Mánudagur, 20. janúar 2014
Magnbundin íhlutun
Ástæðan fyrir ofurhagnað bankana er vegna magnbundna íhlutun (Q1,Q2 og Q3). Útskýrt ágætlega á myndbandinu hér að ofan.
Þessi ríkisaðgerð gerir hina ríku ríkari á meðan hinir fátæku tapa.
Það versta við þetta alltsaman er að það eru ennþá "snillingar" hér á landi sem vilja fara þessa leið hér á landi.
hvells
![]() |
Bandarískir bankar í uppsveiflu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvaða snillingar vilja QE hérna?? Við gætum ekki gert þetta ef við vildum, krónan myndi ekki ráða við það. Svo held ég að flestir vinstri-sinnar heimsins væru á móti þessu, nema bankarnir væru eign þjóðarinnar, sem þeir eru ekki í USA.
Joi (IP-tala skráð) 20.1.2014 kl. 18:50
Þvert á móti er flestir vinstri sinnar stuðingsmenn QE. Paul Krugman sem dæmi.. .sem er þeirra háværasti talsmaður. Það má kalla hann Stefán Ólafsson þeirra Bandaríkjamanna.
Guðmundur Franklín talaði fyrir þessu fyrir kosningar. Menn innan XB vilja skoða þessa leið t.d Frosti og Sigmundur Davíð
Friðirk Jónsson bloggaði um þetta http://blog.pressan.is/fridrik/ Egill Helgason tók þetta blogg óstinnt upp og birti á sinni eigin síðu.
Ólafur Margeirsson eyjubloggari hefur líka talað fyrir þessum leiðum.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 20.1.2014 kl. 19:49
Ponsý-MAMMON-púkarnir eru farnir að blása í glæður brunarústa síðasta vestræna bankaráns. Eru EES/ESB-"bankarnir" ekki í samningaviðræðum við hitt "siðmenntaða" banka-vestrið?
Það þarf kannski einhver vestræni ofurlaunaði bankaræningja-forstjórinn, að útskýra þetta eitthvað betur, í gegnum vestræna ríkisfjölmiðla í eigu bankanna? Þá "einu sönnu" heimsfjölmiðla? Eins og til dæmis Íslenska RÚV-sannleiksboðbera-fjölmiðlun? Eða þannig!
Banka-falspeninga-prentarar græða í fjármála-svikakauphallar-verðbréfa-gjaldþrota heimi?
Brandari aldarinnar?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.1.2014 kl. 21:49
Prentvélarnar eru við það að bræða úr sér og pappírsskortur innan seilingar vegna prentunar á verðlausum pappír! Heimsbyggðin er að stefna hraðbyri inn í verstu kreppu í ára tugi ef ekki hundruði þar sem núverandi peningastefna er liðin undir lok.
Sigurður Haraldsson, 20.1.2014 kl. 23:25
Íslendingar sitja eftir meðan aðrar þjóðir vinna sig hratt út úr kreppunni. Við höldum dauðahaldi í gjaldeyrishöft, krónuna, lægstu laun í vestur Evrópu og vonina um að allt lagist af sjálfu sér. " þau eru hvort eð er súr" segir Íslendingurinn þegar hann horfir á hlaðin veisluborð nágrannanna yfir vegginn sem hann hefur reist um sig og sína vesæld. "Það hlýtur að fara illa fyrir öllum sem hafa það betra en ég."
Hábeinn (IP-tala skráð) 20.1.2014 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.