Föstudagur, 24. janúar 2014
Alltaf sama formúlan
Til þess að auka lífskjör þá þarf að lækka skatta og minnka báknið.
Hollande var ekki lengi að átta sig á þessu.
Eitthvað sem tók Jóhönnu og Steingrím 4ár að átta sig á..... í raun hafa þau aldrei áttað sig á þessu heldur gerðu kjósendur það og rasskelltu þau í kosningunum.
hvells
![]() |
Ládeyða yfir frönsku efnahagslífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Ég trúi því að Hollande geri þetta þegar hann gerir þetta. Svo hann geri þetta verður hann að skilja vandann og það held ég að hann geri ekki. Sósíalistar telja hið opinbera vera lausnina - ekki vandann.
Hérlendis er mikil óánægja með laun og kaupmátt og skiljanlega. Sá vandi verður hins vegar ekki leystur með því að heimta sífellt meira úr vasa atvinnurekenda enda tína þeir ekki peninga af trjám frekar en launamenn. Almenningur þarf að heimta verulegar skattalækkanir og samdrátt hjá hinu opinbera. Hleypa þarf einkaframtakinu að í t.d. heilbrigðiskerfinu sem og menntakerfinu.
Í dag er það hið opinbera sem er stærsta hindrunin í vegi bættra lífskjara. Það sem er jafnvel enn verra er að örfáir fatta það :-(
Helgi (IP-tala skráð) 24.1.2014 kl. 04:40
Algjörlega sammála Helgi.
Afhverju sér hinn meðalmaður ekki þessa augljósu staðreynd?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 24.1.2014 kl. 07:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.