Veik rök

Nú vilja grunnskólakennarar launahækkun.

Þú færð ekki launahækkun ef þú sýnir ekki árangur í vinnu. Þrátt fyrir rándýrt gunnskólakerfi.

Miðað við niðurstöðu PISA þá eiga grunnskólakennarar ekki skilið neina launahækkun. Því miður.

Það er góð lausn að binda laun kennara við vísitölu PISA könnunar. Þá fylgir launahækkunin árangri í kennslu. Það er betra fyrir alla aðila. Foreldra, kennara og þjóðina sem heild.

hvells


mbl.is Einn sá dýrasti í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hvað er búið að bæta miklu við grunnskóla kennslu? setja inn hin ýmsu "nauðsynlegu" fög. var ekki verið að ræða að setja inn námskrá grunnskólanna feminísk fræði á síðasta kjörtímabili? hversu margar svona greinar eru komnar þarna inn nú þegar?

Fannar frá Rifi, 14.1.2014 kl. 09:21

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það var kennd kynjafræði í eitt ár í 10.bekk í grunnskóla Ísafjarðar.

En það var hætt vegna "peningaskorti"

En það er verið að kenna stæ, ísl, lestur og þessi grunnfög frá 1.bekk uppí 10.bekk (í tíu ár)...  það er ekki hægt að afsaka lélegan árangur í þessum fögum með einhverju örfáu valfögum í 9.-10.bekk.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.1.2014 kl. 09:31

3 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Samkvæmt reynslu minni af íslensku skólakerfi þá kenna kennarar allt of lítið - og fer minnkandi með starfsaldri. Elstu kennarar eru með svo litla kennsluskyldu að þeir ná ekki að vera umsjónarkennarar jafnvel yngstu bekkja.

Svo er sumarfríið auðvitað allt of langt. En á meðan launin eru ekki hærri en þau eru treysta margir kennarar á sumarvinnu til að halda sér á floti.

Reynsla mín af skólakerfum almennt er sú að gríðarlegur tími fer til spillis - allt fyrirkomulag skólahalds er miðað við þarfir kennara en ekki þarfir nemenda.

Loks má nefna hina síauknu mæliþörf sem kemur ekki aðeins að ofan. Allt á að mæla með einkunnagjöf og tími sem gæti farið í að kenna fer í að fara yfir verkefni og sinna öðru pappírsstússi.

Síðast þegar ég var í kennslu á Íslandi höfðu skólastjórar nýfengið rétt til að ráða einhverjum fjórum tímum á viku í starfi hvers kennara (þ.e.a.s. utan kennslu). Greyið skólastjórinn hafði ekki hugmynd um í hvað átti að nota þennan tíma, og mig grunar að svipað sé ástatt víða annars staðar.

Við lærum öll best af því að gera hlutina. En skólakerfi heimsins virðast færast í sífellt meiri mötunarátt, með sífellt meiri áherslu á að allan afrakstur nemenda eigi að mæla. Sem þýðir að kennarar forðast að láta nemendur gera nokkurn skapaðan hlut annan en sitja, þegja og svara krossaprófum.

Auðvitað eru til mjög góðir kennarar á milli, fólk sem hefur hugsjón og gerir vel. En eiga gæði kennslu að vera háð því að einstaka hugsjónamanni gengur vel?

Brynjólfur Þorvarðsson, 14.1.2014 kl. 09:55

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Alveg rétt. Það er mikil tímasóun í grunnskóla. Hann verður vonandi styttur um eitt ár einsog menn hafa verið að tala um.

Margir nýútskrifaðir kennarar fara inn í skólana með hugsjónir og metnað. En þegar þeir koma inn í "kerfið" þá átta þeir á sig að það er enginn hvati til að gera rétt og frumkvæði er litið hornauga. ::: þetta endar bara á einn hátt

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.1.2014 kl. 10:40

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Vá hvað þessi frétt er mikil tuska í andlitið á kennurum.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 14.1.2014 kl. 13:03

6 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Hvells, ég er nú ekki fylgjandi því að stytta grunnskólann. Frekar vildi ég sjá skyldunámi framlengt um tvö ár, til 18 ára aldurs.

Tímasóunin felst ekki í því hversu mörg ár börnin eru í skóla, heldur því hversu illa er farið með þann tíma sem þau eru í skólanum. Lengjum skólaskyldu, styttum sumarfrí og aukum kennsluskyldu kennara, snarminnkum mælihyggjuna.

Eða viltu sjá enn verr menntuð ungmenni en nú er ráfa um á götunum atvinnulaus? Það er eina sem fæst út úr styttingu náms.

Brynjólfur Þorvarðsson, 14.1.2014 kl. 13:13

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Stytting náms leiðr ekki til meira atvinnuleysi. Það er fáránlegt að slengja því fram án heimilda (enda eru þær ekki til)

Það ef þú styttir grunnskólann um eitt ár án þess að draga úr fræðsluskyldunni þá gefur auga leið að dagskráin verður þéttari í þessi 9 ár. 

Svo á að sjálfsögðu að stytta framhaldsskólann um eitt ár líka.

Þá verða Íslendingar stúdent 18ára alveg eins og Danir.

Við hljótum að geta gert það....  þeir sem mótmæla því eru að viðurkenna það að víð Íslendingar séum heimskari en Danir.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.1.2014 kl. 13:57

8 identicon

Íslenskir grunnskólar hafa meira verið byggðir upp út frá hagsmunum verktaka en skólastarfsins sjálfs. Með öðrum orðum, meira lagt upp úr umbúðum á kostnað innihalds. Sjáið bara þessar byggingar hérna, þvílíkir steypuklumpar og sumar þeirra klæddir með marmara. Bera saman byggingar hér og víða erlendis (eins og t.d. í Noregi) er hlægilegt. Ekki skrýtið en við séum með dýrasta grunnskólakerfi í heimi, eitthvað kostar að halda þessum steinklumpum við.

Þórður (IP-tala skráð) 14.1.2014 kl. 14:32

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála því

Þetta er það sem stjórnmálamenn gera. Eyða almannafjár í einvherja skýjaborgir og eiga enga pening til þess að greiða mannsæmandi laun.

Lög um að skóla séu einsetir á mikla sök í þessu máli

Og þar með við kjósendur

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.1.2014 kl. 14:45

10 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Hvells, ég held að við séum að tala um tvo óskylda hluti þegar kemur að styttingu náms. Ég tel að skyldunám eigi að vera til 18 ára aldurs. Unglingar 18 ára og yngri eiga ekki auðvelt með að fá vinnu utan sumartíma, ef skyldunám yrði stytt um 1 ár þá kæmu árlega einhver þúsund 15-16 ára á vinnumarkaðinn og hvar eiga þeir að vinna?

Auk þess segir það sig sjálft að ef þú styttir skólagöngu að jafnaði um eitt ár þá þá eykst framboð af vinnuafli til frambúðar um einn árgang (um 4.500 manns, 50% af núverandi atvinnuleysi). Heldurðu að stytting náms skapi með einhverjum göldrum störf fyrir þessa einstaklinga?

En hvort menn geti verið orðnir stúdentar 18 ára? Í Skotlandi getur maður fengið stúdentspróf 17 ára og útskrifaður með bachelors gráðu úr háskóla 20 ára. Persónulega finnst mér það allt of ungt, einstaklingar eru ekki fullþroska 17 ára eða 20, og geta 17 ára til að standa sig í háskólanámi að öllu jöfnu mun minni en tuttugu ára.

Í Bretlandi er algengur stúdentpsprófsaldur 18 ár. Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er algengasti aldur 19 - 20 ára, en duglegir nemendur geta klárað fyrr, um 18 ára aldur. Duglegir íslenskir nemendur geta hafið háskólanám 18 - 19 ára. Börnin mín höfðu bæði möguleika á að útskrifast 18 ára en völdu að draga það um eitt ár.

Í Þýskalandi er skólaskylda til 18 ára aldurs (löngu eftir að hinum eiginlega grunnskóla er lokið) og háskólanemendur útskrifast oftar en ekki nálægt þrítugu. Þýskaland hefur nú ekki orðið fyrir neinum augljósum efnahagslegum skaða af.

Sjálfur útskrifaðist ég sem stúdent 18 ára og tel það vera mestu mistök - mig vantaði svo sannarlega þessi tvö ár aukalega áður en ég hóf háskólanám.

En hvers vegna á að koma börnum fyrr út á vinnumarkaðinn, eða fyrr í háskóla? Hvaða þjóðhagslegi eða samfélagslegi akkur er í því? Ég á mjög erfitt með að skilja það.

Brynjólfur Þorvarðsson, 14.1.2014 kl. 15:52

11 identicon

Sælir.

Hér eru allir með allt á hreinu varðandi lausnir.

Eðlilegt er að komast að því í hvað peningarnir fara. Íslenska skólakerfið er dýrt miðað við OECD en laun kennara með því lægsta sem gerist. Í hvað fara peningarnir?

Lausnin er fólgin í að afnema skólaskyldu en hafa bara fræðsluskyldu. Við sjáum svipað með opinber heilbrigðiskerfi, kostnaðurinn rýkur upp en árangurinn fer niður. Opinber kerfi hafa mikla tilhneigingu til að verða dýrari en skila minni árangri/afköstum.

Það er voðalega þægilegt að bolsóttast út í kennara hér en gleyma því alveg að það er ekki auðvelt að vera með foreldra á bakinu sem ekki nenna að bera ábyrgð á eigin börnum. Hvað getur kennari t.d. gert við nemanda sem er óalandi og óferjandi? Af hverju eiga sum börn að gjalda fyrir það að önnur börn sinna ekki sínu og hlusta ekki?

Helgi (IP-tala skráð) 14.1.2014 kl. 16:05

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þeir kennarar sem ekki sjá þörf á að verja börnin sjálf fyrir grunnskóla-vitleysunni, eru ekki réttu megin við siðferðislínuna. Þeir fáu grunnskólakennarar sem ofbýður þetta grunnskólabull, eru hraktir út í þöggunarhorn hinna stóru fjölmiðla.

Það er ekki hlutverk grunnskóla að ræna börn sínu sanna sjálfi og hæfileikum/styrkleikum, með pólitískum skoðanakúgunum einhverra klíkuvitleysinga, úti í hinu pólitíska glæpastjórnamála-umhverfi.

Ef barni líður sjúklega illa í grunnskóla, þá er óverjandi að skólastjórnar-kennslu-umhverfið fái að verja sig sjálft. Og fái launahækkun fyrir það sem brýtur sjálfstraust og heilsu barna niður?

Nei, og aftur nei! Svona verður ekki verjandi að halda grunnskóla-bullinu áfram!

Ég gæti sagt svo miklu meira um þessa skóla-brenglun. En ég læt þetta duga í bili. En ég hef svo sannarlega ekki sagt mitt síðasta í þessum grunnskóla-barna/mannréttinda-brotum, hjá hinu opinberlega stýrða heilaþvottakerfi!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.1.2014 kl. 17:02

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Helgi, nr. 11. Hvers vegna eru ekki myndavélar í og utan skólastofanna í grunnskóla-skyldu-fangelsunum?

Hvað er það sem ekki má sjást?

Eru ekki myndavélar í öllum bönkum? Líklega til að ekkert misjafnt eigi sér stað í þeim stofnunum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.1.2014 kl. 17:14

14 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Helgi, mér vitanlega er fræðsluskylda á Íslandi, en það er vel hægt að reka sjálfstæða skóla (og nokkur dæmi um slíkt). Sem sagt, hið opinbera er skyldugt til að veita fræðslu, en foreldrar eru ekki skyldugir til að senda börn í opinbera skóla - en þau eru skyldug til að sjá til þess að börn fái fræðslu.

Anna, þú tekur nokkuð sterkt til orða en ég er talsvert sammála því sem þú segir. Hefðbundið skólastarf (nánast alls staðar, ekki bara á Íslandi) er ekki hannað með hag nemanda fyrir brjósti - langt í frá. Það er hannað með hag hins pólítíska samfélags og hag kennara í huga.

En helsti þröskuldur þegar kemur að nýsköpun í skólastarfi eru foreldrar - þeir eru afskaplega fáir sem vilja að börnin fari í eitthvað annað en "hefðbundna" skóla. Eigum við að fara Rússnesku leiðina?

Brynjólfur Þorvarðsson, 14.1.2014 kl. 22:08

15 identicon

@14: Sæll.

Hér er skólaskylda en ekki fræðsluskylda eftir því sem ég best veit. Með því að kippa út skólaskyldunni er ekkert sem stoppar foreldra í því að taka sig saman um að mennta sín börn - þá væru skólarnir komnir með samkeppni. Með afnámi skólaskyldu gætu skólarnir sent börn heim sem kunna ekki að haga sér og eru ekki í skóla til að læra. Foreldrar verða að bera ábyrgð á sínum börnum. Menn gleyma líka alltaf þessum 80-90% eða svo af nemendum sem geta náð ágætis árangri ef þeir fá til þess frið og næði. Hlutverk kennara er að kenna en ekki að ala upp börn.

Ég ætla ekki að fara að verja kennara en þessi vandi er ekki svo einfaldur að nóg sé að skoða bara eina hlið hans. Ef kennarar erlendis geta staðið sig vel hví ættu islenskir kennarar ekki að geta staðið sig vel? Ég þekki fleiri en einn kennara sem hætt hefur vegna launa sem og vegna aðstæðna - margir fara að kenna til að kenna en ekki til að ala upp annarra manna börn.

Sjálfstæðir skólar eru vart til nema að nafninu til. Hið opinbera er með puttana í öllu í gegnum bæði peninga sem og reglur. Ef þú vildir t.d. stofna einkaskóla held ég að það sé nánast útilokað - nema skólinn sé nánast algerlega eins og núverandi grunnskólar.

Mér finnst skipta öllu máli að fólk hafi val. Ef einhverjir vilja setja börnin sín í grunnskóla sem er ekki að standa sig (einhverra hluta vegna) þá þeir um það. Þeir sem vilja kannski setja sín börn í dýra einkaskóla sem mennta börnin eiga að geta valið um það. Þeir kennarar sem eru virkilega góðir eiga líka að fá að njóta þess í launum en launin fyrir þetta starf eru algert rugl - sérstaklega ef um hæfa kennara eru að ræða.

@13: Þú verður að hugsa áður en þú talar. Það má ekki setja upp myndavélar í skólastofum af persónuverndarsjónarmiðum. Það er ekki allt slæmt í skólunum kennurum að kenna.

@12: Með því að afnema skólaskyldu og setja fræðsluskylduna á herðar foreldra væri auðvelt fyrir foreldra að taka barn úr skóla þar sem því líður illa. Þá ber foreldrið ábyrgð á því að barnið fái menntun.  

Vandinn er að verulegu leyti miðstýrt skólakerfi. Við þurfum ekki miðlægar námskrár. Látum skólana og kennarana sjá um þetta og þeir sem ekki standa sig fá enga nemendur. Kippum hinu opinbera nánast algerlega út úr dæminu.

Helgi (IP-tala skráð) 15.1.2014 kl. 05:43

16 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Brynjólfur. Ég hef ekki þekkingu á einhverri Rússneskri leið. Þess vegna ætla ég ekki að reyna að tjá mig um þá leið.

Grunnskólaskylda fyrir börn er verri en engin, ef sú skólaskylda er einungis hugsuð sem hagur pólitískra áróðurs-heilaþvotta-stýringar heimsveldis-stjórnsýslu. Og það gildir svo sannarlega um grunnskólaskyldu í öllum löndum, en ekki bara á Íslandi.

Börn eiga rétt á að vera þau sem þau eru fædd til að vera. Mótunarárin eru viðkvæm, og ef þau fá ekki að styrkjast í að vera þau sjálf á grunnskólaárunum, þá þurfa þau að byrja á því að leita að sínum eigin sjálfs-styrk/vilja/áhuga, þegar þau eru búin með ófrjálsa kúgunar-skyldunámið.

Og opinberlega rekin menntun er einskis virði fyrir börnin, ef á að mennta þau til einhvers annars en þeirra sálarvilji og styrkleika-áhugi vill.

