Föstudagur, 10. janúar 2014
Samhugur
Nú þarf að standa saman til þess að ná hér stöðugleika.
Það er ekki hægt að heimta meiri pening úr tómum ríkissjóði.
Ríkisstarfsmenn hljóta að bera hag skattborgara fyrir brjósti eða hvað?
Ég trúi því ekki fyrr en ég sé það að ríkisstarfsmenn séu svona fjandsamir almennings.
Að heimta 200þúsund króna hækkun þegar lágmarkslaun gátu ekki einusinni hækkað um 20þúsund er móðgun við fátæka.
Svo er ekki hægt að bera saman laun í opinbera og einkageiranum. Þeir sem eru í opinbera geirnaum er með ríkistryggðar lífeyrisgreiðslur sem eru núna komin í 500milljarða skuldbindingu fyrir ríkissjóð.
En ef þeir eru svona góðir starfskraftar og vilja hærri laun einsog í einkageiranum þá geta þessir háu herrar alltaf sagt starfi sínu lausu og sótt um starf í einkageiranum er það ekki? Víst þeir telja sig vera svo verðmætann mannauð þá ætti það ekki að vera neitt mál.
hvells
![]() |
Vilja 200.000 kr. hækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
hvar eiga kennarar, læknar, sjúkrafluttningamenn, slökkviliðsmenn, leikskólakennarar að vinna annarstaðar en hjá hinu opinbera.
það getur verið að einhver af þeim geti unnið á almennum markaði en oftast er þetta eini atvinnurekandinn fyrir þessar starfséttir.
það að þú vinnir hjá hinu opinbera á ekki að þíða að þú verðir bara að sætta þig við það að fólk tali um þig sem annars flokks starfsmann.
hvar færð þú út að það sé rétt að kalla þá "Háa Herra", ef þú heldur að þetta fólk séu hinir "Háu herrar" er ekki skrítið að enginn sé talinn ábyrgur fyrir þeim reglum og áhvörðunum sem þeir taka.
það virðist aldrey vera rétti tíminn til að leiðrétta þann mun sem skapast hefur á vinnumarkaði milli hinns opinbera starfsmanns og þeim sem er á almennum vinnumarkaði.
Ingi Þór Jónsson, 10.1.2014 kl. 08:31
Ríkisstarfsmenn þurfa samt að byrja að átta sig á einu.
Ríkið tók ekki þátt í niðurskurði eins og almenni markaðurinn og það að ætla að fara hækka nú með og umfram almenna markaðinn væru absúrd.
Það mætti etv benda þeim á dæmisöguna um Litlu Gulu Hænuna.
Kennarar geta síðan illa borið sig saman við aðra hópa hérlendis eða erlendis enda fáheyrt að ein stétt fái viðlíka tilslakanir og þeir og þá m.a. tilslökun á vinnuskyldu síðustu 15 ár starfævinnar, N.B. óháð því hvort að þeir hafi unnið fyrir í 1 ár eða 20.
Það er ekkert mál að hækka kennara í launum um 15-20% en þá þarf til að þeir vinni fullann vinnudag út starfsæfina og það til 67 eins og við hin.
Ath að þetta var boðið í verkföllum rétt um 1990 og þá kolfellt.
Sama gildir um LSR.
Ef að það á að vera "ein þjóð" að þá þýðir ekki að hafa tvö ólík lífeyriskerfi.
Algjör grunnur að jöfnun launa þess hóps er þá jöfnun lífeyrisréttinda.
Það er ekki hægt að jafna upp enda munu þá fara í það um 1000 milljarðar og meginþorri allra kauphækkanna almenna markaðarins næstu 5--7 ár þá sem og að sá hópur verður óhjákvæmilega fyrir 8-10% tekjuskerðingu á þeim tíma m.v. meira að segja markmið Seðlabanka um verðbólgu.
Óskar Guðmundsson, 10.1.2014 kl. 09:17
Geturðu lifað af 330 þúsundum? Það er ekki séns að ég geti það og ég ætla engum að geta það, en samt er ætlast til að fólk geri það og mennti börnin okkar.
Kristján Emil Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.1.2014 kl. 09:45
330þúsund eru mjög góð laun og eru tvöfalt hærri en þær tekjur sem ég hef haft meirihlutann af minni starfsævi.
En það er ekki hægt að bera saman opinber laun við einkamarkaðinum
opinberir starfsmenn eru með ríkisstryggðan lífeyrissjóð, styttri vinnutíma og það er ekki hægt að reka þá fyrir léleg störf.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 10.1.2014 kl. 09:52
ríkisábirgðin er óneitanlega mikill kostur við lífeyrisjóði opinberra starfsmanna, ég er alveg sammála um að það eigi bara að vera einn lífeyrissjóður en það segir ekki að það eitt geri launaójöfnuðinn "sangjarnan".
það að upp séu safnaðir "500milljarða skuldbindingu fyrir ríkissjóð." er ekki hægt að setja á opinbera starfsmenn, það að ríkið hafi áhverðið að eyða lífeiris greiðslum þeirra í stað þess að ávaxta þá er eitthvað sem ríkið sjálft þarf að standa undir.
"Ríkisstarfsmenn hljóta að bera hag skattborgara fyrir brjósti eða hvað?
Ég trúi því ekki fyrr en ég sé það að ríkisstarfsmenn séu svona fjandsamir almennings."
þetta fólk er ekki í sjálfboðavinnu og á rétt á að fá borgað það sama og aðrir, það á ekki að þurfa að líða svona skítkast fyrir að vilja berjast fyrir rétti sínum.
Ingi Þór Jónsson, 10.1.2014 kl. 10:23
Ég er nýútskrifaður kennari með þrjú börn. Ég fæ útborgað um 240.000 á mánuði. Ég get ekki lifað á því, þannig að ég vinn líka á sambýli. Þá næ ég kannski 300.000 í útborgun. Bróðir minn rafvirkinn er með tvöföld mín laun, samt er ég með háskólamenntun...sanngjarnt ?
D.S. (IP-tala skráð) 10.1.2014 kl. 10:34
Ingi
Og þessi "réttur" er þá að hækka um 200þúsund krónur á meðan lægstu launin hækkuðu um 7þúsund krónur í nýlegum kjarasamningi?
"slæmt er þitt ranglæti, en verra er þitt réttlæti." eissog sagt er
Svo þarft þú að útskýra hvernig ríkið eyddi lífeyrisgreiðslum.... ertu með heimild fyrir því?
hve
Sleggjan og Hvellurinn, 10.1.2014 kl. 11:15
D.S
Verkmenntun er ekkert síðri en háskólamenntun.
Svo þekki ég marga í kennaranámi og allir eru sammála því að þetta er einfaldlega skítlétt nám. Rauninni algjört djók.
Háskólamenntun er ekki sama og háskólamenntun. Ef þú vildir há laun þá ættir þú að hafa valið hugbúnaðaverkfræði.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 10.1.2014 kl. 11:17
Ef við ætlum að bæta menntakerfið að þá verðum við að fara að borga kennurum mannsæmandi laun. Það eru fá störf sem skipta meira máli en að mennta ungdóminn og auka áhuga þeirra á námi. Við erum með of hátt brottfall úr skólum og sérstaklega hjá drengjum. Ég held að það sé samhengi þarna á milli og sérstaklega þarf að fá fleirri karl kennara til starfa en það gerum við ekki með því að greiða 330.000 kr á mánuði fyrir þetta starf. Hvernig við förum að því að gera þetta starf eftirsóknarvert veit ég ekki og ég veit að við getum ekki gert þetta strax en þetta er eitthvað sem við ættum að stefna að því þegar upp er staðið að þá er það eitthvað sem skilar sér vel til baka.
Baldinn, 10.1.2014 kl. 14:01
það virkar ekki að henda pening í vandann
sagan sýnir það
við eyðum meira í grunnskólana heldur en allar vestrænar þjóðir þannig að peningaskortur er ekki málið (það eru háskólarnir sem eru sveltir en það eru engir að tala um að hækka launin hja lektorum sem dæmi)
við eigum að nýta peninginn betur sem eru nú þegar að streyma í kerfið.
auka hagkvæmni og með því hækka laun kennara
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 10.1.2014 kl. 15:24
Bara eðlilegar kröfur miðað við það sem þessi hópur er að horfa upp á hér á hverjum degi.
Nýlega hækkaði kjaradómur laun forstjóra ríkisstofnanna um svipaðar upphæðir, og langt aftur í tímann, stjórnmálaflokkarnir taka sér sífellt hærri styrki úr ríkissjoði og fjölga aðstoðarmönnum nánast á hverjum degi, á hinum almenna markaði berast daglega fréttir af launahækkunum upp á hundruði þúsunda á mánuði ásamt kaupaukakerfum sem skila völdum aðilum tugum miljóna á ári greiddir af eigendum sem í flestum tilfellum eru lífeyrissjóðirnir.
