Framsóknarflokkurinn er að ljúga að fólkinu í landinu

Framsóknarflokkurinn sagði fyrir kosningar að þeir ætla að halda þjóðaratkvæðisgreiðslu um áframhald á ESB umsókninni.

Ef stefnan hefði verið sú að slíta viðræðum og ekkert meir þá hefðu þeir átt að segja það bara hreint út... en það gerðu þeir ekki.

Í stuttu máli var Framsóknarflokkurinn að ljúga að almenningi.... og viðurkennir formaður þingflokksins það grímulaust.

hvells


mbl.is Ekki þörf á þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur þú fundið þetta loforð ?

Margir hafa leitað, en fáir sýnt framm á að það hafi veri lofað.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 19.1.2014 kl. 17:27

2 identicon

Nei, hann Hvells getur ekkert fundið þetta loforð, enda hann sjálfur sem lýgur í þetta sinn.

Sigurður (IP-tala skráð) 19.1.2014 kl. 18:22

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Getið séð það hér og hér

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 19.1.2014 kl. 19:28

4 identicon

Hvells:

Þetta stendur í stefnuskrá Framsóknarflokksins sem þú hefur sett link á:

.

"VIÐ VILJUM...

... að ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Ísland leiti áfram eftir samstarfi við þjóðir innan og utan Evrópusambandsins á grundvelli fjálsra og sanngjarnra

samninga og samvinnu sem byggist á jöfnuði og ábata allra aðila."

.

Hvar sérðu loforð um að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin á kjörtímabilinu?

Pétur D. (IP-tala skráð) 19.1.2014 kl. 20:45

6 identicon

Ertu ekki að rugla saman Framsókn og Sjálfstæðisflokki? Neðsti linkurinn er á síðu Sjálfstæðisflokksins, en þú skrifar í færslunni:

"Framsóknarflokkurinn sagði fyrir kosningar að þeir ætla að halda þjóðaratkvæðisgreiðslu um áframhald á ESB umsókninni."

.

B og D eru ekki sami flokkurinn, þótt þeir séu saman í stjórn.

Pétur D. (IP-tala skráð) 19.1.2014 kl. 22:43

7 identicon

Úr stefnuskrá B fyrir síðustu kosningar.

Við viljum:

"... að ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema

að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu"

http://www.framsokn.is/wp-content/uploads/2013/03/stefnuskraL.pdf

Þannig að Hvellurinn lýgur.

Sigurður (IP-tala skráð) 19.1.2014 kl. 23:11

8 identicon

Mér sýnist alveg augljóst að Framsókn ætlar ekki og vill ekki að það verði farið út í þjóðaratkvæði enda hafa þeir ekki gefið það út neins staðar, og Sigrún er bara að benda á það. Það er annað en xD eins og má sjá hér og BB hefur sagt fyrir kosningar: http://www.xd.is/malefnin/utanrikismal/

Þetta er því í raun og veru mun meiri hausverkur fyrir xD en xB og nokkuð ljóst að mun fleiri hafi kosið xD út á að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin en xB.

Skúli (IP-tala skráð) 19.1.2014 kl. 23:24

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég skil alls ekki hvers vegna þjóðin var ekki spurð í þjóðaratkvæðagreiðslu vorið 2009, hvort hún vildi ganga í ESB, áður en farið var í for-réttarmixið fyrir: "að fara í ó-afturkræft aðlögunarferlið að ESB"?

Aðlögunarferli, sem aldrei stóð annað til boða fyrir þjóðina, heldur en að taka þátt í þjóðarskoðana-könnun í lok aðlögunarferlis. Það var aldrei inni í myndinni að þjóðin hefði val um það í lok aðlögunarsamninga, að kjósa um eitt eða neitt, annað en skoðana-könnunar-blekkingarleikritið. Engin bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla um svokallaðan "samning" í lokin!

Hversu oft ætla sumir að ljúga öðrum að þjóðinni?

Það var ekki svo lítið fárast og hneykslast, þegar ég og fleiri bentu fyrst á þetta hér í bloggheimum. Fólk vildi að sjálfsögðu fá skýringu á því sem ég og fleiri bentu á þá. En þrátt fyrir að skýringar hafi komið fram, bæði þá og seinna, þá var útilokað að sumir vildu skilja staðreyndir. Hvað þá rökræða staðreyndirnar í öllu heila samhengis-leikritinu? Hvers konar hegðun er þetta eiginlega, hjá svona gríðarlega há-skólamenntaðri þjóð?

Það vantar svo stóran kafla í allt þetta pólitíska svikaþöggunar-þjóðleikhús-leikrit, að það er útilokað að réttlæta hvernig þetta ferli hefur verið/er, í umfjöllun fjölmiðla og valdamikilla einstaklinga/stofnana/fyrirtækja á Íslandi.

Ef einhver er óánægður með svik og spillingu, þá verður sá hinn sami að horfast í augu við þá staðreynd, að enn meiri viðbótarsvik og spillingin er ekki til bóta.

Hvað vill fólk eiginlega?

Sannleikann í heild sinni uppá borðið, eða ábót á öll fyrri svik og lygar?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.1.2014 kl. 00:05

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Framsóknarmenn sögðu þetta í stefnuskrá fyrir kosningar 2013: ,,. að ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu".

Þetta verður að skiljast sem stefnt sé að þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef framsóknarmenn hefðu verið að meina að ekki væri stefnt að þjóðaratkvæðagreiðslu - nú þá hefðu þeir tæplega farið að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu í stefnuskránni!

Þetta bull í framsjöllum er farið að verða verulega vandræðalegt. Öll loforð svikin og skrumskæld á svo hálfvitalegan hátt að aðeins heimskingjar og/eða genatískir framsóknarmenn geta unað við.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.1.2014 kl. 00:58

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Rétt hjá Ómari. Ef það stóð aldrei til að fara í þjóðaratkvæðisgreiðslu þá átti XB aldrei að nefna hana.

Þetta er svo augljóst að einungis vitleysingar sjá þetta ekki.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 20.1.2014 kl. 08:16

12 identicon

Þið getið snúið út úr þessu allan daginn eins og ykkur lystir en staðreyndin er samt sú að hvergi var þessari þjóðaratkvæðagreiðslu lofað.

Þetta er bara staðreynd, alveg burtséð frá einbeittum vilja ykkar til að snúa út úr þessu.

Enda vitnar hann í stefnuskrá sjalla sem heimild fyrir loforðum framsóknar :)

Sigurður (IP-tala skráð) 20.1.2014 kl. 09:24

13 identicon

11. þetað er mokkuð kostulegt einhverja stefnu verður flokkurin að hafa um ínleiðíngu inní e.b.e þjóðarathvæðagreiðslan.ef spurníngarnar verða eins loðnar oh athvæðagreiðslan um stjórnarskrána en auðvitað gétur spurnínginn verið um hvort verður hætt við viðræður er ekki viss um að samfylkíngin muni líka það vilji heldur hafa viðræðurnar í bið þó ég vilji halda viðræðunum áfram myndi ég seigja já við að slíta viðræðum einsog staðan er í dag en vonandi verður hvellurin að ósk sinni um athvæðagreiðslu um hvort eigi að slíta viðræðum.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 20.1.2014 kl. 10:57

14 identicon

"Rétt hjá Ómari. Ef það stóð aldrei til að fara í þjóðaratkvæðisgreiðslu þá átti XB aldrei að nefna hana."

Tek algjörlega undir það. En það sama á við xD líka. Af hverju minnistu ekkert á það?

Skúli (IP-tala skráð) 20.1.2014 kl. 11:54

15 Smámynd: Benedikt V. Warén

Er þetta þá orðið sama bullið og "Skjaldborg um heimilin"

Ómar stóð á blístri og neitað stöðugt að Jóhanna hefði nefnt það í aðdraganda kosninganna. Núna bregður hins vegar við að hann er kominn í 180° beygju í málflutningi sínum. En auðvita er það allt annað þegar á í hlut núverandi stjórnvöld.

En hvað er svo sem hægt að þrasa við svona fólk. Rökræða kemst aldrei að sannfærandi plan hjá þessu fólki. Ef þau segja að svart er hvítt, þá verður því ekki breytt.

Benedikt V. Warén, 20.1.2014 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband