Sæll aftur Haukur, ég fann fyrir þig upplýsingar á stjórnborði bloggsins:
Innlit er fyrsta fletting tiltekins notenda á klukkustundar tímabili. Ef notandi t.d. skoðar eitthvert blogg tvisvar með hálftíma millibili telst það eitt innlit, en ef tvær klukkustundir líða á milli eru tvö innlit talin.
Gestur er notandi sem skoðar eitthvert blogg a.m.k. einu sinni á tilteknum degi. Ef hann kemur aftur sama dag er því ekki talinn nýr gestur. Gestatalningin byrjar upp á nýtt á miðnætti dag hvern.
Fletting telst það þegar einhver síða undir viðkomandi bloggi er sótt og skoðuð af einhverjum tilteknum notanda. (Í þessu samhengi eru myndir eða annað aukaefni inni í síðu ekki taldar með til síðna).
IP-tölur: Sérhver tölva á netinu hefur IP-tölu sem greinir hana frá öðrum tölvum. Vefþjónar mbl.is og blog.is sjá þó ekki alltaf raunverulega IP-tölu vélarinnar, heldur getur hún haft samband við þá gegnum aðra tölvu (svokallað vefsel eða "proxy-server") sem minnkar bandvíddarnotkun og álag á netið með því að miðla tengingum margra notenda. Talningin á fjölda IP-talna getur gefið ákveðna vísbendingu um dreifingu notendahópsins sem skoðar tiltekna bloggsíðu og einnig um áreiðanleika gestatalningarinnar.
Athugasemdir
Spurning varðandi "heimsóknir".
Hver er munurinn á "flettingum" og "innliti"?
Takk fyrir svar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.1.2014 kl. 16:30
Ég er ekki viss.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 18.1.2014 kl. 20:40
Sæll aftur Haukur, ég fann fyrir þig upplýsingar á stjórnborði bloggsins:
Innlit er fyrsta fletting tiltekins notenda á klukkustundar tímabili. Ef notandi t.d. skoðar eitthvert blogg tvisvar með hálftíma millibili telst það eitt innlit, en ef tvær klukkustundir líða á milli eru tvö innlit talin.
Gestur er notandi sem skoðar eitthvert blogg a.m.k. einu sinni á tilteknum degi. Ef hann kemur aftur sama dag er því ekki talinn nýr gestur. Gestatalningin byrjar upp á nýtt á miðnætti dag hvern.
Fletting telst það þegar einhver síða undir viðkomandi bloggi er sótt og skoðuð af einhverjum tilteknum notanda. (Í þessu samhengi eru myndir eða annað aukaefni inni í síðu ekki taldar með til síðna).
IP-tölur: Sérhver tölva á netinu hefur IP-tölu sem greinir hana frá öðrum tölvum. Vefþjónar mbl.is og blog.is sjá þó ekki alltaf raunverulega IP-tölu vélarinnar, heldur getur hún haft samband við þá gegnum aðra tölvu (svokallað vefsel eða "proxy-server") sem minnkar bandvíddarnotkun og álag á netið með því að miðla tengingum margra notenda. Talningin á fjölda IP-talna getur gefið ákveðna vísbendingu um dreifingu notendahópsins sem skoðar tiltekna bloggsíðu og einnig um áreiðanleika gestatalningarinnar.
kveðja
sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 18.1.2014 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.