Ég sé enga skynsamlega ástæðu afhverju þetta fólk ætti ekki að fara fram á svipaðar hækkanir.
Sigurður (IP-tala skráð) 10.1.2014 kl. 16:05
Þér finnst semsagt eðlilegt að fara fram á 200þúsund króna hækkun þegar lágmarkslaun gátu ekki einusinni hækkað um 20þúsund í nýgerðum kjarasamningi?
Áhugaverð skoðun.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 10.1.2014 kl. 16:28
það var fréttin en ekki ég sem var að nefna 200.000 Hvellur þannig ekki vera að setja eitthvað í minn munn.
fréttin var heldur ekki að segja að þeir væru að fara framm á 200.000 kr. launahækkun heldur að launamunurinn væri orðinn 200.000kr og það þyrfti að brúa það bil í áföngum.
ef þú heldur í alvöru að það sé hægt að segja við fólk "það virkar ekki að henda pening í vandann" eða "Ef þú vildir há laun þá ættir þú að hafa valið hugbúnaðaverkfræði." og ættlast eftir samstöðu í að halda stöðugleika er eitthvað að.
Ingi Þór Jónsson, 10.1.2014 kl. 16:35
Hvernig er hægt að réttlæta hærri laun ef þau geta ekki einusinni skilað af sér börnum þannig að þau geta lesið sér til gagns eftir tíu ára nám?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 10.1.2014 kl. 18:02
Það má ekki gleymast að ríkisstarfsmenn hafa gegnum tíðina samið um lægri laun gegn góðum lífeyrisréttindum. Kennarar hafa líka rúm frí, takmarkaða kennsluskyldu osfrv. (plís - ekki sönginn um endurmenntun - stór hluti vinnur mestan hluta af fríum) Það er ómerkilegt að sópa þessu undir teppið. Sambærileg laun við laun á almennum markaðu þýðir væntanlega afnám umsaminna sérréttinda. Hins mættu byrjunarlaun hækka.
Þjóðólfur (IP-tala skráð) 10.1.2014 kl. 18:36
Sleggjan og Hvellurinn. Mér finnst þú heldur ódýr í svörum. Kostnaður per nemanda í Grunnskólanum er dýr á Íslandi vegna þess hvað við erum með marga skóla en fáa nemendur. Öllum börnum er tryggður aðgangur að grunnskóla menntun. Ekki viljum við fara að breyta því.
Síðan í svari nr 14 að þá kvartar þú yfir gæðunum. Ég held að til að fá betri kennara að þá verði að borga betur og þá er líka sjálfsagt að gera til þeirra meiri kröfur. Það er skammarlegt að kennari með 4 ára háskólamenntun sé að fá 330.000 kr fyrir skatta í laun. Góður kennari getur skilað af sér bísna góðri framlegð.
Ég veit þetta kostar pening, ég er ekki með neina lausn á því. Þetta er bara svo heimskt að við búum í þjóðfélagi sem borgar þeim sem færa pappíra á skrifstofu eða í banka margfalt betri laun en þeim sem sjá um börnin okkar á meðan við vinnum. Það hlítur að skipta máli í hverslags umhverfi þau eru 8 tíma á dag.
Baldinn, 10.1.2014 kl. 20:25
Hvells,
Það veit allt hugsandi fólk að það var vel hægt að hækka lægstu laun miklu meir.
Það sýna launahækkanir forstjóra og stjórnarmanna þessara sömu fyrirtækja og þykjast ekki getað borgað starfsmanni á gólfi hærri laun.
Þetta er bara spurning hver á að fá hækkunina, forstjórinn sem er nú þegar með miljónir á mánuði, eða starfsmaðurinn sem er með 190 þúsund á mánuði.
Nákvæmlega eins og ég rakti hér að ofan.
Rétt eins og það var ekkert mál að hækka laun forstjóra LSH um nokkur hundruð þúsund á mánuði á meðan starfsmaður á gólfi átti að herða sultarólina og standa þrengingarnar af sér.
Sigurður (IP-tala skráð) 10.1.2014 kl. 21:53
jæja strákar..... alltaf í boltanum
Er ekki handboltinn að byrja á Sunnudaginn?? Þá fyrst geta Íslendingar hætt að rífast og sýna smá samhug.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 10.1.2014 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.