Það eru mannréttindi barna, að fá að styrkjast sem þær persónur sem þau eru fædd til, á mótunarárunum. En það þýðir ekki að þau eigi að sleppa við eðlilegan uppeldisaga, og samfélags/siðferðismenntun. Það er fáránlegt að gera ráð fyrir öðru en að foreldrar sjái um þá menntun og aga.

Öll börn vilja læra að lesa, ef þeir eru ekki setti í einhverja stress-kúgunar-stöðu, sem stjórnað er af heilaþvotta-pólitíkusum. Börn eru með þeim óbrenglaða og hreinlega hæfileika gædd, að sjá í gegnum blekkingar fullorðinna. Það er frekar flókið að ætla að kenna börnum eitthvað, sem þau skynja og skilja að er bara bull og áróður. Fullorðið fólk heldur stundum að börn hvorki skynji né skilji, hvað er rétt og hvað er rangt. Börn eru miklu klárari en fullorðið fólk almennt heldur, og þau sjá í gegnum lygar og blekkingar fullorðinna, í mörgum tilfellum. (sem betur fer).

Kennarar eru afskaplega misvel hæfir á ólíkum sviðum. Kennarar verða líka að fá að vera þeir sem þeir raunverulega hafa kennara-hæfileikaþörf fyrir að vera, í sínum styrkleikum.

Það verður enginn góður kennari, ef hann er hræddur við skólayfirvöld, eða horfir einungis á kaupið og stöðugróðann.

Stórbrengluð skólakerfis-stjórnsýslu-yfirvöld eyðileggja bæði góða kennara og marga af frábæru og ólíku nemendunum, með pólitískum niðurbrots-reglum, og einkavina-skólabókastyrkveitinga-útgáfum, fyrir offjármagns-ríkisstyrki skattborgaranna.

Það eru því miður til dæmi um að grunnskóla-kennarar hafi þurft að funda sérstaklega, til að reyna að skilja hvernig eigi eiginlega að kenna sumar bækur í fyrstu bekkjum grunnaskóla. Svo galið hefur þetta verið hjá ó-ábyrgum klíku-skólayfirvöldum.

Ekki veit ég hverju kennurum er hótað, ef þeir hlýða ekki þessu námsbóka-skyldukennslu-bulli grunnskólanna. En það hlýtur að vera eitthvað álíka slæmt eins og að verða rekinn, eða jafnvel lagður í mannorðseinelti?

Ég trúi nefnilega ekki að grunnaskólakennarar séu almennt annað en ágætis fólk.

Læt þetta duga í bili. En ég er ekki nærri því búin með allt sem ég hef að segja, um þessi spilltu skólayfirvalda-stjórnsýslumál.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.1.2014 kl. 20:58

17 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Einfallt og flókið... Það er búið að gera einfaldan hlut flókinn og já þar spila klárlega falið tímakaup og ógagnsæi í kjarasamningum undanfarinna áratuga mikla rullu.

Annað sem má benda á eru úrræði kennara varðandi agavandamál. Hver eru þau?

Hvað hefur kennarinn að segja um börn sem þurfa á sérkennslu að halda og að sú kennsla eigi að fara fram innan bekkjarins?

Hvað með úrræði fyrir börn sem einfaldlega hafa ekkert í skóla að gera? Áður fyrr var ekki hikað að setja þau út á vinnumarkaðinn í stað þess að brjóta þau niður í efri bekkjum grunnskólans og búa jafnvel til enn stærra vandamál. Þetta var gert með fullri vitund og vilja allra aðila.

Að mínu mati er það eina sem hefur gerst í skólamálum síðustu áratuga er að kröfur til nemenda hafa minnkað. Í dag er grunnskólanám þannig að allir fara í gegnum það. Framhaldsskólanám er á svipuðu plani og grunnskólanám var og háskólanám er á menntaskólaplani.

Ég er ekki einn um að hafa þessa skoðun, því kennarar sem ég þekki og eru með áratuga reynslu, sumir hverjir, eru algerlega á þessari skoðun.

Lausn, hún er ekkert flókin, takið upp kennsluhætti sem voru við lýði um 1970 og ég skal skrapa hrúðukarla næstu 30 árin ef það skilar ekki árangri innan 3ja ára.

Sindri Karl Sigurðsson, 16.1.2014 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband