Hnattræn hlýnun?

hvells


mbl.is Samskiptin verið frekar lítil hingað til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þetta er skemmtilegt myndband. Byrjar að vísu á strámanni ("The assumption that everything humans do hurts the environment" er ekki mér vitanlega nokkuð sem nokkur heilvita maður heldur fram. Sem sagt strámaður.)

Fyrstu tvær mínúturnar eru góðar, reyndar varð ég hissa á gróðurhúsinu (sem hefur ekkert með gróðurhúsaáhrif í andrúmslofti að gera) en tekstinn (nánast ólæsilegur) segir: "Greenhouse gas components in the atmosphere reduce the rate at which the earth cools" sem er býsna góð útskýring á gróðurhúsaáhrifunum. Og "correlation does not = causation" gæti varla verið betur sagt.

Svo fellur teiknari í þann afsökunarfarveg að telja upp fyrri breytingar á hitafari, og heldur því fram að jöklar hafi hopað á miðaldahlýskeið, sem er rangt - þeir voru í framgangi. Teiknari heldur því jafnframt fram að "there are natural climate variations at work that are not yet understood". Einhvern veginn finnst mér svona áróður hallærislegur. Náttúrlegir orsakavaldar eru mjög vel þekktir og hafa verið rannsakaðir út í ystu æsar, og rannsóknir halda áfram af miklum móð. Allir hugsanlegir náttúrulegir orsakavaldar sæta rannsóknum, þeir eru metnir og skoðaðir í bak og fyrir, og enginn þeirra kemst nálægt því að skýra núverandi hlýnun. Nema aukning CO2.

Teiknari heldur því fram að hlýnun frá 1970 megi skýra með 1 - 2% minnkun í skýjahulu (ef ég skil hann rétt) og virðist halda fram að gervihnettir hafi mælt það í 10 ár! (Hann nennir reyndar ekki að skrifa allt, en ég reyni að túlka teikningarnar með tekstanum).

Samkvæmt IPCC (http://isccp.giss.nasa.gov/role.html) kælir skýjafar jörðina um c.a. 5 gráður á celsíus. Ef skýjafar myndi minnka um 2% myndi það auka hita á jörðinni um 0,1 gráðu. Andrúmsloft jarðar hefur hlýnað um rúmlega 0,5 gráður frá 1970. Teiknari hefði því átt að segja 10%, en ekki 5%.

Næst fer teiknarinn að halda því fram að það hafi ekki hlýnað síðustu 10 árin. Myndin er sett á YouTube mitt ár 2011. Ef hann er að reikna með 2001-2010 þá hittir hann akkúrat í mark (reyndar var 2010 lítið eitt kaldari en 2001). Ef hann hefði notað 2000-2009 hefði hann fengið hækkun upp á cirka 0,2 gráður. Sem sýnir best að það er barnaskapur að ætla sér að spá um langtíma loftslagsbreytingar út frá 10 (eða 15) ára tímabilum.

Reyndar hafa síðustu 15 árin, þ.e. 1999-2013, hlýnað um 0,17 gráðu sem er talsvert hraðari en hlýnun 20. aldar. (Allar hitatölur fengnar frá NASA).

Þarna nennti ég reyndar ekki að horfa lengur, enda var titilsíðan í raun nóg til að sýna pólítískan tilgang myndarinnar. Pólítík eru ekki vísindi, kæri hvells.

Brynjólfur Þorvarðsson, 14.1.2014 kl. 22:01

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir að sýna okkur þetta myndband.

Ágúst H Bjarnason, 14.1.2014 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband