Jákvætt skref

Það er jákvætt skref að veiðigjöldin skulu vera til endurskoðunar.

Þau eru mjög óskilvirk einsog er. Dæmi eru um að það borgar sig ekki að veiða Kolmuna vegna þess að skattarnir verða hærri en ábatinn við að veiða hann. Það gerist ekki vitlausar.

Það er sanngjarnt að útvegurinn borgar aðulindagjald til þjóðarinnar. En gæta skal að sanngirni og hagkvæmni. Nú þurfa allir hagsmunaaðilar að ræða saman og komast að varanlegri niðrustöðu í þetta gamla deilumál.

hvells


mbl.is Veiðigjöld munu breytast mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Veiðigjöld leggjast einungis á hreinan hagnað, þannig skatturinn verður aldrei meiri en ábatinn.

kvl

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 30.1.2014 kl. 09:47

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Veiðar og vinnsla á kolmunna borga sig ekki eftir hækkun á sérstöku veiðigjaldi, segir framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð og sjávarútvegsfyrirtæki í sveitarfélaginu telja að hækkun sérstaks veiðigjalds á uppsjávartegundum geri það að verkum að veiðar og vinnsla á kolmunna borgi sig varla. Frestur til að senda inn umsagnir um veiðigjaldsfrumvarp ríkistjórnarinnar rann út í fyrrakvöld.

Alls var kallað eftir fimmtíu og fimm umsögnum og nú rétt fyrir hádegi hafði  tæpur fjórðungur þeirra borist. Atvinnuveganefnd Alþingis fékk til sín gesti á fundi um málið í morgun. Sérstakt veiðigjald á uppsjávarfisk, svo sem síld, loðnu og kolmunna, á að hækka úr tuttugu og sjö og hálfri krónu í rúmar þrjátíu og átta krónur á hvert þorskígildiskíló.

Í Fjarðabyggð eru mikil umsvif í þessari grein sjávarútvegsins og í umsögn sinni segir bæjarráð að hækkunin verði líklega þess valdandi að ekki verði til dæmis hagkvæmt að veiða og vinna kolmunna. Það staðfestir Gunnþór Ingvasson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Gunnþór segir ekki ganga upp ef rukka eigi 70 til 80 prósent af veiðiframlegð skipanna í veiðigjald. Stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækisins Eskju á Eskifirði taka í sama streng í sinni umsögn.

Gunnþór bendir líka á miklar sveiflur í veiðiheimildum í uppsjávarfiski sem hafi þá áhrif á afkomuna. Hann segir það fásinnu að halda því fram að fyrirtæki í þessari grein finni ekki fyrir hærra veiðigjaldi og vonast til að stjórnvöld sjái að sér. Sátt verði að nás

http://ruv.is/frett/veidigjald-rusti-kolmunnaveidum

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 30.1.2014 kl. 09:58

3 identicon

Sleggjan: Þú getur spurt þig að því hvaða hlutverki það gegnir að nota þorskígildisstuðla við útreikning á veiðigjaldi ef það "leggst bara á hreinan hagnað".

Svarið er að þetta er ekki sambærilegt. Hagnaður mælir debet og kredit. Þorskígildi mælir bara debet en ekki kredit. Þ.e. verðmæti, en ekki kostnaðinn við að sækja þau verðmæti.

Lausnin væri hugsanlega að búa til kostnaðarígildi fisktegundar og nota það saman við þorskígildið til að meta skynsamlega skattheimtu. Þá værirðu kominn með sambærilegan mælikvarða.

...en þá er spurningin, afhverju er þetta ekki bara metið út frá beinni afkomu og þorskígildisstuðlum bara sleppt enda fáránlegt að nota það til að byrja með.

Lykilatriðið er að þorskígildi endurspeglar verðmæti, en tekur ekki mið af kostnaði við að sækja það verðmæti.

...en eins og staðan er í dag þá hafa þau stjórnvöld sem komu þessu veiðigjaldi á skaðað samfélagið með þessari skattheimtu. Með veiðigjöldunum er verðmætasköpun úthýst með því að gera ákveðin form og tegundir útgerðar óhagkvæm og þeim því sjálfhætt.

Steðjinn (IP-tala skráð) 30.1.2014 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband