Miðvikudagur, 29. janúar 2014
Möppudýrin að hindra hagvöxt og atvinnu
Það er sorglegt þegar möppudýrin í "kerfinu" taka sig til.
Þeir hafa almennt séð andúð á atvinnulífinu enda hafa þeir kosið að fara á ríkisjötuna.
hvells
![]() |
Ameríkuflug WOW air í uppnám |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Isavia gengur erinda einokunarfyrirtækisins Icelandair, sem á síðustu öld eignaði sér flugstöðina og gerði allt til að koma í veg fyrir samkeppni til að geta áfram okrað á farþegum (aðallega íslenzkum farþegum). Allt saman með blessun spilltra ráðherra.
Bæði Isavia og Icelandair eru óþverrafyrirtæki sem þyrfti að refsa harðlega.
Pétur D. (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 12:48
magnað að þú sjáir ekki að raunverulega vandamálið þarna eru gífurleg ítök einkafyrirtækisins icelandair.
þetta er það sem gerist þegar að "möppudýrin í kerfinu" geta ekki tekið á.
tryggvi (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 13:06
Þetta skrifast allt á Isavia og áfríunarnefnd.... ekki Iceland air.
Þessi möppudýr eiga bara ekkert að haga sér svona.
Hinvegar er hlutverk Iceland air að hámarka hagnað hluthafa. Og ef möppudýrin kunna ekki að vinna vinnuna sína þá er möguleiki að misnota þessa aðstæðu.
Möppudýring geta skýlt sér á bakvið IcelandAir. Það er af og frá.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 29.1.2014 kl. 13:19
*geta ekki skýlt sér bakvið
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 29.1.2014 kl. 13:20
AirPort coordination Denmark sjá um úthlutun brottfarartíma fyrir kefflugvöll og hafa gert í áratugi. Fyrirtækið er að hluta í eigu IATA. Þegar plássin eru úthlutuð flugrekanda, heldur hann þeim svo lengi sem nýtingin er yfir 80%, ef það fer undir 80% gæti slotthafi misst réttinn. Ekki er hægt að segja "handhafa brottfarartímans" upp plássinu. Airport Coordination DK sjá um úthlutun á öllum alþjóðaflugvöllum í Skandinavíu. ISAVIA hefur ekki þennan úthlutunarrétt í sínum höndum. www.airportcoordination.com
Jónas Arnars (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 13:26
Viljið þið öll gjöra svo vel að skoða hvað er búið að segja við Wow á hinum endanum, já í bandaríkjunum áður en allir fara trúa einhverju samsæri um Icelandair og ISAVAIA. Wow fær ekki pláss í USA, það er stóra málið sem engir nennir að skoða hvorki blaðamenn né þið.
Elias (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 13:44
Hvað með möppudýrin í innanríkisráðuneytinu hjá Hönnu Birnu?
Er það bara í lagi, því þar var verið að níðast á blásnauðum heimilislausum blökkumanni. Ekki einu sinn kirkjan, ríkiskirkjan rétti honum hjálparhönd.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 14:01
Það er rétt Haukur. Möppudýrin allstaðar í kerfinu eru að spila rassinn úr buxunum.. þessvegnar er mikilvægt að hagræða þarna
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 29.1.2014 kl. 14:08
Það er einfalt að leysa þetta á farsælan hátt, leggja bara niður einkafyrirtækin og reka góð ríkisfyrirtæki sem gera þetta á hagkvæman hátt fyrir land og þjóð
Einar Viðarsson (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 14:14
elías hvar hefurðu séð þessar fréttir varðandi wow í usa?
þetta er ekki í fyrsta skipti sem það eru fréttir af því hvað icelandair nýtur mikilla forréttinda á flugvellinum. man eftir fréttum síðan á tíunda áratugnum.
einokunarstaða icelandairs í alltof mörg ár reynist samkeppnisaðilum og þar af leiðandi almenning dýrkeypt (ekki beintengt við þessa frétt). búinn að fá alls konar ríkisaðstoðir til að verða að því sem þeir eru.
svo fara ríki, borg og bæjarfélög í kynningarstarfsemi og eitt flugfélag hirðir ágóðann af fólksflutningi. það er alveg eins hægt að vera með ríkisfyrirtæki þegar það er svona mikil fákeppni.
tryggvi (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 15:14
Auðvitað skrifast þetta ekki á Icelandair, þeir mega reyna sitt.
Isavia ber skylda til að hafa hemil og framfyljga lögum.
sleg
Sleggjan og Hvellurinn, 29.1.2014 kl. 15:16
Löngu fyrirséð að ekkert yrði úr Ameríkuflugi WOW og það hefur ekkert með slot mál í Keflavík að gera. Það hentar hinsvegar Skúla að gera það mál að blóraböggli. Isavia er vandræðabatterí á allan hátt og hugsar bara um verslunarrekstur.
Staðreyndin um WOW er hinsvegar sú að það var svo langt komið fram á veturinn þegar leyfi fékkst frá USA (DOT). Þá átti eftir að ákveða hvaða flugvélum ætti að fljúga, A320 hentar ekki vel og það hefði verið WOW mjög dýrt að hefja rekstur t.d. B757 til viðbótar. Of stuttur tími til vors (sölutími) og mikill kostnaður skýra þetta.
Hvumpinn, 29.1.2014 kl. 15:33
Einar
LOL
góður
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 29.1.2014 kl. 16:21
Alltaf er bloggmenningin eins :
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2014/01/29/isavia_kemur_ekki_ad_uthlutun_afgreidslutima/
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 16:22
Daginn.
Ástæðan er sú að WOW air ákvað að sækja um slott á sömu tímum sólahringsins og Icelandair hefur að því virðist til að skapa moldviðri.
Icelandair er með brottfaratíma sína aðallega tvisvar á sólarhring. 06-08 á morgnanna og 15-17. Eitthvað sem ákveðið var fyrir árum eða áratugum síðan. Af hverju á WOW að geta kært sig inn á akkúrat sömu tímana einungis vegna þess að þeir séu nýir á markaðnum. Það eru fleiri klst í sólarhringnum en akkúrat þessir fjórir.
Aðalástæðan fyrir því að WOW er að hamra á þessu núna í fjölmiðlum er að þeir ætluðu sér að fara af stað með flug á Boston og New York. Hinsvegar fengu þeir ekki"slott" inn á New York af hálfu erlendra yfirvalda. Varlega má áætla að ekki borgi sig að fljúga einungis inn á Boston. WOW þarf leið út úr þessum vanda og eru því að hamra á Isavia.
Hlutlaus úthlutunarstjóri sér um þessa úthlutun en ekki Isavia né hefur Samkeppniseftirlitið neitt um þetta að segja. Hægt er að lesa sér til um hvernig þetta virkar á http://airportcoordination.com/
Nafnlaus (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 17:49
það kemur skýrt fram í fréttinni að þessi tími er eina sem virkar þegar kemur að tengiflugi
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 29.1.2014 kl. 19:13
Þetta er svo mikið bull í honum Skúla. Ef WOW er ekki betur að sér í úthlutunarreglum IATA þá þurfa þeir heldur betur að fara að kynna sér þær betur. En það sem ég held að sé líklegra að WOW ætli sér að komast inní tenginet Icelandair frá Evrópu. Enda net Icelandair mjög þétt, en WOW netið mjög lítið til að fylla vélar þeirra til Ameríku.
Af hverju getur WOW annars ekki bara haft sinn afgreiðslutíma á öðrum tímum og geta þá haft flugstöðina alveg útaf fyrir sig? Nei það er fleira í þessu nefnilega, annaðhvort er þetta væl bara til að slá ryki í augun á fólki eða að þeir reyna að væla sig inní tenginet Icelandair.
Og svo kemur Skúli reglulega, vælir í fjölmiðlum og reynir að slá ryki í augun á fólki með væli um samkeppni ofl.
Dabbi (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 19:37
Sleggjan og Hvellurinn, það er ekki rétt. Þeir þyrftu bara að breyta brottfarartímum sínum á morgnana líka til Evrópu til að stilla þessu upp. Væri mikið gáfulegra fyrir þá, en það býr þarna eitthvað fleira undir greinilega
Dabbi (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 19:40
Brottfarartímar til Evrópu að morgni til ráðast af tengiflugsmöguleikum á flugvöllum á lendingarstað, en þar eru brottfarir á ákveðnum föstum tímum. Ætli flugfélag sem flýgur frá Íslandi að geta boðið tengingar áfram þarf það að fljúga á sömu tímum og Icelandair. Þessi skorða ákvarðar því líka á hvaða tímum flugfélög þurfa að fljúga vestur um haf til Bandaríkjanna, ætli þau sér að bjóða farþegum sínum tengiflug áfram. Það er því vel skiljanlegt að WOW hafi einungis áhuga á þessum tímum. Þetta er bara eina viðskiptamódelið sem virkar í millilandaflugi frá Íslandi.
KIP (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 21:27
Það er flug til og frá þessum flugvöllum í Evrópu 18-20 tíma sólarhringsins.
WOW er ekki með neina samninga um tengiflug frekar en Iceland Express, og ef flugi seinkar eru þeir farþegar sem hafa bókað sér tengiflug á eigin báti aftur rétt einsog var með Iceland Express.
Þar fyrir utan er t.d. Icelandair með annað svona net á sumrin.. þ.e. brottfarir frá KEF til Evrópu rétt eftir miðnætti 00-02 og til USA rétt fyrir hádegi 10-12.
Svo ég sé ekki af hverju WOW ætti ekki að geta verið með sínar brottfarir til Evrópu/USA aðeins seinna eða fyrr en Icelandair.
Svo þessar fullyrðingar hjá þér KIP standast einfaldlega ekki
Dabbi (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 23:29
Ef þetta væri ekkert mál Dabbi, þá myndi það heldur ekki skipta Icelandair neinu máli þótt svo að þeir væru aðeins seinna á ferðinni á morgnanna. Flug frá t.d. London og Frankfurt hefst á ákveðnum tímum á morgnanna og það skiptir einfaldlega máli að komast á réttum tíma inn á þessa velli. Ég bendi á í því sambandi að brottfarir Icelandair á morgnanna í KEF breytast í samræmi við breytingar á sumar og vetrartíma.
Samningar milli flugfélaga skipta auðvitað engu máli ef það er ekki raunhæft að ná tengiflugi og þeir eru heldur ekki endilega nauðsynleg forsenda þess að fólk fari áfram í tengiflug.
Það getur svo sem vel verið að öðruvísi rútur gangi upp fyrir flug til og frá Íslandi, bæði vestur og austur, en það er alveg ljóst að bestu rúturnar eru þær sem Icelandair er að stilla sig inn á. Og til að WOW geti keppt við Icelandair þarf það flugfélag að geta boðið samkeppnishæfa vöru.
Já, það er rétt hjá þér að Icelandair bætir við flugi á öðrum tímum yfir sumartímann en boðið er upp á í reglulegri flugáætlun, enda ekki um samskonar þjónustu að ræða þar og annan markhóp.
KIP (IP-tala skráð) 30.1.2014 kl. 00:20
Því miður er það svo að flest tengiflug frá Boston eftir kl.21
eru international, sjá hér
http://www.flightstats.com/go/FlightStatus/flightStatusByAirport.do
og sama er með New York, sjá hér
http://www.flightstats.com/go/FlightStatus/flightStatusByAirport.do
Ef þú villt vera í þessum buisness uppá að bjóða tengiflug þá þarftu
að vera lentur kl.18 svo farþegar geti nýtt sér þau tengiflug sem í boði
eru innan USA. Ef þú nærð ekki tengiflugi fyrir kl 21 þarftu að bíða til
morguns. Þetta er aðalástæðan af hverju menn vilja fljúga á
þessum tímum.
M.b.kv.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 30.1.2014 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.