Fimmtudagur, 16. janúar 2014
VLF
Vergar landsframleiðsla er besti mælikvarðin á lífsgæði í viðkomandi landi.
Það þarf ekki nema skoða topp tíu lönd sem er með mesta VLF og svo þeir sem eru í neðstu tíu sætunum. Þetta er augljóst.
VLF er góður mælikvarði og það á ekki að breyta neinu sem virkar 100%
Þetta er gert í eihverjum pólitiskum tilgangi.
Það eru engin rök fyrir þessu.
hvells
![]() |
Hagsæld ekki mæld með vergri landsframleiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þeir eru að reyna koma inn einhverjum umhverfisfactor í þessa jöfnu. Ef lönd dæla upp allri oliu sinni og grafa öll kolin upp á einu ári er Vlf sky high en ekki endilega vísbending á eitthvað framtíðarvelferð.
Persónulega finnst mer VLF best.
kv
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 16.1.2014 kl. 19:22
Nei grein sem birtist í virtasta vísindatímariti heims er greinilega bull. Tímarit sem hver einasti vísindamaður hefur sem lífsmarkmið að verða birtur í, er þá bara bull.
GDP mælir ekki heilsu og samfélagslega þætti, peningar ráða þar för sem að sjálfsögðu gerir það eina raunhæfa kostinn fyrir ykkur viðskiptafræðinga þar sem money er king.
http://www.nature.com/news/development-time-to-leave-gdp-behind-1.14499
http://www.psychologytoday.com/blog/wired-success/201309/why-the-gdp-is-not-good-measure-nations-well-being
Lesið nú þessar greinar og áttið ykkur á að EU og UN meðal annars eru að leita að nýjum leiðum til að mæla hagsæld þjóða. Þið getið sagt bless við VLF, þessi stuðull á svona 10 ár eftir max.
Þruman (IP-tala skráð) 16.1.2014 kl. 21:32
Þú segir að það þarf að mæla heilsu og samfélagslega þætti.
Aftur virkar VLF vel fyrir það. Ef þú skoðar löndin sem eru með hæsta VLF á mann v.s löndin sem eru með það lægsta.
Þau lönd sem eru á toppnum lifir lengur, þeir fátæku hafa það betra og heilsan er almennt betri. Þessvegna finnst mér rökrétt að nota VLF á mann sem ákveðin mælikvarða.
En hitt er ákveðið viðbót og ekkert nema gott um það að segja.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.1.2014 kl. 09:03
Svo er einkennilegt að þú kallar okkur viðskiptafræðinga. Hvorki Hvellurinn né Sleggjan getum skráð okkur í þjóðskrá.. hvað þá háskóla. Svo er mannanafnanefnd ekki að samþykkja þessu nöfn.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.1.2014 kl. 09:07
finst þettað skrítið með V.L.F. ef sídinn hverfur minkar V.L.F en ef hún kemur eikst V.L.F ÞETTAÐ SNÍST EKKI UM HVAÐ ER FRALEIT HELDUR HVERNIG ÞVÍ ER SKIPT BIÐUR Á ÞJÓÐVÉLAGIÐ. V.L.F.þarf ekki að aukast ef fólksfjöldinn heldst óbreitur að tekNu tiliti til tækniþróunar. menn tala um að það sé altaf færri og færi sem halda uppi þjóðfélaginu en með aukinni tækni þurfum fið færra fólk til að halda uppi þjóðvélaginu hvernig mælir V.L.F. ÞAÐ
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 17.1.2014 kl. 09:07
Nei það er þvert á móti ekki rökrétt sökum þess að horft er framhjá ýmsum samfélagslegum þáttum.
Gott dæmi er Katar, með eitt hæsta GDP í heiminum. Þar er gífurlega breitt bil á milli efri og neðri stétta (aðallega innflytjendur frá S-Asíu). Skólar eru sjaldséðir og börn eru mestmegnis menntuð í heimahúsum, þ.e.a.s. þeir sem hafa efni á því. Heilbrigðiskerfi fyrir lægri stéttir er vart þekkt og treystir sú stétt aðallega á framtak hjálparsamtaka. Stjórn ríkisins mætti kalla einræði í höndum einnar fjölskyldu. Mannréttindi eru oft brotin bak aftur og hefur m.a. Human Rights Watch varað við ástandinu þar. En nei GDP er hæst þannig að þar er greinilega best að lifa (þó ekki ef þú tilheyrir hóp LBGT, þá ertu veiddur og misþyrmtur eða drepinn)...
Svipaða sögu er að segja af UAE, Kuwait og Saudi, mestmegnis eru þetta innflytjendur sem hafa engin réttindi og vel þekkt er í Saudi þær hörmulegu aðstæður sem innfluttir verkamenn lifa við þar (ekki gleyma heldur mansalinu sem þrífst þar), en nei þar er einna best að lifa...
Málið er að GDP er bara ekki nógu mælanlegur þáttur fyrir hagsæld. Með blöndu af þessum stuðli, mannréttinda- og socio-economic/demographic þáttum væri kannski hægt að ná fram marktækum niðurstöðum. Enda er það einkum þess vegna sem þjóðir og þjóðarsambönd eru að taka upp nýja stuðla til mælinga.
Komment 4 hjá þér er óskiljanlegt.
Þruman (IP-tala skráð) 17.1.2014 kl. 09:49
Vissulega er hægt að grafa upp hin og þessi dæmi sem má kallast undantekningar.
Ég er bara að segja að almennt séð er VLF fínn mælikvarði.
Ef við skoðum eftu löndin og neðstu löndin hér þá eru vestrænu lýðræðisríkin í fyrsta sæti og í neðsta sæti eru stríðshjáð Afríkuríki einsog Kongó, Zimbabwe og Sómalía.
VLF er enginn heilagur sannleikur en fín þumalputtaregla.
En þessi "nýja" mælieining er fín viðbót.
Ef við skoðum þetta "happy index" stuðul þar trónir Costa riga, Viernam og Columbia á toppnum. Ísland kemst ekki á lista. En mig grunar að enginn Íslendingur vill skila inn sínu vegabréfi og gerast ríkisborgari Kólubíu þar sem morðtíðni er ein hæsta í heimi sjá hér
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.1.2014 kl. 12:41
Kólombía, El Salvador, Níkaragva, Venesúela, Guatemala, Bangladesh, Kúba, Pakistan og Albanía eru á meðal tuttugu efstu landa á þessum "Happy" lista - amk tvö einræðisríki, tvö sem stýrt er af trúarofstæki og einhver slatti af eftirlegukommúnistaríkjum. Mesta furða að sjá ekki Norður Kóreu þarna.
Gulli (IP-tala skráð) 17.1.2014 kl. 18:52
VLF er bara mælieining.
Ef ætti að flytja frá Íslandi og þyrfti að velja land.
Ég mundi skoða VLF og miklu fleiri þætti. Mannréttindi, dómstólakerfið, jafnrétti, glæpatíðni, demographics og fleira.
Af hverju eru allir að missa sig? Það er ekki til ein heilög mælieining til að mæla velferð (hvað er velferð annars lol!) hjá fólki. VLF getur t.d. verið mjög há en aðeins 1% af fólkinu nýtur auðsins,,,,,,,,þið fattið.
Ég er bara leggja smá grunn svo þið getið haldið áfram að rífast, held að flestir af ykkur eru í grunnin sammála.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 17.1.2014 kl. 22:18
Happy index er heldur ekki á neinn hátt réttur stuðull, frekar tóm tjara sem gersamlega einblínir á umhverfisáhrif og aðrir þættir spila í bakgrunni(líkt og GDP einblínir á cash money og framleiðni og aðrir þættir spila létt hlutverk í bakgrunni). Btw er náttúrulega hlegið að happy index þar sem GNH (Gross national happiness) er ávallt tekinn framfyrir þá vitleysu og mælir þá frekar lífsgæðin en fjölda ísbjarna.
Það sem ég er að halda fram og ýmsar þjóðir eru að kanna betur er nauðsyn er að finna stuðul sem mælir þessa blöndu af áhrifum er ákvarða hagsæld, lífsgæði og líðan þjóðar. GDP ásamt öðrum stuðlum er mæla aðra þætti mannlífsins gætu þá verið sameinaðir í marktæka mælieiningu þar sem öll áhrif eru könnuð. Það eru svo afskaplega margir þættir sem stjórna nútímasamfélaginu að GDP er í dag hreint ekkert nema barn iðnaldarinnar.
Þruman (IP-tala skráð) 18.1.2014 kl. 00:44
Þruman
Línkaðu okkur á þessa vísitölu sem þú ert að tala um svo hægt sé að glöggva í hana.
hvell
Sleggjan og Hvellurinn, 18.1.2014 kl. 03:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.