Laugardagur, 11. janúar 2014
Merkur maður látinn
Sharon var góður forsætisráðherra og leiðtogi þjóðar.
Hefur reyndar verið de facto látinn lengi.
Hér í íslensku fjölmiðlunum og umræðunni hér á landi er hann kallaður blóðþyrstur morðingi og landtökumaður.
En í alvöru þá tók hann landnemana í burtu af Gaza svæðinu með valdi. Tók sitt eigið fólk af svæðinu. Gerðist árið 2005. Hvað gerðist eftir það? Jú, Hamas tóku þar völdin og ástandið orðið miklu verra en það var. Vel gert Palestínumenn! Þetta er það sem friðeskendurnir á Íslandi vildu.
Meira um Gaza brottförina er hér http://en.wikipedia.org/wiki/Israel%27s_unilateral_disengagement_plan
kv
Sleggjan
![]() |
Ariel Sharon látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Einhver illræmdasti morðingi sögunnar loksins dauður, ástæða til að fagna.
Trausti (IP-tala skráð) 11.1.2014 kl. 18:35
Var Sharon ekki nefndur "Slátrarinn frá Beirut"?
Pétur D. (IP-tala skráð) 11.1.2014 kl. 19:53
Hvaða áróðurspésa eru þið að lesa drengir mínir?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2014 kl. 20:50
Þessir tveir eru fæddir og uppaldir hér landi greinilega.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2014 kl. 21:09
"Þessir tveir eru fæddir og uppaldir hér landi greinilega."
.
Algjörlega rangt. Það ert þú sem ert heimaalningurinn og hefur orðið fyrir heilaþvotti hægrimanna. Ég hef búið mestalla ævina í útlöndum. Í þeim löndum sem ég hef búið var alltaf talað um Sharon sem "Slagteren fra Beirut", "The butcher from Beirut" o.s.frv. eftir að hann lét fremja fjöldamorð í flóttamannabúðum í Líbanon.
.
Að hann stöðvaði nýbyggingar Ísraela í Gaza og dró herliðið tilbaka, hafði ekkert að segja, því að Ísraelsher hefur ráðizt inn í Gaza æ síðan af minnsta tilefni og drepið grjótkastandi börn með fallbyssum skriðdreka. Ísraelar reyndu að svelta og sýkja alla Gazabúa í hel, en það tókst ekki.
.
Og Ísraelar munu halda áfram að byggja á Vesturbakkanum sem þeir hernámu ólöglega fyrir 46 árum þangað til þeir hafa tekið yfir allt land Palestínu-Araba með blessun Bandaríkjamanna, enda virðast gyðingar stjórna ráðamönnum í USA.
.
Hvers vegna eru bandarísk yfirvöld svona æst yfir því að Íranir séu að koma sér upp kjarnorkuvopnum, en loka augunum fyrir kjarnorkuvopnaeign Ísraela? Er það af því að í laumi dást Bandaríkjamenn að þessari velsmurðu drápsvél sem Ísraelsher og Mossad eru, á sama hátt og þeir dáðust að skilvirkni nazistanna og foringjaræðinu í 3. ríkinu?
Pétur D. (IP-tala skráð) 12.1.2014 kl. 01:04
Nasistana já
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2014 kl. 09:45
Skv. lögmáli Goodwins þá ætti þessari umræðu þar með vera lokið.
.
Hins vegar hafði athugasemd mín einnig annan tilgang, nefnilega að líkja saman framferði Ísraela gagnvart Palestínuaröbum við meðferð nazistanna á gyðingum. Enda þótt arabar væru einir tryggustu stuðningsmenn nazistanna af augljósum ástæðum.
.
Pældu líka í þessu: Ísraelar voru mikilvægustu bandamenn/viðskiptafélagar suður-afrískra stjórnvalda á Apartheid-tímabilinu, þrátt fyrir viðskiptabannið. Birds of a feather flock together. Rasisminn og kúgunin sameinaði þessi tvö lönd.
Pétur D. (IP-tala skráð) 12.1.2014 kl. 19:34
Þeir hafa ráðist á Gaza eftir að þeir fóru, rétt er það.
Það er vegna þess að Hamas hryðjuverkasamtök tóku við eftir að landnemarnir fóru. Eru Palestínumönnum ekki viðbjargandi að allavega stilla hófsama einræðisstjórn þarna? Eða alvöru lýðræði? , Frið kannski? , nei, SNillingarnir í Palestínu fóru allt aðra leið.
Þeir ákváðu líka að vinna ekki. Kveiktu í öllum blómaverskmiðjunum sem Landnemarnir skildu eftir, og fleiri atvinnugreinum,,,,,,,Palestínumenn fengu tækifæri til að framleiða, bæta lífskjör sín, , , slepptu því og ákváðu að eyðileggja líf sitt og sína framtíð með ofsafenginni stjórn.
sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 13.1.2014 kl. 06:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.