Fimmtudagur, 9. janúar 2014
Fögnum þessu
Við hljótum að fangna þessu.
Í stað þess að hrægammarnir senda peningana til London fyrir ráðgjöf þá fara peningiarnir til Straum og þar með inn í íslenskt hagkerfi. Þetta getur hlupið á hundruði milljóna.
hvells
![]() |
Glitnir að skipta um ráðgjafa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hmmm...
Það félag sem heitir nú Straumur er í raun í 70% eigu uphaflega Straums-Burðaráss sem fór á hausinn og heitir nú ALMC en það félag er aftur í eigu fyrirtækis sem er skráð í Amsterdam á vegum Deutsche Bank.
"...inn í íslenskt hagkerfi." - Hah! Kanntu annan brandara?
Guðmundur Ásgeirsson, 9.1.2014 kl. 12:48
íslenskir starfsmenn í Straumi borga skatta.
skattur á laun, tryggingagjald og svo framvegis.... og launin sjálf að sjálfsögðu verður innan hagkerfisins.
En ekki í Bretlandi
Það er nú þannig kallinn minn.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 9.1.2014 kl. 14:17
Þetta er sennilega alveg rétt, í tilviki þeirra starfsmanna félagsins sem eru með formlegt aðsetur á Íslandi. Hinsvegar er ekki víst að það eigi við um þá alla. En þá er líka hægt að segja það sama um öll erlend fyrirtæki sem hafa starfsmenn á Ísland, og var í raun ekki það sem ég átti við með minni athugasemd, heldur var ég að benda á að þetta tiltekna fyrirtæki er einmitt í erlendri eigu.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.1.2014 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.