Eðlilegt skref

Það er að sjálfsögðu ekkert sjálfgefið að ÍLS á að renna inn í Landsbankans sjálfkrafa.

Það á að selja ÍLS á frjálsum markaði og við eigum að fá sem hagstæðast fyrir lánasafnið.

Ef við þurfum bara að leggja 100milljarða í meðgjöf þá erum við heppinn.

Þessir 100milljarðar eru bara kostnaður sem við almenningur tökum á okkur fyrir að hafa kosið Framsóknarflokkinn. Enda var þetta sá flokkur sem hefur stjórnað ÍLS frá stofnun.

Svo á að færa "félagslega hlutverk" ÍLS í Byggðarstofnun. Sú stofnun mun þá lána á eignir útá landi þar sem bankarnir vilja ekki lána.

hvells


mbl.is Kostar yfir 100 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Nei að sjálfsögðu vilja bankarnir ekki lána fólki úti á landi. Allt tapið á húsnæðislánunum þeirra var ættað utan af landi ekki satt?? Þar sem húsnæðisbólan mallaði og gerjaðist í risastórt svarthol....

Sindri Karl Sigurðsson, 28.1.2014 kl. 14:34

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Bankarnir lánuðu ekki á landbyggðinni. Það var Íbúðarlánasjóður sem var mikið í því. Það endaði með hörmungum og við þurfum að borga 100-200 milljarða með sjóðnum í sölunni. Og við höfum þegar eytt 50milljörðum af skattfé í ÍLS. 

Þetta er meira en allt sem fór í viðskiptabankana til samans.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 28.1.2014 kl. 15:00

3 identicon

Hvells,

Íbúðalánasjóður er og hefur alla tíð verið rekinn eftir lögum og reglum sömdum á Alþingi.

Forstjóri og stjórn sjóðsins ræður nánast engu um útlánareglur, lántshlutföll né nokkuð annað sem varðar rekstur sjóðsins, allt ákveðið á Alþingi.

það var t.d. alveg með hreinum ólíkindum að lesa nýlega rannsóknarskýrslu um sjóðinnn þar sem Forstjóri sjóðsins var harðlega gagnrýndur fyrir að fara út í 90% lánin, eins og hann hafi ráðið einhverju um það?

Það hefur sjaldan verið gefið út á prenti annað eins bull og sú skýrsla, sem var uppfull af rangfærslum og misskilningi ílla upplýsts fólks.

Sigurður (IP-tala skráð) 28.1.2014 kl. 17:31

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sigurður

Ekkert af þessu sem þú sagðir tengist þessari færslu. Og þú ert ekki að segja mér neitt nýtt.

Svo var enginn að pönkast í forstjóra sjóðsins.... flestir voru að pönkast í Framsóknarflokknum og þeirra glórulausu stefnu þeirra í húsnæðismálum og skýrslan var mjög góð... fyrir utan rangfærslur Þór Saari... sem var reyndar aukaatriði.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 28.1.2014 kl. 19:09

5 identicon

Hvells.

Þú talar um að staða sjóðsins sé kostnaðurinn af því að hafa kosið framsókn, því hann hafi alla tíð stjórnað sjóðnum.

Þess vegna er ég að benda þér á að það skiptir engu hver stjórnar sjóðnum, hann starfar bara eftir þeim lögum sem Alþingi setur.

Og á Alþingi hefur ekki verið neinn ágreiningur um stefnu eða útlánastefnu sjóðsins þannig að þessar fullyrðingar þínar bara hreinlega standast ekki.

Staða sjóðsins er Alþingi að kenna fyrir að hafa aldrei frá stofnun lýðveldisins getað haft uppi hagstjórn eins og hjá siðuðum ríkjum.

Ef þú vilt kenna einhverjum einum flokki um það umfram aðra að þá er það Sjálfstæðisflokkurinn því hann hefur leitt landstjórnina mest alla tíð.

Ekki að það skipti neinu máli varðandi íbúðalánasjóð, því eins og áður sagði hafa allir flokkar Alþingis verið sammála um stefnu íbúðalánasjóðs og henni hefur ekkert verið breytt, sama hvaða flokkar sitja við ríkisstjórn.

Sigurður (IP-tala skráð) 28.1.2014 kl. 20:22

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Vandræði íls skrifast á xb.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 29.1.2014 kl. 00:32

7 identicon

Þú getur fullyrt þetta eins oft og þú villt, en á meðan það fylgja engin rök, að þá er þetta bara enn eitt bullið í þér.

Sigurður (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband