Laugardagur, 18. janúar 2014
Aldrei treysta á kerfið
Það á aldrei að treysta á "kerfið".... Maður á að treysta á sjálfan sig. Vissulega getur kerfið hjálpað eitthvað en best er að treysta á sjálfan sig og taka á vandamálnunum sjálfur.
Í kerfinu eru bara möppudýr, kerfiskarlar og ekkert frumkvæði. Þetta er samansafn af liði sem enginn má reka fyrir lélegt starf. Það er glapræði að treysta kerfinu.
hvells
![]() |
Mistök að treysta á kerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Afhverju þá að borga skatt ef maður getur ekki treyst á kerfið? Er þetta ekki svona svipað og að brenna alla peningana sína á báli í e-m svartagaldri og vonast eftir jákvæðri niðurstöðu?
Kristján (IP-tala skráð) 18.1.2014 kl. 12:17
Uppeldið hefur vafalaust spilað inní, hef móðirin hefði alið hann upp 100% réttan hátt væri hann í fínum málum í dag.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 18.1.2014 kl. 12:38
Þetta er með þröngsýnni commentum sem ég hef séð frá nokkrum manni.
Teitur Haraldsson, 18.1.2014 kl. 13:42
Við búum í landi þar sem kerfið hefur bolað öllum öðrum kostum út af markaðinum. Það er ekki hægt að treysta á kerfið, hugsandi manneskja veit það. En yfirgangur ríkisins hefur eytt öllum öðrum möguleikum.
Nei Sleggja, fjölskylda sem á barn með asberger þarf sérfræði kennslu.
Karl (IP-tala skráð) 18.1.2014 kl. 15:42
Google nær langt með að auka þekkingu. Hvað ætli sé mikið af góðum upplýsingum sem foreldrar geti aflað sjálf?
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 18.1.2014 kl. 20:43
Kerfið svíkur börnin sín. Þau stóru og smáu. Þau gömlu og ungu. Þau ríku og fátæku. Og alla restina.
Það er rétt að minna á að enginn í jarðlífinu er 100% fullkominn. Það er gott að vita af því, finnst mér.
Kerfið krefst þess að ófullkomnar og breyskar mannskepnur eigi að vera 100% fullkomnar. Það er ekki fræðilega mögulegt að vera 100% fullkominn.
Þeir sem gera þær kröfur eru ekki 100% fullkomnir. Það eru allir jarðneskir og breyskir, og það ætti hámenntuð "kerfis"-stjórnsýslan að vita. Eða hvað?
Siðferði, réttlæti, og sæmilega eðlilegt umburðarlyndi er nauðsynlegt, til að sæmilegt vit sé í öllu heila samfélaga-jarðlífsbröltinu.
"Allir hinir" breyta ekki okkar eigin hugarfari og siðferði, heldur verðum við að drullast til þess sjálf. Það er heilmikið og stórt verkefni, sem "kerfið" borgar engum peninga fyrir. Það væri ekki verra, ef "kerfis"-starfsfólk myndi ganga á undan með gott fordæmi.
Eða hvað?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.1.2014 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.