prófkjörinu. Sett þrjár konur í efstu þrjú sæti. 

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 9.2.2014 kl. 19:34

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já segðu þetta með flugvöllinn. Um flugvallarmálið var hann sourður í fjölmiðlum og fannst alls ekki að hann tæki neitt á þvði þannig að maður væri vis hvað hann vildi. Minnti mig helst á Einar sáluga Ágústsson utanríkisráðherra í ríkisstjórn dr,. Ólafs Jóhannessonar (faðir Kaup.ingshöfðingjans sem Interpol lýsti eftir fyrir Óla spes) en allt kjörtímabilið sem fréttamenn spurðu hann um aðal kosningaloforð flokkanna í ríkisstjórninni um að reka herinn úr landi - hvenær af því yrði, en hann svaraði þeim alltaf og fréttamaðurinn sagði í likin þakka yður fyrir ráðherra og snéru sér síðan að skjánumog klóruðu sér í höfðinu og spurðu sjálfa sig í hálfum hljóðum : hverju svaraði hann eiginlega ? Hvað þýddi þetta ;)

Þetta var brandari allan tímann. Þetta var tekið fyrir í áramótaskaupi undir lok líftíma ríkisstjórnarinnar og leikararnir voru með pappaandlit viðkomandi persóna á tréspýtu og „Einar” var spurður „hvenær fer svo herinn úr landi” ? Og ég held að Ómar Ragnarsson hafi samið vísuna sem hann var látinn svara með :

Ef her-inn fer

þá her-inn fer

her fer, er her

eins og vera ber.

Og „fréttamaðurinn” í áramótaskaupinu klóraði sér í höfðiu og spurði hvað var það sem hann sagði ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.2.2014 kl. 19:57

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sorry smá villa áðan. Vísan er svona eftir besta minni :

Ef her-inn fer

þá fer-inn her

her fer, er her

eins og vera ber.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.2.2014 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband