Þriðjudagur, 28. janúar 2014
Brilliant
Í stað þess að taka lán sjálfur
Þá stofnaði hann ehf og lét það falla.
Hans persónulega kennitala er hrein og fín
Þetta var snilldin fyrir hrun
hvells
![]() |
Skiptum á búi Hreiðars Más lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er ekkert nýtt í því hér á Íslandi að hlutafélög fari á hausinn án þess að hluthafar séu rukkaðir. Hversu margir gráðugir bjartsýnismenn í þinni götu áttu hlutabréf í föllnum fyrirtækjum og bönkum og hafa ekki fengið neinn reikning?
Oddur zz (IP-tala skráð) 28.1.2014 kl. 12:40
Hvað eru menn að atast í greyinu honum Hreiðari Má, persona non grata.
Eru ekki silfurskeiðungarnir, formenn Hrunflokkana, báðir vellauðugir án þessa að hafa skapað einhver verðmæti, né dýpt hendinni í kalt vatn.
Eru menn búnir að gleyna Kögunar- og Vafnings-braskinu?
Jú, það bendir margt til þess.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.1.2014 kl. 12:56
Fólk er Stokkhómsheilkennt í meira lagi.
Sigurður Haraldsson, 28.1.2014 kl. 12:58
Þessvegna er furðulegt að sjá sjalla og fleiri enn vera að tala um að eftirlit eigi að vera sem minnst. Eg held að sjallar (skulum nú ekki minnast á framsóknarfjósið) þurfi að fara á námskeið og læra hvað bankar eru.
Bankar þurfa alltaf strangt eftirlit og ríkisvaldinu ber skylda til að sjá um að það eftirlit sé til staðar og effektíft.
Bankar geta verið eins og tryllitæki. Og ætla sjallar ekki að hafa neitt eftirlit með tryllitækjum??
Eftirlit kostar vissulega - en kostnaðurinn er miklu meiri ef ekkert eftirlit er. Sem dæmin sanna.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.1.2014 kl. 13:40
Sökin er að sjálfsögðu bankans... að hafa lánað fyrirtæki fyrir hlutabréfum í sjálfum sér án ábyrgðar.
Í raun var það hluthafar bankans sem voru ekki vakandi. Þeir áttu að selja bréfin sín í Kaupthing um leið og svona vitleysa komst upp.
Aðhaldið á að koma frá hluthöfum...... en þegar þetta raunberðis þá voru bara lífeyrissjóðir og stöku leigubílstjórar sem áttu í þessum "uppvaknings" banka
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 28.1.2014 kl. 13:40
Sökin er líka ríkisvaldsins að útbúa ekki og sjá til að væri effektískur eftirlitsramma um þessi tryllitæki.
Ríkisvaldið ber ábyrgð gagnvart samfélaginu og almenningi. Bankar eru þess eðlis að geta valdið almenningi og samfélaginu stórskaða.
Þetta er það fyrsta sem íslendingar verða að læra af hruninu - EN - og þessu hef eg nefnilega tekið eftir - að fáir virðast átta sig á þessu atriði og hafa ekkert lært af hruninu.
Þessvegna má sjá teikn á lofti, váleg, um að sama vitleysan sé í uppsiglingu hér og var fyrir hrun.
Þetta er nefnilega málið sko, að maður hefur oft orðið var við að margir íslendingar eins og heimti 2007 aftur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.1.2014 kl. 13:57
Oddur zz, almenningur fekk ekki 100% lanveitingu fra bankanum sjalfum til kaupa a hlutabrefum i bankanum... og thad an nokkurra veda.
I thvi liggur munurinn.
Alli N (IP-tala skráð) 28.1.2014 kl. 14:31
Alli N, þau eru mörg hlutafélögin og fjármálastofnanirnar sem almenningur átti hlutabréf í sem fengu óeðlilegar fyrirgreiðslur hjá bönkunum. Á að senda þeim hluthöfum reikning? Eða á bara að velja úr þá hluthafa sem þér er illa við?
Oddur zz (IP-tala skráð) 28.1.2014 kl. 14:47
eftirlitsiðnaðurinn mun aldrei virka
sama hversu mikla peninga sem við hendum í þessa botlausu hít þá mun starfsmenn á einkamarkaði ávalt vera einu skrefi á undan..... sem dæmi var FME bara upphitunardeild fyrir bankana.. og þeir sem voru í FME voru ekki nógu hæfir fyrir bankana.
Markaðurinn er bestur til að veita aðhald.
Ef hluthafar veita ekki aðhald.... þá eiga þeir skilið að tapa öllu sínu
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 28.1.2014 kl. 16:40
Hluthafar verða þá að hafa aðgang að öllum upplýsingum, það fengu þeir ekki, t.d. fengu ekki að sjá lánasafn bankans eins og hvellurinn er að lýsa (fengu ekki aðgang að gögnum þar sem ehf fengu lán hægri vinstri).
Rökin detta eiginlega dauð niður þarna.
Kemur ekkert allt fram í ársreikningi.
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 29.1.2014 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.