Miðvikudagur, 8. janúar 2014
Villandi útreikningur
Að miða við 50% af meðaltekjum er mjög villandi útreikningur.
Segjum að í einni götu á Íslandi búa 10 fjölskyldur. Allir hafa sömu tekjur. 500þúsund á mánuði.
Svo tekur ein fjölskylda þátt í víkingalottó og vinnur 500milljónir og hækkar þar með meðaltekjurnar gríðarlega. Skyndilega er restin af götunni orðin fátæk ef við miðum við 50% af meðaltekjum.
Þrátt fyrir að allir séu ennþá með laun uppá 500þúsund og standa því alveg ágætlega.
hvells
![]() |
Tvöfalt fleiri Danir fátækir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.