Föstudagur, 31. janúar 2014
Þorgerður Katrín og XD
Þorgerður Katrín og XD bera ábyrgð á óþarfa lengingu á kennaranáminu.
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1216895/
ÞK gaf svo loforð til kennara:
http://www.kennarar.is/web/?&OZON=Z3JvdXA9MjkyMyZwYXJlbnQ9MTU5NQ==
"Þorgerður Diðriksdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, fagnar yfirlýsingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að lenging kennaranáms hljóti að skila sér í hærri launum kennara. "
Sé samt hvaða orðalag ÞK notar. Hún segir "hljóti". Það hlýtur að vera,,,eins og hún sé ekki buin að kanna þetta. Þetta skal vera það fyrsta sem á að skoða, hvort svigrum sé til hækkunnar ÁÐUR en námið er lengt.
Klúður.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þorgerður Katrín ber ábyrgð á þessum hæðulegu misstökum.
Það versta er að hún viðurkennir ekki þessi mistök og sagði nýlega að þetta hafi verið framfaraspor.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 31.1.2014 kl. 09:20
Og vinstri menn (Svavar Gestsson & Co.) bera (ásamt meðvirkum hægri mönnum) ábyrgð á óþarfri einsetningu grunnskólanna (en jafnvel Háskólinn í Reykjavík er ekki einsetinn, heldur margsetinn langt fram á kvöld).
Sameinaðir hægri og vinstri aular bera svo ábyrgð á fámenninu í bekkjum grunnskólanna og margsetningu kennara í hvern bekk (stundum tveir aðstoðarkennarar í gangi með kennaranum í einni og sömu stofunni).
Allt stuðlar þetta að lélegri nýtingu skólahúsnæðis, dýrasta skólakerfi OECD-landanna, en þrátt fyrir það með lélegustum árangri, margir hafa ekki einu sinni lesskilning við útskrift, það er nú allur árangurinn af ætluðum framförunum!!!
PS. Svo má alls ekki hafa mikinn aga í skólunum!
Jón Valur Jensson, 31.1.2014 kl. 10:14
Sammála þessu Jón Valur
Einsetning skólanna var gríðarleg mistök og hefur valdið gríðarlegan kosntað hjá sveitafélögum sem eru mörg hver að drukkna úr skuldum.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 31.1.2014 kl. 13:48
Sammála þér, Hvellur!
Jón Valur Jensson, 1.2.2014 kl. 02:40
@2: Gott hjá þér að vekja athygli á þessari þversögn: Dýrt skólakerfi en laun kennara með því lægsta sem gerist innan OECD. Í hvað fara þessir peningar?
Svo var auðvitað fáránlegt að lengja kennaranámið því langt nám er ekki það sama og gott nám. Svo borga sveitarfélögin kennurum laun en ekki ÞKG þannig að hún á ekkert að ræða þau mál. Lengingin hefur skilað því einu (að minnsta kosti í bili) að færri sækja í kennaranám.
Vandinn hér er hið opinbera eins og ég hef áður komið inn á hér á ágætu bloggi sleggjunnar og hvellsins.
Helgi (IP-tala skráð) 1.2.2014 kl. 06:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.