Föstudagur, 7. febrúar 2014
Ferill Hönnu Birnu
Þá er þetta búið hjá Hönnu. Hún átti stuttan feril. Fór snöggt upp og snöggt niður. Tók fyrst eftir henni sem skeleggri konu í borgarstjórn, stóð ágætlega í lappirnar í REI málinu. Nokkru seinna byrjaði fyrsta plottið hennar og valdabrigsl, gerði Ólaf að borgarstjóra með vafasömum hætti. Tapaði svo kosningunum árið 2010 með eftirminnilegum hætti. Tók samt að sér formennsku í borgarstjórn en hætti svo stuttu seinna vegna þrýstings frá Hádegismóum. Fyrir kosningarnar sagði hún að OR var í fínum málum en svo var alls ekki og Besti Flokkurinn reddaði hafði kjarkinn að horfast við sannleikann. Svo lá leiðin á Alþingi. Í kosningabaráttunni var hún ágætlega hátt metin innan síns flokks, þá kom annað plott, hún lak skoðanakönnun um hver ætti að vera formaður XD á ögurstundu. Bjarni náði að hrissta það af sér með tilfinningaþrungnu viðtali, Hanna missti álit eftir það. Svo fékk hún ráðuneyti eftir kosningarnar, lítið sem hún hefur gert í ráðuneytinu nema þetta lekamál. Þá kom plott númer þrjú. Lak í aftur gögnum, í þetta skipti um hælisleitanda og neitaði fyrir það (eins og öll önnur plott). Nú er þetta búið hjá henni. Megi hún blómstra í öðrum störfum.
kv
Sl
![]() |
Lekamálið til lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Besti Flokkurinn reddaði" ?
Tvöföldun á verði heita vatnsins kallast nú varla redding
Grímur (IP-tala skráð) 7.2.2014 kl. 13:35
Besti flokkur Jóns Gnarrs reddaði alls engu, hann tvöfaldaði heita vatns gjaldið og margfaldaði tunnu & sorphirðugjaldi með þessu fáranlega "metra gjaldi" sem enginn skilur, og maður sér að fasteingnagjöld eru alltaf að hækka, jafnvel þó fasteignamat lækki sem ég skil alls ekki.
Skarfurinn, 7.2.2014 kl. 14:09
Hanna Birna sagði að óþarfi væri að hækka, það var rangt og fær hún bágt fyrir.
Leiðinlegt er að OR hækkaði taxta sinn um meira en verðlagsvísitölu, en það var nauðsyn, ekki gleyma góðum niðurskurði og hann tók pólítikina úr OR.
En það er með ykkur eins og marga. Þið viljið allt fyrir ekkert.
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 7.2.2014 kl. 17:14
Jón Gnarr tók á vanda OR, á meðan fjórflokkurinn allur var samstíga í að þagga þennan vanda og leyna honum.
Það er ekkert annað en kjánalegt að reyna að neita þessu, það eru engir aðrir til að borga þessa óráðsíu en borgarbúar þannig að ef hann hefði ekki hækkað heita vatnið, nú þá hefði bara þurft að hækka eitthvað annað.
Þessar skuldir varð að borga á einn eða annan hátt.
Sammála með Hönnu Birnu, hún getur aldrei komið standandi frá þessu máli, og það er greinilegt að Bjarni er mjög sáttur með þessar ógöngur hennar, allavega heyrist ekki múkk frá honum né öðrum forystumönnum D henni til varnar.
Þessir klækir hennar virðast allir rata beinustu leið til baka í andlitið á henni.
Sigurður (IP-tala skráð) 7.2.2014 kl. 19:18
Djöfull væri gott að fá þennan texta þýddan á íslensku.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.2.2014 kl. 20:49
Veit svo sem ekki hvort það verður nákvæmlega þetta lekamál sem verður endirinn á ferli Hönnu Birnu en er að öðru leyti sammála pistlinum. Ummæli hennar um Orkuveituna í sínum tíma var nóg fyrir mig. Hef ekki haft trú á henni síðan.
Benedikt Helgason, 7.2.2014 kl. 21:32
Sæll.
Ég hef aldrei skilið þessa aðdáun á HB. Hvað hefur hún gert annað en vera kona? Það heyrðist hvorki hósti né stuna í henni í kringum Icesave og það sagði mér mjög mikið.
Maður veit nú ekki alveg hvað er að marka fréttaflutning DV af þessu lekamáli en ef hluti af því er sannur er þetta mál eitt allsherjar klúður af hennar hálfu.
Það er ekki nema von að Sjallarnir standi frekar illa í skoðanakönnunum þegar forsprakkar flokksins eru jafnlélegir og raun ber vitni, þau BB og HB.
@4: Hægt hefði verið að þrýsta á lánveitendur að slá eitthvað af kröfum sínum og bera ábyrgð á útlánum sínum. Mér skilst að OR skuldi vel yfir 200 milljarða. Það var hins vegar ekki reynt og sitja fyrir vikið ansi margir í súpunni.
Helgi (IP-tala skráð) 9.2.2014 kl. 10:06
Helgi,
Reykjavíkurborg hafði leikandi greiðslugetu til að borga þessar skuldir.
Það er tómt mál að tala um að kröfuhafar fari að afskrifa skuldir sem skuldari er ekki í neinum vandræðum með að borga.
Þetta er bara einhver draumsýn sem á ekkert skylt við raunveruleikann.
Sigurður (IP-tala skráð) 9.2.2014 kl. 14:58
Ja, furðulegt hjá honum Helga að segja þetta.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 9.2.2014 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.