Rétt hjá Sigmundi

Nú lýst mér vel á forsætisráðherrann. Oft veltur bullið úr þessum manni en þarna er hann alveg spot on

"það væri ekki best að bæta kjör þeirra lægstlaunuðu á Íslandi í gegnum skattkerfið. Hann sagði að raunveruleg kjarabót yrði til með aukinni verðmætasköpun."

Við bætum ekki kjör lægst launuðu í gegnum skattkerfið.

Best er að lækka skatta, einfalda regluverk, lækka tolla, afnema gjaldeyrishöft og örva atvinnulífið.

Með þessu bætast hér lífskjör... og þá sérstaklega fyrri fátæka.

hvells


mbl.is Kjör ekki bætt í gegnum skattkerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst trú þín mikil. Að hækka lægstu laun gegnum skattakerfið er sennilega öllu þrautinni þyngri en að troða úlfalda gegnum nálarauga.

Guðjón Sigþór Jensson, 14.1.2014 kl. 21:25

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nákvæmlega

Þú hækkar lægstu launin í gegnum kröftugt atvinnulíf... en ekki í gegnum tilfærslukerfið

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.1.2014 kl. 21:39

3 identicon

Sæll.

Hér vaða allir villu og svíma.

Ef tekjuskattur væri t.d. 9%, hve mikið ættu launþegar þá eftir í sínum vasa eftir að hið opinbera hefur hirt sitt? Ef skattur á fyrirtæki væri 9% væri mun auðveldara yrði fyrir þau að bæði hækka laun sem og ráða fleiri. Ef vsk væri 9% væri mun auðveldara fyrir fólk að kaupa í sig og á. Draga þarf saman í opinbera geiranum um tugi prósenta árlega næstu árin.

Lækkun skatta mun skila öllum betri lífskjörum til lengri tíma litið. Segja þarf upp verulegum fjölda opinberra starfsmanna og helst að byrja á stjórn og forstjóra LV sem sýnt hafa dæmalausa vanhæfni með skýjaborgum um sæstreng ásamt því að hafa fælt áhugasama aðila frá landinu (gagnaver og Bakki).  

Helgi (IP-tala skráð) 15.1.2014 kl. 05:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband