Miðvikudagur, 8. janúar 2014
Sorgarsaga
Fyrir ári síðan:
Í dag var undirritaður fjárfestingarsamningur um ívilnanir við Marmeti vegna byggingar hátæknifiskvinnslu í Sandgerði. Heildarfjárfesting verkefnisins er áætluð 609 milljónir, framleiðslugeta verksmiðjunnar verður um 5.000 tonn og gert er ráð fyrir 41 starfsmanni við rekstur vinnslunnar, líkt og fram kom í frétt mbl.is fyrr í dag um framkvæmdina.
Ég fagna mjög stórhug forsvarsmanna Marmetis og það segir sig sjálft að tilkoma hátæknifiskvinnslu sem veitir 40 manns atvinnu hefur gríðarmikla þýðingu fyrir Sandgerðisbæ og reyndar öll Suðurnesin, sagði Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra við þetta tilefni.
Þá fagna ég því sérstaklega að hér er á ferðinni fjárfestingarsamningur um ívilnanir við íslenskt fyrirtæki en þess misskilnings hefur gætt að lögin um ívilnanir vegna nýfjárfestinga og samningar sem gerðir eru á þeim grundvelli standi aðeins erlendum fjárfestum til boða, en svo er að sjálfsögðu ekki eins og undirritunin hér í dag sýnir. Ég treysti því að fleiri slíkir ívilnanasamningar komi í kjölfarið enda eru þeir öflugt verkfæri til að liðka fyrir nýfjárfestingum og uppbyggingu. er ennfremur haft eftir Steingrími í fréttatilkynningu.
Samningurinn sem hér er til undirritunar í dag hefur jákvæð áhrif til nýsköpunar og uppbyggingar. Það er mikið fagnaðarefni að fá hingað til Sandgerðis fleiri öflug fiskvinnslufyrirtæki. Fiskvinnslufyrirtækið Marmeti mun hleypa auknum krafti í atvinnuuppbyggingu hér á svæðinu og bæjaryfirvöld lýsa ánægju með að fyrirtækinu hafi verið valinn staður í Sandgerði, er haft eftir Sigrúnu Árnadóttur, bæjarstjóra Sandgerðisbæjar í tilkynningunni.
Verksmiðja Marmetis verður búin fullkomnasta hátæknibúnaði til fiskvinnslu sem völ er á og kemur hann allur frá íslenskum framleiðendum. Staðsetning fiskvinnslunnar þykir einkar hentug en hún er í 150 metra fjarlægð frá þeim stað sem Örn KE landar afla sínum og innan við 70 metra fjarlægð frá Fiskmarkaði Suðurnesja. Þá eru einungis fjórir kílómetrar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Í dag:
Þrjátíu manns var sagt upp hjá fiskvinnslunni Marmeti í Sandgerði í nóvember, en reynt er að endurskipuleggja rekstur fyrirtækisins fyrir áramót þegar uppsagnarfresturinn rennur út. Bæjarstjóri Sandgerðis segir það vonbrigði að komið hafi til uppsagna en vonast til þess að niðurstaða endurskipulagningarinnar verði jákvæð.
Fyrirtækið hóf rekstur í byrjun þessa árs og undirritaði fjárfestingarsamning við ríkið vegna fjárfestingar upp á rúmlega 600 milljónir. Búist var við því að vinnslan myndi skapa um 40 störf, en nú í síðasta mánuði var um 30 manns sagt upp. Rúnar Sigurvinsson, framkvæmdastjóri Marmetis, segir í samtali við mbl.is að félagið sé nú statt í endurskipulagningu og hluti af því ferli hafi því miður verið uppsagnirnar. Hann segir að verið sé að vinna í þeim málum, en að svo stöddu gat hann ekki gefið upp hvenær endurskipulagningunni yrði lokið eða hvort fólk yrði endurráðið.
Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði, segir að það séu vissulega vonbrigði að komið hafi til uppsagna svona stuttu eftir að flott hátæknivinnsla hafi verið tekin í notkun. Hún segir þetta hafa verið stórt verkefni og er bjartsýn á að jákvæðar fréttir komi á næstunni. Starfsfólk mun vinna út uppsagnarfrestinn, en hann klárast í lok desember. Sigrún segist vonast til þess að komin verði lausn fyrir þann tíma. Í Sandgerði búa um 1600 manns, en atvinnuleysi þar er nú í 5,8%. Það hefur lækkað mikið á síðustu fimm árum, en árið 2008 náði það hámarki þegar það fór upp í 18%.
Þetta er líka ágætis dæmisaga um það hvernig stjórnmálamenn tala á tryllidögum
hvells
![]() |
Hafa greitt meirihluta launanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég mundi nú frekar segja að þetta væri dæmi um hvað getur gerst, og gerist reyndar alltof oft þegar opinberu fé er mokað eftirlitslaust í einkafyrirtæki.
Óskar, 8.1.2014 kl. 13:31
Tryllidögum. Svo rétt.
Einar (IP-tala skráð) 8.1.2014 kl. 13:46
Það á bara ekkert að gefa sumum fyrirtækjum "ívilnanir" öll fyrirtæki eiga að starfa í heilbrigði umhverfi þar sem allir standa jafnir í heilbrigði samkeppni.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 8.1.2014 kl. 14:53
hvernig er það,,,,ef stjórnmálamenn færu ekki í þetta,,,,væru þeir þá "á móti atvinnulífinu"?
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 10.1.2014 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.