Rýmast fyrir önnur trúarbrögð

Það er mjög eðllileg þróun að fólks skráir sig úr þjóðkirjunni.

Biskupsstofa og co hafa þaggað niður öll kynferðisbrotamál. Biskupar hafa meira segja gerst seki.

Ástæðan gæti einnig verið að fólk er að reyna fyrir sér önnur trúabrögð.

 

Nú hafa múslimar fengið leyfi fyrir að byggja Mosku.

 

Ég legg til að leyfi sé veitt til að byggja Sinagogu fyrir Gyðinga hér á Íslandi.! af hverju ekki? Eru múslimar eitthvað fremri í forgangsröðinni? Friður fæst ekki fyrren Singagoga fær að koma.

Sleggjan


mbl.is Eitt þúsund manns gengu úr þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir. Hafa gyðingar farið fram á byggingu og verið hafnað? Veit ekki til þess. Þarf ekki frumkvæðið að koma frá þeim?

-B

Bjarni Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.1.2014 kl. 11:19

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er mjög eðlileg fækkun.

Hún stafar aðilega af því að prestar og biskupar eru að nauðga sóknarbörnunum sínum og yfirmenn kirkjurnar þagga máli niður.

Það er mjög eðliegt að almenningur blöskrar þetta og vilja ekki bendla sig við nauðgun á börnum.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2014 kl. 13:36

3 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Öll þessi umræða um byggingu mosku eða ekki hefur verið gjörsamlega út í hött. Eftir að hinn illi nýlendukóngur Kristján IX. (níundi) þröngvaði trúfrelsi upp á Íslendinga á í orðu kveðnu að ríkja hér trúfrelsi.  Slíkar hugmyndir áttu uppruna sinn hjá villutrúrakónum eins og Voltaire og fleirum suður í Frakklandi og urðu að veruleika í hinum ýmsu byltingum í París, - 1789, 1830 og 1848 og bárust þaðan alla leið norður til Danmerkur. Danska stjórnarskráin, Grundloven, frá 1848 er bein afleiðing byltingarinnar (í París og óeirðum í Köben) sem næstum hafði steypt konungsveldinu. Þá var komið á nokkurs konar lýðræði í danska konungsveldinu en Íslendingar streittust við að halda í sínar fornu hefðir, s.s. vistaband o.fl. (þ.e. þrælahald alþýðufólks). Því miður héldu Danir ákvæði um lútersk-evangelíska þjóðkirkju í stjórnarskránni frá 1848 sem hefur því frá 1874 verið föst í hinni íslensku útgáfu hennar frá 1874 til dagsins í dag. Frakkar skildu gjörsamlega að ríki og kirkju árið 1905 (módelið nefnist "la laïcité", þ.e. ríkið er veraldlegt) og því ríkir raunverulegt trúfrelsi þar í landi. Það er hin eina nútímalega lausn. Gyðingar eru örfáir hér á landi og hafa kosið að halda "lágan prófíl" til að vekja ekki sofandi hunda, enda hefur gyðingahatur (í landi án gyðinga) lengi verið landlægt hér og fer vaxandi frekar en hitt. Enginn virðist getað talið sig vinstri mann hérlendis án þess að styðja allar aðgerðir Araba gegn Ísrael og að hata "síonista". Oftast er ekki hægt að greina mun á andstöðu við "síonista" (sem þýðir einfaldlega menn sem óska þess að gyðingar eignist eða eigi þjóðríki) og gamaldags gyðingahatri. Ef hinir örfáu gyðingar (eða trúarhópurinn Gyðingar) óska eftir að fá að byggja hér sýnagógu (samkunduhús) eiga þeir að sjálfsögðu að fá það.

Sæmundur G. Halldórsson , 11.1.2014 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband