Sammála

Mikilvægt er að samþykkja þennan samning.

Hóflegar launahækkanir er besta leiðin til þess að auka kaupmátt.

Á norðurlöndunum er þetta gert. Þar hefur kaumáttur aukist stöðugt. Sérstaklega fyrir ómenntað lágtekjufólk. Enda eru það yfirleitt sá hópur sem flýr til norðurlandana  í leyt að betri kjörum.

Á Norðurlöndunum er engin Vilhjálmur Birgisson sem er að djöflast í mönnum heldur eru þar yfirvegaðir og þroskaðir menn sem einblýna á stöðugleika og aukin kaupmátt. Við eigum að taka Norðurlöndin til fyrirmyndar.

VR vill fara þá leið og því ber að fagna.

hvells


mbl.is Hvött til að samþykkja kjarasamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Dettur ekki í hug að samþykkja svona fásinnu sem þessir samningar eru.

Það á að semja strax um ákveðna krónutöluhækkun, bæta við að persónuafsláttur sé jafn við lægstu laun í landinu, alltaf, þannig að meira fáist útborgað í einu.

Svo eru fleiri ótalin atriði sem þarf að huga að.

Þessi svívirða sem þessir samningar eru gagnvart launafólki eru út í hött og verða aldrei samþykktir af mér eða öðru fólki sem hefur vott af viti í kollinum.

Ólafur Björn Ólafsson, 9.1.2014 kl. 08:52

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ok þú vilt ekki fara að fordæmi norðurlandana... sem er mjög einkennilegt í ljósi þess að láglaunafólk þar í landi eu með hærri laun heldur en háskólamenntaðir hér á landi.

hvaða fordæmi eru fyrir þessari leið sem þú vilt fara?

hefur þetta einhvertímann virkað?

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 9.1.2014 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband