Eyða annarra manna peningum

XS, Næstbesti, VG og Gunnar eiga í engum vandræðum með því að eyða annarra manna 3 milljörðum.

Taka svo hrósi eins og þetta sé þeirra góðverk.

 

Engin skynsemi í þessu. Kosningaskjálfti og yfirboð á loforðum.

 

kv

Sleggjan


mbl.is Vilja íbúðir í óþökk meirihlutans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eyða annarra manna peningum. Hverra???

Hvað með endulaust peningaaustur í húsnæðiseigendur í gegnum vaxtabætur, og jú niðurfellingar og fleira.
  Eða ertu bara þiggjandi????

Það er í lagi að spreða þar. Nú en þegar það er félagsleg hugsun í bygginarframkvæmdum þá er fjandinn laus. Vá, þú verður nú að hugsa örlítið lengra í þessari færslu þinni.
Getur heldur ekki séð en að peningurinn komi jafn mikið í kassan með svona framkvæmd en almennum byggingarframkvæmdum.

Jóhannes A. (IP-tala skráð) 15.1.2014 kl. 00:28

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Voðalega ertu barnalegur “Hvellur” þú gengur út frá því að fulltrúar frá 2 eða 3 flokkum sem sameinast um gott mál,séu í vinsældakapphlaupi,þegar vitað er að þetta er bráð aðkallandi. Það er ekki eins og 3 milljarðar fjúki á einni mínútu. Þeim ber skylda til að sjá um sína minnstu bræður og sameinast um það. Þökk sé þeim.

Helga Kristjánsdóttir, 15.1.2014 kl. 00:56

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er sorglegt mál. Þetta er rándýr kosningavíxil a la Framsóknar.

Ef þetta gengur eftir þá þarf að hækka útsvar Kópavogs eða skera niður annarstaðar.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 15.1.2014 kl. 12:45

4 identicon

Mér sýnist Sleggjan hafi sprungið, og orðið að lekri blöðru, æ æ.
 
Lepur upp eftir handónýtum bæjarfulltrúum.

Kosningaskjálfti. Ég veit ekki betur en að Gunnar Birgisson sé að hætta í pólitík.

Soldið tragíkómískt, að menn eru tilbúnir að verja fjáraustur úr vösum skattgreiðenda varðandi að niðurgreiða íbúðir til íbúðaeigenda, en þegar kemur að nánast neyðaraðgerðum(sem NB eru gerðar til að byggja hagkvæmt, og af bráðnauðsyn), að þá eru menn "hvekktir", og láta móðan mása.

   ...þvílíkur aumingjaskapur...
  Held að þetta sé stóra vandamálið í pólitíkinni á Íslandi, allt of mikið af aumingjum. 

Jóhannes A. (IP-tala skráð) 15.1.2014 kl. 13:42

5 identicon

Mikið var að vindar félagshyggjunnar blási nú um Kópavog, og við Samfylkingar fólk bjóðum Gunnar Birgisson velkomin í hóp félagshyggjumanna og bjóðum hann jafnframt velkomin í Samfylkinguna.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 15.1.2014 kl. 14:23

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Íslendingar fengu nóg af "vindum félagshyggjunnar" á seinasta kjörtímabili sem varð til þess að Samfylkingin fékk reisupassann.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 15.1.2014 kl. 15:31

7 identicon

Mikið rétt og ótrúleg della í Gunnari að samþykkja þetta. Það segir í fréttinni að Kópavogur eigi 400 félagslegar íbúðir og Gunnar talar um "neyðarástand" til að réttlæta byggingu á 40 í viðbót. En það er nú bara ávallt eftirspurn eftir húsnæði undir markaðsverði svo þessi biðlisti er ekki að fara neitt þótt byggt verði meira.

Stefán (IP-tala skráð) 15.1.2014 kl. 21:34

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Mikið rétt Stefán.

Lýðskrum hjá Gunnari.

Sökin er hjá kjósednum sem lepja upp þessa vitleysu.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 16.1.2014 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband