Laugardagur, 18. janúar 2014
Skapar EKKI atvinnu
Hið opinbera getur ekki skapað atvinnu. Vegna þess að þeir þurfa að taka peningana frá einhverjum öðrum til þess að geta heytt í endurbætur þjóðargersema.
Sá peningur hefði ferið notaður í eitthvað annað. Sem jafnvel skapar meiri atvinnu en þetta endurbótaverk dæmi.
Þetta gæti að vissuleyti verið ágætis verkefni. Venrda þjóðargersema er solid. En ekki kalla þetta atvinnuskapandi.... þetta er langt frá því að vera atvinnuskapandi.
hvells
![]() |
Atvinnuskapandi endurbótaverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Var hvellurinn ekki hlynntur þessu:
http://eyjan.pressan.is/frettir/2010/11/09/atvinnuatak-a-sudurnesjum-listi-yfir-adgerdir-rikisstjornarinnar/
kv
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 18.1.2014 kl. 12:36
Aldrei?
Hvað með þeir framkvæmdir sem Reykjavík fór út í varðandi bryggjur, vatnsveitur og rafmagnsveitur. Skapaði það ekki verulega atvinnu?
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.1.2014 kl. 13:38
Elfar, þetta er í raun bara ruglandi orðanotkun. Það á enginn að vera að sækjast eftir atvinnu sköpun. Ef við þurfum endilega að vinna við eitthvað án þess að skapa verðmæti, þá getur sú manneskja alveg farið út og unnið tilgangslaus verk óumbeðinn og án þess að fá borgað.
Við þurfum hins vegar verðmæta sköpun, til að þjóðfélagið hafi efni á því að ráða auka manneskju á laun. Ef verkefnið eykur ekki verðmæti í landinu, þá er auka starfið bara að dreyfa fjármunum sem voru nú þegar til staðar á fleira fólk.
Ráðamenn gætu alveg eins ráðið manneskju í að pússa fjöll, eða greiða grasi.
Karl (IP-tala skráð) 18.1.2014 kl. 15:52
Ég er alveg sammála því að verkefni eins og þetta og önnur kleppara vinna er ekki líkleg til að auka verðmæta sköpun (nema við náum að veiða ferðamenn til að skoða eithvað af þessu).
Hinsvegar er það alrangt að opinberir aðilar geti ekki skapað atvinnu. Þeir taka það á sig alloft að fara í verkefni sem almenni markaðurinn treystir sér ekki í en er þörf á til að verðmætasköpun verði að raunveruleika.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.1.2014 kl. 19:19
Þá er það bara merki um að verkefnið var of áhættusamt og því eru stjórnmálamenn að gambla með annara manna peninga.
Stjórnvöld skapa ekki störf. Ég nenn ekki að fara nánar úti þetta en fyrir áhugasama eru rökin hér
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 18.1.2014 kl. 20:14
Sælir.
Tek undir með hvells í nr. 5, hið opinbera getur ekki skapað störf þar sem það skapar ekki verðmæti. Það eina sem hið opinbera getur gert er að taka af þeim sem framleiðir verðmæti og láta annan hafa. Hvaða verðmæti skapa t.d. þessir alltof mörgu þingmenn sem við höldum uppi á alltof háum launum? Hvað með ráðherrana?
Það sem verra er að þeim mun meira sem hið opinbera tekur af þeim sem framleiða verðmæti þeim mun minna hafa þeir á milli handanna til að skapa frekari verðmæti öllum til hagsbóta.
Það er massíft hrun í spilunum þökk sé opinberum afskiptum af atvinnulífinu og peningamálum. Þá verður frjálshyggju og kapítalisma kennt um af þeim sem ekkert skilja og vilja bara þiggja. Svoleiðis fólk getur auðvitað ekki leitt okkur út úr þeim ógöngum sem það sjálft kom okkur í. Framtíðin er því dökk :-(
Helgi (IP-tala skráð) 19.1.2014 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.