Fimmtudagur, 30. janúar 2014
Common sense
Ef þú vilt há laun þá áttu að læra einhverja þekkingu sem er verðmæt í atvinnulífinu.
Það hefur alltaf verið vitað að leikskólakennari er ekki hálaunað starf og þú þarft að taka ábyrgð á þinu eigin lífi. Og taka ábyrgð á þessum niðurgreiddu námslánum.
Við skattborgarar skuldum þér ekki neitt.
hvells
![]() |
Hvers virði er leikskólakennari? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:27 | Facebook
Athugasemdir
Skilaboð S%H: Það eru ekki verðmæti að vinna með börnum. Vandamál hans er að hann sér ekki út fyrir nefið á sér. Hann hugsar einungis um þau verðmæti sem skapast akkúrat NÚNA, ekki verðmæti FRAMTÍÐARINNAR. Börnin okkar eru verðmætin í framtíðinni og því skiptir miklu máli hverjir annast þau og veitir þeim líkamlegt/andlegt og félagslegt uppeldi. Barn sem dvelur 8 tíma á leikskóla hvern virkan dag á skilið allt það besta, vel menntað og vandað fólk. Þannig fólki þarf að borga mannsæmandi laun og þá græðir allt samfélagið.
Þórður S. (IP-tala skráð) 30.1.2014 kl. 21:12
Ég er fyrrverandi leiðbeinandi á leikskóla, þetta er mín skoðun og margra í minni fyrrverandi stétt.
Mistökin voru að skylda þetta sem Mastersgráða. Þetta er svolítið eins og djók mastersgráða. Í ba náminu er t.d. Stafsetningaráfangi! Ekki einu sinni í framhaldsskóla er kennd stafsetning.
Það á að skylda að hafa stúdentspróf. Svo ljúka svokölluðu námskeiði sem gæti tekið 1/2 til 1 ár. Við það má sá hinn sami kalla sig leikskólakennara. Launin verða þá auðvitað í samræmi við það. Stúdentsgráða svo verður námskeiðið líka metið til hækkunnar aðeins. Enginn verður þó ríkur á að vinna við þetta, það þarf eiginlega að sætta sig við það bara núna strax.
Svo er annað , það er möguleiki á þróun í starfi í þessari grein. Þú getur unnið þig upp í Deildarstjóra, sinnt sérverkefnum, svo er leikskólastjórinn líka í langflestum tilfellum fyrrverandi starsmaður/leiðbeinandi/leikskólakennari. Svo er hægt að vera formaður félags leikskólakennara.
Möguleikarnir eru margir. Þessi manneskja er bara svartsýn og er að væla yfir sínum eigin ákvörðunum.
Sem betur fer er þetta dropi í hafið. T.d. á staðnum sem ég vann hjá voru allir starfsmenn bara mjög ánægðir í starfi og margir náðu að smyrja á launin ýmislegt og enda með þokkanleg laun.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 30.1.2014 kl. 21:33
Í raun á þetta að vera nám á framhaldsskólastigi.
Einsog það var í gamla daga og virkaði þrælvel.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 30.1.2014 kl. 22:25
Sæll.
Að nokkru leyti get ég getið undir með síðuhöldurum að þetta sé væll. Það gerðist ekki bara allt í einu að launin í leikskólastörfum urðu léleg. Ef þessi ágæta kona er ósatt við sín laun eða ákvörðun sína varðandi námið getur hún hætt og farið í eitthvað annað - fyrst peningar eru henni svona mikilvægir.
Á hinn bóginn er það þannig að lög og reglur segja til um að á leikskólum skuli starfa ákveðið hlutfall af menntuðum leikskólakennurum. Ég man ekki prósentuna en ég er nokkuð viss um að flestir leikskólar ná ekki þessu hlutfalli. Sveitarfélögin komast upp með að fara ekki eftir lögum og reglum hvað þetta varðar.
Besta leiðin til að bæta launin, ef það er á annað borð hægt, er að einkavæða leikskólana alfarið og kippa sveitarfélögunum alfarið út úr myndinni. Það sama á við um grunnskólana. Sveitarfélögin eiga ekki að greiða krónu til menntamála heldur fólkið sem nýtir sér þessa þjónustu. Þá verður líka hægt að lækka verulega álögur á fólk og fólk á þá ekki í erfiðleikum með að borga fyrir menntun barna sinna. Þeir sem vilja senda börn sín í t.d. dýra skóla eða leikskóla gera það og telja sig þá væntanlega fá meira fyrir peninginn en ef það sendi barn sitt í ódýran skóla/leikskóla. Þannig myndi eftirspurn ákvarða laun kennara og leikskólakennara sem og frammistaða þeirra. Það þarf líka að vera hægt að umbuna í launum þeim kennurum sem eru virkilega góðir. Í dag er það ekki hægt.
Hið opinbera í dag er algerlega á hausnum fjárhagslega - hærri laun fyrir opinbera starfsmenn verða ekki sótt í opinbera sjóði. Vandinn er hið opinbera og aðkoma þess að menntamálum, þessi ágæta kona ætti að beina skrifum sínum að kerfinu.
Það er bláköld staðreynd að þegar hið opinbera tekur yfir einhverja þjónustu, hvort sem eru menntamál eða heilbrigðismál, eykst kostnaðurinn en framleiðslan verður verri/minni. Er t.d. einhver tilbúinn til að halda því fram að heilbrigðiskerfið íslenska sé gott þegar þangað vantar lækna og fé og tækin eru orðin útelt og ekki fæst fé til að gera við þau?
Helgi (IP-tala skráð) 31.1.2014 kl. 05:01
já sammála því
það á að einkavæða þetta.
það er best fyrir alla
en ég hef ekki heyrt neinn leiksskólakennara tala á þeim nótunum
þeir vilja bara kreysta eins mikið og þeir geta úr ríkisspenanum.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 31.1.2014 kl. 05:51
Ef a að hafa þetta bara stúdents,,,þá fínt að búa til leikskólakennarabraut,,,svona eins og sjúkraliðabraut, it will do the job.
kv
sleg
Sleggjan og Hvellurinn, 31.1.2014 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.