Sunnudagur, 19. janúar 2014
Almenningur vill ganga í ESB
Á götum Kænugarðs sést að vilji fólksins sé að ganga í ESB. Þeir vilja meira lýðræði og mannréttindi og vita að ESB þrífst þessir þættir hvað best. ESB fánin er mjög sýnilegur á götum úti.
Óskandi væri að NEI sinnar átti sig á þessu einfalda atriði.
![]() |
Tugþúsundir mótmæla í Kænugarði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:08 | Facebook
Athugasemdir
Við erum að upplifa enda þjóðríkis í Evrópu. EU er að vísu mannanna verk og því fullt af göllum sem ber að lagfæra.
Uppfullir af þjóðernishyggjan (Nationalismus) eru auðvitað hægri popúlistar, en einnig misvitrir vinstri menn, uppfullir af gamaldags „fullveldis“ órum. Því má ekki lengur greina mun á hægri og vinstri popúlistum á skerinu og víðar í Evrópu.
Tvisvar á hálfri öld stóðu menn yfir rústum Evrópu og sögðu; ALDREI AFTUR. Tvær heimsstyrjaldir, sem þjóðernishyggjan og henni nátengdi "rassismus" komu af stað. Allir eiga rétt á því að eiga einhversstaðar heima, en allt tal um fósturjörð og föðurland er anachronismi, sem ber að kasta fyrir borð. Og ekkert relevant vandamál er hægt að leysa ídag án tilkomu mrgra ríkja.
Ég er frá EU, nánar tiltekið Íslandi, er það sem við eigum eftir að heyra. En ekki, ég er frá Íslandi, stórasta land í heimi.
Horfði í dag á keppni í svigi í Wengen, Sviss. Alex Pinterault frá Frakklandi varð fyrstur, Felix Neureuther frá Þýskalandi annar og Marcel Hirscher frá Austurríki þriðji. Allir borgarar EU. Engir leiðinlegir og ljótir þjóðsöngvar vori spilaðir, en það ríkti gagnkvæm gleði.
„Die Freude“, eins og sungið er í "Níundu" eftir Beethoven.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.1.2014 kl. 18:15
?
Sleggjan og Hvellurinn, 19.1.2014 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.