Skuldaafskrift verðtryggða lána afglöp

Katrín Jakobs kom með góða spurningu á þingi:

http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/01/15/nidurgreidsla-skulda-um-80-milljarda-myndi-spara-4-milljarda-i-vaxtagjold/

Ef skuldir ríkissjóðs yrðu greiddar niður um 20 milljarða króna myndu vaxtagjöld ríkisins lækka um einn milljarð króna.

Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG. Í svarinu kemur fram að í árslok 2013 voru skuldir ríkisins 1.492 milljarðar króna og eru áætluð vaxtagjöld 74,5 milljónir króna. Það er sú upphæð sem ríkið borgar í vexti miðað við núverandi skuldastöðu.

Spurning Katrínar var þríþætt. Í fyrsta lagi var spurt hversu mikið vaxtagjöld lækka ef skuldir ríkissjóðs yrðu greiddar niður um 20 milljarða króna. Svarið við því er að gjöldin myndu lækka um einn milljarð króna.

Í öðrum lið var spurt um hve mikið gjöldin myndu lækka ef greiddir yrðu 20 milljarðar króna á ári, næstu fjögur ár. Fyrsta árið myndu gjöldin lækka um milljarð, 1.050 milljónir kr. á ári tvö, 1.100 millj. kr. á ári þrjú og 1.150 millj. kr. á ári fjögur. Samtals myndu vaxtagjöldin lækka um 4,3 milljarða króna með þessu móti.

Í þriðja liðnum var spurt um hversu mikið vaxtagjöld lækka ef skuldir yrðu greiddar niður um 80 milljarða á einu bretti. Samkvæmt svarinu myndi slíkt skila 3.995 milljóna króna lækkun vaxtagjalda.

 

Höfum alltaf haldið fram að greiða á ríkisskuldir hratt og örugglega.

kv

Sleggjan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er bara mjög góður punktur og allt satt og rétt hjá Katrínu.

En það er gífurleg hræsni hjá henni að leggja þetta fram. Af öllum þá kemur það frá útgjaldasinna einsog Katrínu.

Sú sem eyddi milljarða í Hörpu, sú sem vill eyða 15 milljörðum í "grænkun" fyrirtækja og annað eins í skapandi greinar.

Ríkisstjórnin hennar frestaði hallalausun fjárlögum um 2ár með tilheyrandi skuldasöfnun.

Svo kemur hún núna og segir að það væri skynsamlegt að borga niður skuldir ríkisins........  hún er með allt niðrum sig.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 16.1.2014 kl. 07:48

2 identicon

Merkilegt með þingmenn Vg og samfó hvað þeim er hrikalega ílla við að gengið sé á ofurgróða bankanna.

Sigurður (IP-tala skráð) 16.1.2014 kl. 11:59

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

rett hjá hvellinum,,,aldrei var Katrín á leiðinni að leggja aherslu á að borga niður skuldir.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 16.1.2014 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband