Allt í gúddí?

 Í skýrslu sem birtist í dag, kemst matsfyrirtækið Moody’s að þeirri niðurstöðu að Ísland standi ekki frammi fyrir óhóflegum greiðsluhæfis- eða lausafjár-vandræðum vegna óstöðugleika sem nýlega hefur gætt í viðskipta- og fjármálaumhverfi landsins. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er Aaa.

Feldbaum-Vidra segir að Ísland sé mjög auðugt land sem vinnur að verulega aukinni fjölbreytni  í atvinnulífi. Landið hefur nægan aðgang að erlendu lausafé til viðbótar því sem bankarnir hafa, og það ætti að duga  fyrir stjórnvöld og bankakerfið til að standast óróatíma á markaði.

Hún benti á traust fjármál hins opinbera með skuldahlutföll í kringum 30% af vergri landsframleiðslu og 60% af tekjum, sem eru um helmingur af því sem gerist í Þýskalandi og Frakklandi.

„Ísland er í góðri stöðu til að takast á við hvaða hugsanlegu kröfu á ríkis-bjargráð sem gæti sprottið af kerfisvanda hvar sem er í hagkerfinu“, sagði sérfræðingurinn. Aaa lánshæfiseinkunn okkar fyrir Ísland er í samræmi við verstu tilvik af þeim toga.”

Nánari upplýsingar veita Davíð Oddsson formaður bankastjórnar og Sturla Pálsson framkvæmdastjóri alþjóðasviðs í síma 569-9600.

sjá hér  2006

 

 Neikvæðar horfur endurspegla vaxandi hættu á harðri lendingu íslenska hagkerfisins. Sá efnahagssamdráttur sem nú er hafinn mun hjálpa til við að vinda ofan af efnahagslegu ójafnvægi en sú þróun mun líklega tefjast vegna áætlana um hraða aukningu á útgjöldum hins opinbera sem og því að stöðugt hefur mistekist að endurskipuleggja Íbúðalánasjóð. Í tengslum við háa og hækkandi innlenda og alþjóðlega vexti munu þessir þættir auka áhættuna á  harðri lendingu íslenska hagkerfisins.

„Lánshæfismatið gæti lækkað ef jafnvægi fæst aðeins með harkalegri aðlögun, sem hefði áhrif á stöðu opinberra fjármála þegar halli á ríkissjóði vex og gengið verður á óbeinar ábyrgðir,“ sagði sérfræðingur Standard & Poor's, hr. Stukenbrock. „Ef hins vegar verður undið ofan af ójafnvæginu án verulegra vankvæða og áhættu því samfara er hamin ættu horfur aftur að verða stöðugar á ný.“

 2007

 2009

 

 

 

hvells


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband