Mánudagur, 27. janúar 2014
Vúdú hagfræði
Þetta er einfaldlega vúdu hagfræði í anda Keynes.
Menn eru ekki að "borga lægstu laun einsog þau komast upp með"
Laun ræðst að framboð og eftirspurn. Já... það eru til "markaðslaun"... þessvegna eru tæknimenntaðir í góðum málum. Þar er eftirspurning meira en framboðið og þar af leiðandi geta þeir krafist hárra launa.
Maður nær ekki hagsvexti með eyðslu.... það er vúdu hagfræði.
Svo er einkennilegt að tala niður tækninýjungar... sérstaklega frá stjórnarformann Google.
Hann vill semsagt að við gröfum skurði með skeiðum í staðinn fyrir gröfum til þess að "skapa fleiri störf"
hvells
![]() |
Lág laun ástæðan fyrir litlum hagvexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Flott færsla hjá þér.
Menn reyndu þetta einmitt í kreppunni miklu í USA, héldu launum uppi eins lengi og menn frekast gátu. Þrýstingur um þetta kom frá Hoover (þeim sem byrjaði á New Deal og Roosevelt hélt síðan áfram sömu vitleysunni). Það sem gerðist auðvitað var að hagnaður fyrirtækja nánast hvarf og svo fóru þau á hausinn. Ætli slíkt sé gott fyrir atvinnuástand og kaupmátt?
Því fyrr sem þetta bull frá Keynes verður kveðið í kútinn þeim mun betra - hagfræði Keynes varð hugmyndafræðilega gjaldþrota á 8. áratug síðustu aldar og það verður mannkyninu dýrkeypt að fatta það ekki :-(
Það greinilegt að jafnvel öflug og flott stórfyrirtæki eignast lélega stjórnarformenn með afar takmarkaðan skiling á hagfræði. Það er hins vegar í lagi, Google borgar fyrir þessa vitleysu en ekki almenningur.
Helgi (IP-tala skráð) 27.1.2014 kl. 12:09
Sammála því
En Franklin D. Roosevelt á New deal alveg skuldlaust.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 27.1.2014 kl. 12:31
@2: Nei, ekki alveg. Hoover byrjaði á henni og Roosevelt gekk síðan enn lengra með hana.
Það sýnir betur en nokkuð annað hve illa opinber afskipta virka. Opinberu afskiptin byrjuðu i júní 1930. Atvinnuleysi var 9% í des 1929 en var orðið 6% í júní 1930. Stjórnmálamenn reyndu að leysa vanda sem var þegar langt kominn með að leysa sig sjálfan. Eftir þessar björgunaraðgerðir stjórnmálamanna var atvinnuleysi alltaf í tveggja prósentu stafa tölu út þennan áratug. Hvernig hægt er að lofa og prísa New Deal er algerlega beyond me en ég var auðvitað einn af mörgum sem var heilaþveginn á þessu í menntaskóla.
Hérlendis væri hægt að búa til mikið framfararskeið og eyða atvinnuleysi og hækka öll laun á skömmum tíma ef eftirfarandi yrði gert:
1) Fara með tekjuskatt, fyrirtækjaskatt og vsk niður í 9%. Lækka hann síðan seinna niður í 5%.
2) Skera niður á fjárlögum ríkisins um 25% á ári á hverju ári út þetta kjörtímabil (og helst út næsta kjörtímabil líka)
3) Ráðast í víðtæka einkavæðingu í t.d. í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu svo tvö dæmi séu tekin
Ef skattar væru lækkaðir svona mikið á einu bretti myndi það virka sem vítamínsprauta fyrir efnahagslífið. Í lok þessa kjörtímabils væri kaupmáttur almennings orðin miklu meiri en hann er í dag og atvinnuleysi nánast óþekkt. Erlend fyrirtækju myndu koma hingað vegna lágra skatta. Slíkt myndi leiða til innstreymis gjaldeyris og mörg störf yrðu til. Laun myndu líka hækka vegna meiri eftirspurnar eftir launamönnum.
Hér er hægt að snúa öllu við á 1-3 árum. Vandinn er að menn eru sífellt að hengja sig í Keynsisma og halda í fúlustu alvöru þrátt fyrir mýmörg söguleg dæmi um hið gagnstæða að hið opinbera framleiði verðmæti og eigi að leika hlutverk í efnahagslífinu.
Svo vilja stjórnmálahræin auðvitað ekki skera niður - þá hafa þau úr minna fé að spila til að kaupa atkvæði og tryggja sjálfum sér áframhaldandi setu á alþingi eða í ráðherrastól :-(
Helgi (IP-tala skráð) 27.1.2014 kl. 12:47
skrítið að stjórnarformaður Google hafi minna vit á framboði og eftirspurn en nokkrir afturhaldsíhaldsseggir á klaka norður í ballarhafi !!!!
árni (IP-tala skráð) 27.1.2014 kl. 13:53
@4:
Það er merkilegt hvernig sagan endurtekur sig :-) Stjórnarformaður Google ætlar sér greinilega að gera sömu mistök og fengu að skjóta rótum á þriðja áratug síðustu aldar. Þá héldu menn að almenningur hefði það svona gott í USA vegna þess að laun væru há og fólk gæti þess vegna keypt meira en ella. Þetta viðhorf lýsir auðvitað ótrúlegri vanþekkingu og á auðvitað bara að sjást til barna. Hoover hélt þessu fram á Atvinnuleysisráðstefnunni 1921 og hélt í barnaskap sínum að há laun myndu minnka atvinnuleysi. Seinna gat hann hrint þessari stefnu sinni í framkvæmd með hörmulegum afleiðingum. Vissir þú þetta? Ætli þessir "afturhaldsíhalsseggir á klaka norður í ballarhafi" þekki betur til hagsögunnar en þessi ágæti stjórnarformaður? Vissir þú það sem ég nefni að ofan?
Árni, bíðum þar til þessi merkilegi stjórnarformaður reynir að hrinda þessari stefnu í framkvæmd innan síns fyrirtækis. Þá fær hann fljótlega reisupassann enda hafa alvöru fyrirtæki ekkert við svona glópa að gera. Let him put his money where is mouth is :-)
Helgi (IP-tala skráð) 27.1.2014 kl. 16:34
Væri til að sækja mér vúdúhagfræðigráðu, margt óskiljanlegt í þessum fræðum.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 28.1.2014 kl. 09:11
@6: Þú þarft ekkert annað til þess en klára hagfræðipróf frá einhverjum háskóla. Ég held raunar að inn í hagfræðinám komi sæmilega skýrt fólk en út úr því komi fólk með algeran skort á dómgreind og ofurtrú á getu raungreina í hagfræði. Okkur hefur hingað til gengið afar illa að beita raungreinum á mannlega hegðun og ekkert sem bendir til að breyting verði þar á.
Hagfræði er mannvísindagrein og því alger tímasóun að vera að eyða miklum tíma í að kenna flókna stærðfræði þar.
Helgi (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 12:01
helgi hvaðan færðu allar þessar % og hvaða land er fyrirmyndin í þessum stórtæku aðgerðum?
en ekkert af skrifunum hérna kemur inn á það sem maðurinn var að segja.
tryggvi (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 13:14
Reyndar rétt helgi,
Hagfræðikenningar þar sem mannlegur þáttur er útilokaður er tekinn sem heilagur sannleikur hjá alltof mörgum hagfræðingum.
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 29.1.2014 kl. 15:24
@8: Ég geri ráð fyrir að þú sért að tala um það sem ég segi í 3.
Það sem fólk skilur ekki er að stór opinber geiri og kröftugt atvinnulíf fara ekki saman - þetta er til í öfugu hlutfalli hvort við annað. Ef þú kíkir til Puerto Rico sérðu hve miklu skattalækkun og niðurskurður í opinbera geiranum geta áorkað. Það er nýlegt dæmi.
Tryggvi, lestu það sem ég skrifaði í nr. 1 - þar bendi ég að að þessi hugmynd stjórnarformannsins er ekki ný heldur beið hún skipbrot í kreppunni miklu þegar hún var prófuð þar.
Annars rökstyð ég líka aðeins þessar tölur sem ég nefni að ofan.
@9: Menn leggja t.d. allar fjárfestignar að jöfnu innan hagfræði og hagvöxtur - sama hvernig hann er - er sagður góður. Alvarlega umræða þarf að eiga sér stað innan mainstream hagfræði og það hversu illa henni hefur gengið að sjá fyrir það sem gerðist. Bernanke hafði t.d. ekki hugmynd um hvað var í vændum fyrr en sú atburðarrás fór af stað!?
Menn þurfa ekki að hafa mikið vit til að átta sig á því að verulegur munur er á fjárfestingum einkaaðila og fjárfestingum hins opinbera. Sem dæmi má nefna að þegar hið opinbera fjárfestir t.d. í bókasafni gerir það slíkt vegna þess að einkaaðilar töldu slíkt ekki nógu hagkvæmt. Hið opinbera fer verr með fé en einkaaðilar. Einkaaðilar myndu auðvitað fjárfesta í bókasöfnum ef það væru nógu hagkvæmt.
Haldið endilega áfram að girða niður um alla þessa "snillinga" sem tjá sig um efnahagsmál.
Helgi (IP-tala skráð) 3.2.2014 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.