Nauðsyn að skipta um ríksstjórn

http://visir.is/hinir-eitrudu-kokkteilar/article/2014701309964

"Nefnd forsætisráðherra um afnám verðtryggingar á fjárskuldbindingum hefur skilað áliti. Í áliti sínu kemst nefndin svo að orði – í endursögn fjölmiðla – að innleiðing 40 ára verðtryggðra húsnæðislána hafi verið „eitraður kokkteill“.

Rannsóknarnefnd Alþingis sem falið var að rannsaka hrunið og leita uppi hvað einna verst hafi verið gert í aðdraganda þess komst m.a. að þeirri niðurstöðu, að innleiðing 90% húsnæðislána hafi verið alvarleg mistök sem valdið hafi innistæðulausri verðhækkun íbúðarhúsnæðis og orðið til þess að fjölmargir hafi skuldsett sig langt umfram greiðslugetu – 16 þúsund fjölskyldur fyrir hrun! Ekki síður „eitraður kokkteill“ það.
Framsóknarflokkurinn taldi fyrir kosningar – og telur enn – verðtrygginguna ein alvarlegustu mistök sem gerð hafi verið í meðferð efnahagsmála á Íslandi – mistök, sem átt hafi drjúgan þátt í linnulitlum verðbólguskotum, forsendubresti og hruni fjármála fjölmargra fjölskyldna. Enn einn „eitraður kokkteillinn“.

Hver blandaði?
Nú skulum við skoða aðeins tilurð allra þessara göróttu drykkja sem að sögn nýja Framsóknarflokksins hefur verið neytt ofan í þjóðina. Hverjir voru barþjónarnir, sem eitruðu kokkteilana blönduðu?

Steingrímur Steinþórsson
Verðtryggð opinber lán til húsnæðisöflunar voru fyrst í lög leidd árið 1955. Það gerði þáverandi félagsmálaráðherra Framóknarflokksins, Steingrímur Steinþórson. Þó óverðtryggð lán hafi jafnframt verið í boði urðu verðtryggðu húsnæðislánin ráðandi allt frá árinu 1955. Fólk taldi það hagstæðara. Þessa gjörð telur nýi Framsóknarflokkurinn að tafarlaust beri nú að afnema. Þetta var sem sé „eitraður kokkteill“.

Ólafur Jóhannesson
Lög um almenna verðtryggingu fjárskuldbindinga voru sett árið 1979. Það eru einu lögin í öllu lagasafninu sem kennd eru við forsætisráðherrann, sem beitti sér fyrir setningu þeirra. Lögin hétu – og heita enn – Ólafslög. Forsætisráðherrann sem hafði frumkvæði að setningu þeirra laga hét Ólafur Jóhannesson. Hann var formaður Framsóknarflokksins. Nú segir arftaki hans í sæti flokksformannsins að þessi verknaður forverans sé skaðvænleg mistök sem verði að afnema hið fyrsta. Einu lögin, sem skírð hafa verið eftir forvera hans, verði að hverfa úr íslenska lagasafninu. Svo „eitraður kokkteill“ séu þau.

Alexander Stefánsson
Að tilhlutan Alexanders Stefánssonar, félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins, voru verðtryggð opinber lán til húsnæðisöflunar lengd úr 31 ári í 40 ár með lögum nr. 54 þann 7. maí 1986. Það gerði Alexander sannfærður um að með því væri hann að ganga til móts við þá, sem erfiðast áttu á húsnæðismarkaðnum; Sigtúnshópinn svonefnda; sem þá upplifði það, sem síðar var endurskírt af þeim Framsóknarfrostum og kallað „forsendubrestur“. Nú segir sami flokkur, nýi Framsóknarflokkurinn, að þar hafi fólki verið byrlaður „eitraður kokkteill“.

Árni Magnússon
90% lánin sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi bera einna mesta sökina á húsnæðisbólunni og skelfilegum afleiðingum hennar á fjárhag íslenskra fjölskyldna og á efnahag þjóðarheildarinnar voru sett af félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins eftir kosningaloforð hans og stutt af Sjálfstæðisflokknum „gegn betri vitund“ að sögn þáverandi formanns þess flokks, Geirs Haarde. Sá eitraði kokkteill var sum sé líka blandaður af barþjóni sama flokks og eftir uppskrift sem hann hafði einkarétt á.

Páll Pétursson
40 ára verðtryggðu húsnæðislánin voru ítrekuð í lögum árið 1998 jafnframt því sem lögin um Verkamannabústaði voru afnumin. Þetta gerði þáverandi félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins, Páll Pétursson. Nú telur Eygló Harðardóttir, arftaki Páls, að nauðsynlegt sé að endurvekja kerfi til aðstoðar við tekjulágt fólk – kerfið, sem Páll lagði niður. Þann 19. maí árið 1998 sagði Páll: „Ég hef engar áhyggjur af því að þetta komi í hausinn á mér í næstu kosningum.“ Enda fór ekki svo. Þetta kemur bara í hausinn á konunni hans, formanni þingflokks nýrra Framsóknarmanna, núna – 16 árum seinna. "

 

Framsóknarflokkurinn er skaðlegur fyrir landið og hefur alltaf verið. 

Það þarf að losa sig við þennan efnahagslega-hryðjuverkaflokk sem Framsóknarflokkurinn er. Hann er ótækur, óábyrgur og óferjandi.

 

XD þarf að slíta samstarfinu. Ég vill hafa XD í stjórn með XS og BF. Bjarni í Forsætis.

ESB umsóknin fær kikkstart, Össur aftur í utanríkis. Svo til að fá BF með geta þeir gefið þeim stefnumálin sem er þeirra hjartans mál forgang. Þ.e. breyta klukkunni aðeins og breyta lögum um umgengisrétt barna, málið dautt.

 

Framsóknarflokkinn út, þeir eru að kokka upp enn einn eitraðan kokteil. Sem er skuldaniðurfellingin (sem þeir kalla leiðréttingu).

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, það þarf einnig að losna við Davíðsklíkuna (framsóknaríhaldið) svo hægt verði að koma á starfhæfri stjórn.

Trausti (IP-tala skráð) 30.1.2014 kl. 15:02

2 identicon

þettað eru skrýtnar staðhæfíngar.um 90% er margoft búið að fara í gegnum en ef steininn er svo mjúkur að kv sé búin að gera far í hann er það vandamál kv.að halda því fram að löng íbúðarlán séu vandamál er það miskilníngur en þau halda uppi altof hú íbúðarverði.svo ef kv. telur hátt íbúðarverð sé framsókn að kenna þá er það senilega réttað hluta. en ætli 100% lán bankana hafi ekki átt hlut í því líka. verkamanabústaðarkerfið var gjáldþrota þegar páll tók við og var hann að reina að losna ódyrt fyrir ríkisjóð útúr. það tókst ekki. ef ég skil eykló rétter hún ð tala um að hafa það einsog breiðholtið verkamanabústaðarkerfið breitist mikið eftir breiðholtið með dyggri hjálp jóhönnu sigurðardóttur. og stóð ekki undir nabni í restina því verkamenn áttu ekki möguleika að fá íbúðir verkamannabústöðunum svokölluðu nú bið ég kv um að vægja steininum áður en steinnin brotnar. höfum séð hvernig hvernig er að lifa án framsóknar hver höndinn uppá móti annari . viltu endur lifa stjórmálinn eftir að framsókn fór úr stjórn verði þér að góðu en ekki vill ég það

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 30.1.2014 kl. 15:21

3 identicon

XD í stjórn segir þú.

Ég held að þú sért aðeins of upptekinn að vera á móti, án þess aði vita afhverju þú ætlar að vera á móti.

bara vera á móti, til þess að vera á móti.

Sjálfstæðisflokkurinn lofaði margfalt hærri skuldaleiðréttingum en framsókn, ásamt því að lofa afnámi verðtryggingar.

Þannig að hverju ætlar þú að breyta í stefnu ríkisstjórarinnar með því að láta Bjarna taka við Forsætisráðuneytinu?

Eða veistu það kannski ekki?

Sigurður (IP-tala skráð) 30.1.2014 kl. 15:29

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta væri mun skárra. Mun skárra.

Væri hægt að taka Helga hjá pírötum með í þetta dæmi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.1.2014 kl. 16:16

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@Sigurður

Ég reyni að beita minni pólítískri greiningu og skynsemi og segi að XD mun ekki fylgja hart eftir sinni kosningaloforðslista um skuldaleiðréttingum og verðtryggingu. Ég hef ekki feilað á minni greiningu hingað til og geri ekki ráð fyrir að það gerist nú, tíminn mun bara leiða það í ljós ef stjórnarskipti verða.

kv

Slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 30.1.2014 kl. 16:20

6 identicon

Er XD búið að segja upp varðhunda djobbinu hjá öflugustu mafíu landsins, LÍÚ?

LTD (IP-tala skráð) 30.1.2014 kl. 16:55

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég man nú hvað gerðist seinast þegar D & S voru saman í stjórn. Ekki leist mér vel á það.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.1.2014 kl. 17:59

8 identicon

Sleggja,

Eru það meðmæli með flokknum að þú telur þig geta treyst því að hann svíki helstu kosningaloforðin sín....?

Sigurður (IP-tala skráð) 30.1.2014 kl. 19:41

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nei,alls ekki.

Neikvætt er almennt séð að stjórnmálaflokkur svíkur loforð.

Ég einfaldlega spái því að XD uppfyllir þetta ekki (átti aldrei að lofa því tilað byrja með, datt í skrumið í lokin). 

kv

sleg

Sleggjan og Hvellurinn, 30.1.2014 kl. 19:46

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@LTD

Nei því miður. Það er svartur blettur á flokknum.

Ef þeir vilja auka fylgið sitt um 10-20 % þá mæli ég með því að þeir kötta á öll tengls við LIU

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 30.1.2014 kl. 19:47

11 Smámynd: Benedikt Helgason

Ég geri mér grein fyrir því að ESB sinnar eiga sér þann vota draum að sjallarnir gangi úr skaftinu til þess að koma þessum viðræðum í höfn.

Gleymum því eitt augnablik, í þágu umræðunnar, að í xD eru sumir af stækustu andstæðingum ESB-aðildar sem þyrftu að kyngja því að viðræðurnar yrðu kláraðar og gerum ráð fyrir að þetta yrði ofan á. Bætum svo um betur og göngum út frá að Sleggjan og Hvellurinn fái þess utan sínar heitustu óskir uppfylltar um að verðtryggingu verði viðhaldið og að loforð um skuldaleiðréttingar verði svikin.

Þá gætu sjallarnir séð sjálfan sig í þeirri stöðu eftir rúm 3 ár, að hafa leitt ESB viðræður til lykta, þvert á vilja meirihluta flokksmanna, að hafa gengið í þeim tilgangi í vanhelgað systkynahjónaband með jafnaðarmönnum sem stór hluti af sjöllunum hatar eftir sambúðina í hrunstjórninni, hafa viðhaldið verðtryggingunni og toppað þetta svo með að svíkja loforð um skuldaleiðréttingar. 

... og í framhaldinu séð ESB aðildina fellda í þjóðaratkvæði.  Það yrði endutekning á Icesave mistökum flokksins sinnum 4. 

Benedikt Helgason, 30.1.2014 kl. 20:23

12 identicon

@slegg Ekki örvænta, LÍÚ iðar í skinninu að ganga í ESB, eina sem þarf að gerast er að ESB taki upp fiskveiðstjórnunnarkerfi að íslenskri fyrirmynd þar sem kvótar verða framseljanlegir og veðsetjanlegir.

Það kemur mér á óvart að ESB sé ekki löngu búið að drífa í þessu , en líklega er þetta umdeilt líkt og með vatnsbólin sem ESB ætluði að einkavæða um daginn en urðu að bakka með, vegna mikillar andstöðu almennings innan sambandsins?

En ef þetta gæti gerst þá væri það óborganlegt á horfa framan í óvinklaða NEI-sinna sem hafa telft þessu fram í sakleysi sínu gegn aðild að ESB.

Sömuleiðis að sjá óvinklaða JÁ-sinna sem sjá sömu spillta stjórnmálamennina og þá frekar aukna spillingu, sama háa húsnæðis/matarerð og líklega fimmföldun á verði rafmagns og húshitunar vegna einkavæðingar.

LTD (IP-tala skráð) 30.1.2014 kl. 20:43

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@ Benedikt

Ef þú ert á móti verðtryggingu þá ertu hlynntur ESB þvi það er eina raunhæfa leiðin, annað er skrum, vona að þú sért ekki að falla fyrir lýðskrumi, aðeins vitgrannir kjósendur gera það.

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 30.1.2014 kl. 21:37

14 Smámynd: Benedikt Helgason

@Sleggja #13.

Þetta er bara froða. Það er enginn sem heiðarlega trúir því að það þurfi að ganga inn í ESB til þess að afnema verðtryggingu.  Þessi froða var blásin upp af Samfylkingunni eftir 2009 kosningarnar til þess að reyna að skelfa fólk til fylgis við sambandsaðild og skilaði þeim svo 12.9% fylgi í síðustu kosningum.

En ef þú heiðarlega trúir þessu þá má svo sem segja að þú eigir þér málsbætur því þú býrð í landi sem hefur verið án efnahagsstjórnar í áratugi og undir þeim kringumstæðum geta fæðst fyrirbæri eins og verðtrygging og fólk sem "trúir" á hana. Hin ábyrga afstaða er hins vegar að viðurkenna þá augljósu skaða sem verðtryggingin hefur valdið og vinna að því öllum árum að afnema hana.

Og ef þig skortir einhver dæmi um eitruð áhrif blöndunnar af glórulausri efnahagsstjórn og verðtryggingu, þá er hrunið eins augljóst dæmi og hugsast getur. Stór orsakavaldur eru vaxtamunarviðskipti sem mér skilst að hafi hafist á götuhorni í Kaupmannahöfn þegar Kaupthing byrjar að skipta á verðtryggðum skuldabréfum og gjaldeyri við erlenda aðila. Og til þess að stemma stigum við þessu þegar þetta fór að aukast þá hækkar Seðlabankinn vexti í verðtryggðu hagkerfi og að sjálfsögðu án árangurs.

Þér til fróðleiks þá get ég svo nefnt að það eru nokkur önnur lönd í heiminum með lítin gjaldmiðil, sem þurfa að verja sig gegn skaðlegu innstreymi mikils fjármagns.  Þegar evrukrísan stóð sem hæst þá voru öll bankakerfi í Sviss prufukeyrð með neikvæðum nafnvöxtum, sem vissulega hefði afar óæskileg áhrif á hagkerfið ef til hefði komið, en það sýnir fyrst og fremst hvað þjóðir sem eru með efnahagsstjórn eru tilbúnar að ganga langt til þess að koma í veg fyrir óæskileg áhrif af innstreymi mikils erlends fjármagns. Ef Svisslendingar hefðu hækkað vexti undir þessum kringumstæðum þá stæði núna ekki steinn yfir steini í þeirra hagkerfi.

Að ætla að ganga í ESB og taka upp Evru áður en við erum búin að ná tökum á stjórn hagkerfisins er stórhættulegt.  Það setur efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar í hættu og nóg er nú að gert samt.      

Benedikt Helgason, 31.1.2014 kl. 09:02

15 identicon

"vona að þú sért ekki að falla fyrir lýðskrumi, aðeins vitgrannir kjósendur gera það."

Þannig að kjósendur sjalla eru þá vitgrannir að sjá ekki að það var lýðskrum hjá þeim að lofa afnámi verðtryggingar og leiðréttingu á húsnæðislánum.

Sigurður (IP-tala skráð) 31.1.2014 kl. 10:43

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@14 , Samkvæmt hagsögu Íslands er engin von á góðri hagstjórn. Evra gegnum ESB er eina vonin.

@15

Ekki endilega allir kjósendur XD, en þeir kjósendur sem trúðu þessari froðu eru vitgrannir.

Svona til gamans þá nefni ég að ég kaus ekki XD í síðustu kosningum. Vill einfaldlega þetta stjórnarmynstur sem ég nefndi í færslunni.

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 31.1.2014 kl. 12:33

17 Smámynd: Benedikt Helgason

Þetta er bull Sleggja. Með sömu röksemdafærslu þá hefðu menn á sínum tíma getað sagt að það verði aldrei kveikt á ljósaperum af því að það hafi ekki verið gert áður. Og þú endurómar fyrst og fremst það sem er hættulegast við ESB-Evru áróðurinn og það er sjálfsblekkingin um að inganga hjálpi þeim sem ekki vilja hjálpa sér sjálfir.

Upptaka Evru eða ESB aðild tryggir ekki að innleiðingu bættrar hagstjórnar. Í sambandinu eru ríki með allt niðrum sig og ríki sem eru með allt á hreinu. Sama gildir um ríki í Evrópu sem eru utan sambandsins; sum þeirra hafa trausta efnahagsstjórn og önnur ekki. Það hefur ekkert með myntir og ríkjasambönd að gera.

Benedikt Helgason, 31.1.2014 kl. 13:08

18 identicon

Sleggja,

Af því það er nú flestum ljóst að meginþorri kjósenda hefur snúið baki við sjálfstæðisflokknum, og hann virðist ekki ætla ða ná fyrri styrk aftur, er þá ekki líklegra að þeir sem enn styðji þennan varðhund fámennrar sérhagsmunaklíku séu einmitt þeir kjósendur sem heimskastir eru.

Allt hugsandi fólk hefur gefist upp á þessari mafíu.

Sigurður (IP-tala skráð) 31.1.2014 kl. 13:29

19 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@Benedikt: Þú hefur trú á efnahagsstjórninni gott hjá þér, ég hef ekki trú á henni. Ég sagði árið 2003 að ég gef henni 10 ár að sanna sig, það hefur hún ekki gert. Þannig búið mál. ESB er leiðin.

@Sigurður

Það má segja það Sigurður að langflestir þenkjandi menn eru ekki að kjósa XD enda er hann því miður of sponseraður flokkur.

Ég er einfaldlega að lýsa mínu stjórnarmynstrarósk eins og staðan er núna.  Með þá þingmenn og flokka sem eru á þingi.

Við getum alveg talað um næstu kosningar ef þú vilt svosem þó bloggfærslan snýst ekk um það.

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 31.1.2014 kl. 15:04

20 Smámynd: Benedikt Helgason

Nei Sleggja.  Ég hef ekki haft neina sérstaka trú á efnahagsstjórninni enda sagði ég við þig að landið hefur verið án efnahagsstjórnar í áratugi.  Það er hins vegar ekkert annað í boði en að reyna að laga hana hvort sem viljum fara í ESB eða ekki. ESB lagar þetta ekki fyrir okkur.

Og við höfum um tvo kosti að velja ef það tekst ekki að laga þetta. Annars vegar síendurteknar gengissveiflur (með krónu) eða sveiflujöfnun í gegnum atvinnuleysi (með Evru).

Benedikt Helgason, 31.1.2014 kl. 15:36

21 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hér vantar ótengda/óháða og alþjóðlega opinberlega þekkta/viðurkennda sakavottorðs/orðsporshreina og heiðarlega stjórnendur.

Utan landamæralöggæslu Íslands er mögulegt að finna ó-innviklaða/mútaða/kúgaða einstaklinga til verksins: Íslandsstjóri.

Það verður ekki hjá því komist, ef uppræta á innanmein stjórnsýsluspillingarinnar.

Svo slæmt er nú mannréttindabrota-ástandið í stjórnsýslunni á Íslandi.

Svona verður ekki haldið áfram, án þess að ástandið versni fyrir þá sem verst hafa það á landinu, (ekki er á þá allra-þjóða-brotaþola bætandi). Um leið og tékkarnir stækka hjá þeim, sem eru nú þegar ofurlaunaðir í kúgunarsætunum, (bönkum/lífeyrissjóðum og víðar).

Fyrsta skrefið er að viðurkenna staðreyndar-vanda, og hætta allri afbrotatoppauðjöfraspillingar-meðvirkni. Ótti/þögn almennings er sterkasta vopn afbrotatoppanna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.1.2014 kl. 15:51

22 identicon

Þrátt fyrir að ég sé fylgjandi aðild, allavega fylgjandi því að ljúka samningum að þá er tómt mál að tala um að það komi efnahagsstjórninni neitt við.

Evra eða aðild að ESB breytir engu um efnahagsstjórnina, enda eins og meistari Seiken segir er efnahagsstaða landa innan ESB alveg nákvæmlega jafn misjöfn og landa utan ESB, þannig ða það er ekkert samhengi milli þess að vera í ESB, og ábyrgrar efnahagsstjórnunnar.

Bara ekki neitt.

Hér verður ekki tekin upp alvöru efnahagsstjórn á meðan við höfum verðtryggingu sem sjálfkrafa veltir ónýtri efnahagsstjórn inn í framtíðina og frestar afleiðingum um ár og áratugi.

Fyrsta skerf í ábyrgri efnahagsstjórn er að afnema verðtrygginguna, þannig að stjórnmálamenn VERÐI að taka upp agaða hagstjórn og það verði sameiginlegir hagsmunir ALLRA, ekki bara lántakenda sem engu ráða eða áhrif hafa á verðbólgu í landinu.

Sigurður (IP-tala skráð) 31.1.2014 kl. 16:33

23 identicon

..og á meðan við erum eina landið í evrópu sem notast við þetta þjófakerfi, að þá er ekki orðum eyðandi í fólk sem reynir að telja mönnum trú um að verðtryging sé eina vitið.

Að við séum bara svona miklu klárari en nágrannalönd okkar sem ekki bara skilja snilldinaí þessu, heldur beinlínis BANNA þessa vitleysu í viðsktiptum við neytendur.

Og ef það er einhver einn flokkur umfram aðra sem stendur vörð um þennan þjófnað, að þá eru það ránfuglarnir í Valhöll.

Sigurður (IP-tala skráð) 31.1.2014 kl. 16:36

24 identicon

Ég held svei mér þá að XD+XS sé skárra en núverandi stjórn, þrátt fyrir fortíðina (hrunið). XB er hreinlega úti í móa, enda að hríðfalla í öllum könnunum!

Skúli (IP-tala skráð) 31.1.2014 kl. 21:29

25 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Burt með siðlausa kúgunarverðtryggingu, sem einungis ver þá kúguðu, sem eru þrælar ofurvaldhafa/banka/lífeyrissjóða.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.2.2014 kl. 01:19

26 Smámynd: Benedikt Helgason

Rétt Sigurður #1.

Menn geta verið með eða á móti aðild en það þarf helst að vera á rétttum forsendum. Og það hefur klárlega bæði kosti og galla í för með sér að ganga í sambandið.

Mín andstaða hefur fyrst og fremst mótast af því að ég vil, eins og þú, koma í veg fyrir að samfylkingarfólk hvar í flokki sem það kanna að standa, nái fram þeim vilja sínum að skuldsetja landið til helvítis eða nota ríkissjóð til þess að borga fyrir hraðferð inn í sambandið.

Og þegar öllu er á botnin hvolft þá er það lyginni líkast að ESB sinnar sjái ekki þann augljósa möguleika sem er í stöðunni, sem er að vinna fólk á sitt band með því að leysa úr skuldamálum hemilianna, afnema verðtryggingu og taka á kröfuhöfum til þess að geta létt höftunum, og í framhaldinu fara svo í rólegheitum í að sannfæra fólk um að ganga í sambandið. Það þarf varla að minna á að í stríðsástandinu sem var á síðasta kjörtímabili þá gald ESB vængurinn afhroð í öllum kosningum (Icesave1, Icesave2, forsetakosningar, þingkosningar).   

Benedikt Helgason, 1.2.2014 kl. 08:21

27 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er ljóst að framsjallar ásamt almennum þjóðrembingum hafa skuldsett landið svo gríðarlega sjálfum sér til hagsbóta - að eg er ekki að sjá nokkurn möguleika á að aflétta þeirri áþján framsjalla nema að ganga barasta rakleiðis í ESB. Hugsanlega væri hæt að prófa að spurja þá dani hvort þeir fengjust til að taka við landinu aftur og bjarga almenningi frá framsjöllum og þjóðrembingum. Aðrar lausnir frá ofbeldisáþján framsjalla og þjóðrembinga eru eigi sjánlegar. Þannig er að bara.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.2.2014 kl. 17:28

28 identicon

Ómar, var það ekki einmitt þinn flokkur í samstarfi við bæði sjalla og vinstri hægri fram og aftur snú græna sem skuldsettu ríkið eftir hrun til að bjarga fjármagnseigendum.

Og hefðuð gjarnan viljað skuldsetja það miklu meir hefði þjóðin ekki tvívegis risið upp gegn landráða áætlunum ykkar um ofurskuldsetningu sem hefði endanlega gengið af landinu dauðu.

Og Árni Páll skilur ekkert í því að þjóðin hafi afþakkað þessa stefnu annað kjörtímabil.

Sigurður (IP-tala skráð) 1.2.2014 kl. 18:00

29 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Sveitarfélög og fyrirtæki með ríkisábyrgð þurfa tæplega 640 milljarða króna í erlendum gjaldeyri á næstu fjórum árum til að borga af lánum og greiða skuldir við föllnu bankana. Langstærstu og þyngstu afborganirnar eru vegna gamla Landsbankans."

http://www.ruv.is/frett/thurfa-640-milljarda-til-ad-greida-af-lanum

Æææææ. Úff. það er með ólíkindum skuldaklafinn sem framsjallar hafa troðið á bak þessa lands.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.2.2014 kl. 18:18

30 identicon

Ómar,

Hvað eyddi flokkurinn þinn mörghundruð miljörðum af skattfé almennings í að verja eignir ríkasta prósents landsins.

Voru það ekki einhverjir 4-500 miljarðar sem kostaði skattpíndan almenning að tryggja eigur miljarðamæringa í bankakerfinu upp í topp?

100% ríkisábyrgð á allar eignir miljarðamæringa á ykkar vakt á sama tíma og heilbrigðis og velferðarkerfið var algerlega holað að innan til að borga þetta.

Sigurður (IP-tala skráð) 1.2.2014 kl. 18:39

31 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg á engan flokk og enginn flokkur á mig.

Eg er eigi eins og þið framsjallar og þjóðrembingar sem gangið múlbundnir til ykkar verka og troðið óhæfuskuldum á herðar lands og lýðs.

Væri ykkur og nær að stanga úr tönnum yðar rassgarnarenda hvalamerarinnar er þið drukkuð áður en þið hélduð til skuldsetningrinnar og sá Matís til ykkar og undraðist að þið gerðuð slíka fúlmennsku.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.2.2014 kl. 20:03

32 Smámynd: Benedikt Helgason

Nei, nei Ómar. Samfylkingin á þig með húð og hári.

Og af þessum 640 milljörðum í erlendum gjaldeyri sem eru á gjalddaga næstu árin, þá eru 300 milljarðar vegna gjaldeyrisskuldabréfsins sem nýji Landsbankinn lagði inn í gamla bankann.

Það er hægt að segja margt um "viðskiptavit" sjallana/frammaranna eða skort á því sama. En þið samfylkingarliðar eruð hreinir hálfvitar þegar kemur að fjármálum eins og útgáfan á þessu skuldabréfi ber glöggt merki.  

Benedikt Helgason, 1.2.2014 kl. 20:25

33 identicon

Ómar,

Nýji Landsbankinn er á leið í greiðsluþrot nema honum takist að semja við gamla bankann um framlengingu á skuldabréfinu ykkar.

Það er viðurkennd staðreynd að hann getur ekki borgað það, og er í nauðasamningum nákvæmlega núna að reyna að framlengja því.

Hver heldur þú að samningsstaðan væri ef ykkur hefði nú gegn vilja 98% þjóðarinnar tekist að skella ríkisábyrgð á þessa kröfu?

Væru samningaviðræður í gangi eða væru þessir vogunarsjóðir núna á rölti um bæinn að hirða upp eignir ríkisisn upp í þessa kröfu, gætu t.d. byrjar á Keflavíkurvelli strax við lendingu og svo safnað upp eignunum á ferð sinni um borg og bý.

Eða heldur þú að þeir væru í einhverjum samningaviðræðum væri ríkisábyrgð á þessu?

Ég er enginn sérstakur aðdáandi framsóknar né sjalla, en það er allt á sig leggjandi að koma í veg fyrir að "vinstri" hroðinn komist aftur til valda og bæti í tjónið.

Sigurður (IP-tala skráð) 1.2.2014 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband