Sunnudagur, 19. janúar 2014
Ein lítil saga frá góðærinu til hrunsins
"Ohh yeah! Eins gott að það er mynd af mér þarna. Það er að segja talað um mig, hvernig ég stofnaði lítið verkamannafyrirtæki í byrjun góðærisins og lét það velta nokkrum miljónum á nokkrum mánuðum og fór svo í bankan og fékk yfir 250m kr lán til að geta stækkað við mig og ég endurlék leikin nema núna með mun fleira starfsfólk, vinnubíla, vélar og fleira. Á nokkrum árum voru velturnar í fyrirtækinu rétt yfir miljarð. En það var bara því ég notaði peningin sem þeir lánuðu mér og var að nota í veltu. Inn og út, inn og út aftur og aftur. Fyrirtækið varð fljótlega metið eitt af öflugustu fyrirtækjum á sínu sviði og fékk ég akkurat 6.7 miljarða króna lán til að stækka ennþá meira við mig. Munið, veltan var upphaflega bara lánið sjálft. Það var engin sérstök vinna eða hagnaður í fyrirtækinu en samt létu þeir mig fá 6.7 miljarða. Svo sumarið 2007 flutti ég allan peninginn úr landi með þá afsökun að ég væri að fara skrá fyrirtækið sem erlent fyrirtæki sem bönkunum fannst rosalega sniðugt því þá myndi það ekki lenda á þeim ef gjaldþrot yrði. Hinsvegar flutti ég peninginn út ekki fyrirtækið. Í dag lifi ég góðu lífi bæði á Hawaii og á Spáni. Með tvær flottar villur, skútu á Spáni og hraðbát á Hawaii. Sitjandi úti á verönd í sólinni með fartölvu mína að skrifa þetta hef ég aðeins eitt að segja. Fuck hvað bankamennirnir voru heimskir. Þeir voru að gefa peninga hægri og vinstri. Vinur minn náði um 280 miljónum af þeim. En það var því hann byrjaði svo seint, ég var ekki búinn að kenna honum bragðið. En eins og ég sagði Eins gott það verði eitthvað um mig í þessari heimildarmynd."
Komment undir myndinni Guð blessi Ísland .... það er spurning hvort þetta sé satt eða ekki?
hvells
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
haha, held þetta sé ekki satt, þo eg viti ekki,
goð saga engu að síður.
slegg (IP-tala skráð) 20.1.2014 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.