Framsókn í hnotskurn

Framsókn er popúlískur lýðskrumaraflokkur sem fær helst atkvæði fram gandlausu ómenntuðu fólki á landsbyggðinni.

Stóra lausn framsóknar á áttunda áratugnum var að koma á verðryggingunni. Ólafur Framsóknarmaður kom verðtryggingunni á koppinn og kallast þau Ólafslögin.

Stóra lausn framsóknar árið 2003 voru 90% verðtyggð lán. Þá var verðtryggingin ekki vandamál enda vildi Framsóknarflokkurinn að sem flestir Íslendingar tækju verðtryggt lán. Þeir auglýstu það grimmt fyrir kosningar og þetta var þeirra stærsta kosningaloforð.

Skuldaniðurfelling verðtryggða lána var svo stóra kosningaloforð Framsóknar árið 2013. Þeir lofuðu því að fella niður verðtryggð lán. Bæði vegna verðtryggingarinnar sem þeir sjálfir settu í lög á áttunda áratugnum og svo vegna þess að alltof mörg heimili eru ofurskuldsett eftir að hafa tekið 90% verðtryggt lán í góðærinu....  með hjálp Framsóknar.

Nú er stóra lausn Framsóknar að afnema verðtryggingu sem þeir sjálfir settu á og lokast þá hér með hringurinn.

Sannkölluð hringavitleysa og bara lítið dæmi um hversu popúliskur þessi flokkur er. Engin prinsip bara lýðskrum. Það er með ólíkindum hvernig þessi flokkur sé ennþá að mælast með fylgi.

 hvells


mbl.is Hægt að afnema verðtrygginguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

XB kom líka í gegn 40 ára jafngreiðslulánunum, hinn "eitraði kokteill",,,til þess að gefa "öllum færi á að eignast þak yfir höfuðið".

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 27.1.2014 kl. 21:08

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Segir það ekki mest um þá sem kjósa þá ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.1.2014 kl. 21:45

3 identicon

Auðvitað voru Ólafslögin vanhugsuð.

En samt sem áður var farin sú geðveikislega leið að láta alþjóðlegum fjármálamörkuðum um að ákvarða virði krónunnar eftir að fjármagnsflutningar voru gerðir frjálsir.

Held satt að segja að ómenntað landsbyggðarfólk hafi neitt með það að gera.

Það var flokkur sem slær Framsókn við í lýðskrumi.

LTD (IP-tala skráð) 27.1.2014 kl. 23:00

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ltd

Ertu að verja þessa vitleysu?

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 28.1.2014 kl. 09:09

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það hefur verið sagt oft á Íslandi að mikla nauðsyn bæri til að moka framsóknarfjósið.

Það eru villustígir, að mínu mati.

Það sem þarf að gera er að moka burt framsóknarfjósinu út í hafsauga.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.1.2014 kl. 09:19

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

jöfnun atkvæða á landsvísu er fyrsta skref

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 28.1.2014 kl. 11:49

7 identicon

Er hvellurinn á móti afnámi verðtryggingarinnar?

Sigurður (IP-tala skráð) 28.1.2014 kl. 12:38

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Talandi um lýðskrum.

Ætlaði sjálfstæðisflokkurinn ekki að afnema stimpilgjöld?

Í staðinn færði hann þau frá þeim sem taka lán til fasteignakaupa yfir á þá sem kaupa fasteign fyrir eigið fé, og bjó þannig í reynd til nýjan skattstofn sem er eigið fé húsnæðiskaupenda. Svo fá fyrstu kaupendur ekki lengur undanþágu frá stimpilgjaldi heldur þurfa framvegis að borga helming þess.

Ef ég man rétt lofaði Sjálfstæðisflokkurinn líka engum nýjum sköttum...

Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2014 kl. 18:00

9 identicon

Alls ekki Hvellur minn, ég læt ekki pólitíkina trufla skynsemina, staðreyndir tala sínu máli.

LTD (IP-tala skráð) 28.1.2014 kl. 20:45

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er á móti stimpilgjöldum. Megi XD fá skömm í hattinn fyrir að svíkjast undir því að afnema þau.

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 29.1.2014 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband