Meðvitaðir um launaskrið og verðbólgu

Vona að kennarar verði hófsamir í sínum kröfum.

Gott viðmið eru kjarasamningar milli ASÍ og SA upp á tæp 3% verbólgu. Það tryggir stöðugleika í efnahagslífi. 

Kennarar eru stór stétt þannig laun þeirra hafa áhrif á efnahagskerfið hérna á klakanum.

 

Eins og kennarar segja, þá eru þeir menntaðir, þannig ég trúi ekki öðru en þeir geri sér grein fyrir þessu og hafa þá þekkingu til þess að stilla kröfum sínum í hóf, eða hvað?

 

 

Sambandi við menntun þeirra. Það er víst skylda að hafa mastersgráðu. Það voru stór mistök, innifalið í kröfum þeirra geta verið ákvæði um að stytting náms niður í 3 ár. Þá geta kennarar farið fyrr inn á vinnumarkað og aflað tekna fyrir sjálfan sig og fjölskyldu.

kv

Sleggjan


mbl.is Kennarar eru að brýna hnífana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Laun kennara í Sviss. Meðaltölur.

Grunnskóli: 812.500 mánaðarlaun.

Leikskóli: 758.000 mánaðarlaun.

Framhaldsskóli: 1.137.500 mánaðarlaun.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 16:13

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Haukur

Marklausar tölur. Fyrir gengisfallið þá voru Svisslendignar á helmingi lægri launum eða hvað?

Þessi háu laun skýrist á gengisfallinu.

Annars geta framhaldskólakennarar sýnt fram á greind þeirra með því að semja hóflega.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 29.1.2014 kl. 16:24

3 identicon

Hvells,

Það eru þínar tölur sem eru marklausar, þ.e. að miða við gengið fyrir hrun sem allt fullorðið fólk veit að er fullkomlega galið viðmiðunargengi.

Gengið eins og það er í dag er mun nær raungengi krónunnar, það má ekki vera sterkara næstu árin til að þjóðarbúskapurinn geti verið sjálfbær.

Það er búið að vera botnlaust launaskrið frá hruni, og er enn.

Nema bara að það launaskrið er allt hjá launahópnum sem er með yfir hálfa miljón á mánuði í laun.

Stöðugleikinn verður ekki fenginn með því að viðhalda endalausu launaskriði hjá hátekjuhópnum og heimta á sama tíma að fólkið með 2-300 þúsund sýni ábyrgð og afþakki launahækkanir.

Sammála þér samt með að það eigi að stytta kennaranámið aftur, það er ekkert með það að gera að hafa þetta nám í 5 ár, sérstaklega þegar enginn er tilbúinn að borga laun m.v. 5 ára háskólanám.

Sigurður (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 16:30

4 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Það eru ekki kennarar sem búa til verðbólguna.

Verðbólgan er hluti af hagkerfinu sem við notum.

Launþegar sem þurfa hækkun á sínum launum eins og allir aðrir til að halda í við verðhækkanir á öllu, það sem kallað er verðbólga á venjulegri íslensku.

Í hóflegri verbólgu eru hóflegar launakröfur. Þær verða alltaf í beinum takti við verðbólgu á hverjum tíma fyrir sig.

Kröfur um launahækkun eru afleiðing.

Orsökin er verðbógan.

Kennarar eru ekki fávitar og vita þetta vel og það þýðir ekkert að reyna að bulla í þeim.

Baldvin Björgvinsson, 29.1.2014 kl. 16:33

5 identicon

Hrafnkell Tumi er að tala um framhaldsskólakennara. Þeir þurfa amk. BA + kennsluréttindanám.

 Þessi  3 og 5 ár sem þú minnist á eiga við grunnskólakennara.

Hugsa að framhaldsskólakennarar gætu alveg sætt sig við 3% launahækkun ef jafnframt verður samið um það að á samningstímabilinu verði laun þeirra leiðrétt til samræmis við aðra BHM menn hjá ríkinu. Þar hefur verulega dregið í sundur með fólki í sömu stétt. T.d. viðskiptafræðingar eða náttúrufræðingar sem kenna í framhaldsskóla eru með mun lægri laun en viðskiptafræðingar eða náttúrufræðingar sem vinna hjá öðrum ríkisstofnunum. Þar stendur hnífurinn í kúnni. 

Soffía (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 16:34

6 identicon

Góð færsla Vilhjálms Birgissonar um launaþróun frá hruni, annars vegar umsamdar hækkanir í kjarasamningum, og svo launaþróun í landinu.

Launavísitalan hefur hækkað helmingi meir en samið var um í kjarasamningum, þannig að það eru EKKI HÆKKANIR í kjarasamningum sem valda þessu launaskriði.

"Varðhundum verðtryggingar er afar tíðrætt um að laun hækki yfirleitt umfram hækkun á neysluvísitölunni og nefna ætíð máli sínu til stuðnings hækkun á launavísitölunni í því samhengi.

Skoðum þetta aðeins, neysluvísitalan hefur frá 1. janúar 2008 til dagsins í dag hækkað um 48,4% á sama tíma hefur launavísitalan hækkað um 40,2%. Þetta þýðir að frá 1. janúar 2008 til dagsins í dag hefur orðið kaupmáttarskerðing samkvæmt launavísitölunni uppá 8,2%.

En hverjar skyldu almennar kjarasamningsbundnar launahækkanir samkvæmt kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði vera frá 1. janúar 2008? Jú, þær nema einungis 24,6% til dagsins í dag og eru þær eru langtum minni heldur en launavístalan.

Þetta þýðir að kaupmáttarskerðing launafólks sem einungis hefur fengið umsamdar kjarasamningsbundnar launahækkanir er 23,8% frá árinu 2008 til dagsins í dag. Það liggur fyrir að það launaskrið sem er í íslensku samfélagi nær yfirleitt bara til efri laga í íslensku samfélagi.

Í ljósi þeirrar bláköldu staðreyndar að kjarasamningsbundnar launahækkanir eru langtum lægri en sem nemur hækkun á launavísitölunni, þá frábið ég mér það að varðhundar verðtryggingarinnar skuli halda því fram að laun allra hækki í takt við hækkun á neysluvísitölunni."

Sigurður (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 16:35

7 identicon

Apropo verðbólga.

Í maí 2003 tók ég á leigu íbúð í Sviss. Í dag, 11 árum seinna, hefur leigan ekki haggast, ekki hækkað um einn Franka.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 16:42

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@Baldvin

Kennarar eru hluti af hagkerfinu sem við búum í. Ásamt launamönnum á almennum markaði undir ASÍ.

Orsok, afleiðing launahækkanna. Algjörum villigötum.

Vona að þú sért ekki framhaldsskólakennari því ég hélt fram í færslunni að þeir væru skarpir og höfðu skilning á þessu. Kannski hafði ég rangt fyrir mér.

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 29.1.2014 kl. 18:10

9 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Það ert þú sem skilur ekki hið einfalda lögmál um orsök og afleiðingu, þú sem þorir ekki að tjá þig undir nafni. "Sleggjan og Hvellurinn".

kv. BB

Baldvin Björgvinsson, 29.1.2014 kl. 18:23

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það kemur mér mjög á óvart að þú þorir að tala undir nafni og þar með opinbera þessa fávisku þína

Ef þú vilt vita eitthvað um málið þá hvet ég þig til að lesa þetta

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 29.1.2014 kl. 19:11

11 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ath.

Kennarar segjast hafa dregist afturúr m.v. "viðmiðunarhópa hjá ríkinu".

Hverjir eru þessir "viðmiðunarhópar"?

Er verið að bera saman epli og epli, hvort sem er við það sem gengur og gerist erlendis sem og hér heima enda ólíkt að fá afslátt af vinnuskyldu síðustu 15 ár starfsaldursins, sem N.B. ætti að vera 17 ár.

Óskar Guðmundsson, 29.1.2014 kl. 19:24

12 identicon

Auðvitað ættu kennarar að taka á sig launalækkun til þess að koma í veg fyrir verðbólgu. Það ætttu allar aðrar fjölmennar stéttir að gera líka svo að hinar fámennu geti nú hækkað enn meir. Svo mætti gera algjöra eignaupptöku hjá slefandi sjallabjálfum.

imbrim (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 19:43

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

það er enginn að tala um launalækkun

heldur hóflega launahækkun

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 29.1.2014 kl. 22:57

14 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Bjarni Freyr Borgarsson, ég gef ekki mikið fyrir orð manns sem þorir ekki að koma fram undir sínu eigin nafni.

En um ábendingar þínar hef ég aðeins það að segja að svo mælir hver sem hann hefur vit til.

Kveðja, Baldvin Björgvinsson.

Baldvin Björgvinsson, 30.1.2014 kl. 12:09

15 identicon

Einhverjir verða að sýna hógværð svo launahækkanir þessara brenni ekki upp í verðbólgu.

http://www.vb.is/frettir/71834/

Sigurður (IP-tala skráð) 30.1.2014 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband