Það eru engir peningar til

Þrátt fyrir að margir vinstri menn kalla þessa stjórn "frjálshyggjustjórnina" þá er það ekki rétt. Hér er engin hægrisveifla. Einsog sést á myndinni þá mun ríkið aldrei eyða eins miklu og árið 2014. Og það eru ekki til neinir peningar... framhaldsskólakennnarar verða að taka á sig skerðingar alveg eins og annað fólk.

Hér varð hrun.

hvelllshaegri_stjornin.png


mbl.is Komið að ögurstundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Ríkið "eyðir" ekki.  Útgjöld ríkisins eru í samneysluna, til þjóðarinnar.  Það er gott mál að "eyðsla" ríkisins sé að aukast því velferðarkerfið sem 99% Íslendinga eru sammála um að sé nauðsynlegt, er komið að fótum fram eftir frjálshyggjuhrunið.

Óskar, 7.1.2014 kl. 17:05

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Viltu þá auka "samneysluna" ennþá meira?

Er ekki brest að hafa hana bara 100%...   það virkaði vel í Sovietríkjunum? 

Var var "þjóðin" í hávegum höfð og "samfélagið" fékk allt fjárið skipt jafnt....

En sumir voru bara jafnari en aðrir.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 7.1.2014 kl. 17:24

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég segji það núna og segji það aftur. Það voru stórmistök að láta mastersgráðuvæða Framhaldsskólakennara. Bsc og Ba getur staðið fyllilega kröfur að kenna krefjandi fag til unglinga í Framhaldsskóla.

Það er ákveðinn X-factor sem góðir kennarar hafa, ekki er jákvæð fylgni milli fjölda gráðna og gæði kennslu.

Ég segji þetta því mastersgráðuhafar heimta hærri laun (skiljanlega) en það er einfaldlega ekki til peningur, og þó það væri til peningur, þá væri það ekki skynsamlegt að mínu mati.

Thats my 2 cents.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 7.1.2014 kl. 18:48

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Uppúr 1970 þá þurfti bara kennaragráðu á framahaldsskólastigi, svo þurfti BA gráðu og síðan 2008 þarf master gráðu.

Þorgerður Katrín kom þessu rugli á og hún mun aldrei viðurkenna að þetta voru mistök.... og hún er yfir menntamálum hjá SA.is   úfff

Og það mun líklega enginn úr XD viðurkenna þetta rugl útaf þetta kom úr þeirra ranni og það mun engin vinstri manneskja gera neitt í þessu útaf þetta eru ríkisstarfsmenn sem eru heilagir í þeirra augum.

Við erum dæmd til að halda þessu rugli áfram.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 7.1.2014 kl. 18:54

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Eðlisfræði og stærfræðikennarar í Framhaldsskóla verða útdauðir braðum.

Ekki er skortur á umsóknum um Félagsfræðikennarastarf og sálfræðikennarastarf.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 7.1.2014 kl. 19:39

6 Smámynd: Óskar

það er alveg merkilegt, eiginlega frekar fyndið, að í hvert skipti sem menn tala um að viðhalda velferðarkerfinu þá fara frjálshyggjupostular að tala um Sovétríkin! - ég bendi nú bara á Norðurlöndin sem öll halda uppi blönduðu hagkerfi með sterku velferðarkerfi.  Öllum gengur þeim vel - nema hverjum ? jú hér er ástandið verst af þeim enda frjálshyggjan mest hér!

En varðandi kennarana , þar er ég sammála ykkur - þeim er engin vorkunn á þeim launum sem þeir eru á. Ég þekki vel tvo framhaldsskólakennara sem eru báðir um yfir 700 þúsund í heildarlaun á mánuði án þess að það sé hægt að segja að vinnuálagið sé að ganga frá þeim.  Svo fá þeir lengra sumar, jóla og páskafrí en allar aðrar stéttir. - á launum.

Óskar, 7.1.2014 kl. 23:34

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Aldrei tala ég um Sovét þegar ég tala um velferðarkerfið. Enda er það frekar asnalegur fyrirsláttur.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 8.1.2014 kl. 04:47

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Óskar.

Þú ferð í svipaðan sandkassa með því að telja það beint samband milli þess að hversu gott velferðarkerfið er og hvað löndin eru í mikilli skuldasúpu og vandamálum.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 8.1.2014 kl. 04:49

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Óskar ef þú segir að meira eyðsla því betra.

Þá fer meira í "velferðarkerfið".... þú nefndir aldrei hvar ríkið átti að stoppa. 

Ef þú vilt 100% eyðslu ríkisins þá erum við kominn í Soviet. Ef þú vilt 50% þá erum við komin í norðurlöndin.

En ef þú heldur að það er meiri frjálshyggja hér á landi en í norðurlöndunum þá skjátlast þér hrikalega.

Sem dæmi þá er búið að einkavæða menntakerfið og heilbrigðiskerfið í Svíþjóð sem dæmi.

Svo er Danmörk með meiri "frjálshyggju" en Bandaríkin.... Ísland rekur lestina. Enda er hér engin frjálshyggja miðað við norðurlöndin.

HEIMILD:

http://www.heritage.org/index/

Ef þú vilt gjamma hérna á blogginu þa er lágmark að hafa einhverja þekkingu á málefninu.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 8.1.2014 kl. 08:18

10 identicon

hvekkur: þú hefur gaman af sovét. og 100% en það stóð öllum til boða að ganga til menta vitum við hvernig raunverulega var að lifa. en ekkki áróður vesturveldana. þar ekki hefur það skánað í frjálshyggjuni. hef hitt nokkra rússa þeir seigja mér að það hafi ekki verið svo slæmt að vera undir stjórn komomista meðan fólk talaði ekki um pólutík.en um sögu komonistana í stórum drátum þeir voru að berjast við hvítliða framundir seitna strið em voru stutir af vesturveldunum. sum lýðfeldinn vildu sjálfstæði, men géta deilt um aðferðir stalíns. en hann helt ríkinu saman með íllu. síða kom stríðið.sem eiðilagði flest í landinu sem þeir þurftu sjálfir að byggja upp sjálfir. en feingu einga marshallaðstoð sem gekk að vísu mest til bandarískra fyrirtækja aftur svo það var í reind bandaríkin sem grædu.og men géta deilt um lýðræðið í b.n.a.og lýðræðisást þrdar þeir voru að skipta sér af kosníngum í evrópu s.p. frakklandi og ítalíu þar sem vinstrimen voru sterkir svo komonistar höfðu um 50.ár til að koma á skipulagi í sundurleitu landi það er áhveðið afrek. sem tókst ekki. en auðitað hefði sagan gétað verið öðruvísi en við breitum ekki sögunni og virðumst lítið gétað lært af henni. en senilega er þetað tómur miskilníngur hjá mér. því hvellurin veit betur.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 8.1.2014 kl. 10:04

11 identicon

hvekkur: þú hefur gaman af sovét. og 100% en það stóð öllum til boða að ganga til menta vitum við hvernig raunverulega var að lifa. en ekkki áróður vesturveldana. þar ekki hefur það skánað í frjálshyggjuni. hef hitt nokkra rússa þeir seigja mér að það hafi ekki verið svo slæmt að vera undir stjórn komomista meðan fólk talaði ekki um pólutík.en um sögu komonistana í stórum drátum þeir voru að berjast við hvítliða framundir seitna strið em voru stutir af vesturveldunum. sum lýðfeldinn vildu sjálfstæði, men géta deilt um aðferðir stalíns. en hann helt ríkinu saman með íllu. síða kom stríðið.sem eiðilagði flest í landinu sem þeir þurftu sjálfir að byggja upp sjálfir. en feingu einga marshallaðstoð sem gekk að vísu mest til bandarískra fyrirtækja aftur svo það var í reind bandaríkin sem grædu.og men géta deilt um lýðræðið í b.n.a.og lýðræðisást þrdar þeir voru að skipta sér af kosníngum í evrópu s.p. frakklandi og ítalíu þar sem vinstrimen voru sterkir svo komonistar höfðu um 50.ár til að koma á skipulagi í sundurleitu landi það er áhveðið afrek. sem tókst ekki. en auðitað hefði sagan gétað verið öðruvísi en við breitum ekki sögunni og virðumst lítið gétað lært af henni. en senilega er þetað tómur miskilníngur hjá mér. því hvellurin veit betur.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 8.1.2014 kl. 11:04

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú ert í raun að segja að lífið í Soviet var ekki svo slæmt.

Heimildin fyrir því eru "nokkrir rússar" sem þú hefur "hitt"

En það er alveg ljóst að það þurfti að loka Austur Berlín með múri svo þeir mundu ekki flýja til Vestur Berlín.

Það segir meira en mörg orð.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 8.1.2014 kl. 11:59

13 Smámynd: Óskar

"

http://www.heritage.org/index/

Ef þú vilt gjamma hérna á blogginu þa er lágmark að hafa einhverja þekkingu á málefninu."

Þetta er nú frekar hrokafullt.  Þessi viðmið sem heritage notar eru enginn heilagur sannleikur.  Það er nú bara kjaftæði að búið sé að einkavæða skóla og heilbrigðiskferið í Svíþjóð.  Það var leyfð einkavæðing upp að vissu marki, rétt eins og hér er leyft enda fjöldi einkarekinna skóla og lækningastofa.  Við höfum líka séð árangurinn af því, Hraðbraut, Jens lýtalæknir, leikskólinn þar sem börn voru pyntuð - allt hinn æðislegi einkarekstur!  Svo eru flestir eiknareknu skólarnir hér á opinberu framfæri svo sparnaður þjóðfélagsins er nákvæmlega enginn.

Varðandi það sem Kristinn er að segja þá er það nú bara staðreynd að margir A-Evrópubúar sakna Sovéttímans.  Ég hef t.d. verið talsvert í Lettlandi og Póllandi og þar er einfaldlega miklu meiri fátækt og örbyrgð núna heldur en var á Sovéttímanum þó landið sé vissulega frjálst og markaðslegt frelsi til staðar sem var ekki á Sovéttímanum.  Meginþorri almennings hefur það hinsvegar verra en áður.  Nýlega gekk landið í ESB og ástandið skánar hægt og rólega.  

Tugmilljónir Pólverja hafa hreinlega hrakist úr landi eftir hrun kommúnismans.  Heldur þú að þetta fólk sé að fara í einhverjar skemmtiferðir?  

Ég sá a þessum lista  heritage að Hong Kong trónir á toppnum.  Ekki veit ég hvort þú hafir komið þangað en það hef ég gert oftar en einu sinni.  Að halda að Hong Kong sé einhver draumastaður að búa á er mikill misskilningur, langstærsti hluti íbúanna býr við kröpp kjör í risavöxnum fjölbýlishúsum sem minna einmitt ekki á neitt nema kommúnistablokkirnar í Sovét!  Vinnuþrælkun viðgengst þar eins og reyndar víðast hvar í Suðaustur Asíu þar sem "frelsið" er svo gífurlegt, þannig að þó þetta sé einhver frelsislisti, þá er þetta klárlega ekki lífskjaralisti.

Ætla að enda þetta í sama dúr og þú, kynntu þér málin áður en þú blaðrar á netinu.

Óskar, 8.1.2014 kl. 13:15

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

í svíþjóð er mun meira um einkarekstur í skóla og menntakerfinu. þar eru einkarektar heilsugæslur og einkareknir grunnskólar....   sem veita betri þjónustu á lægra verði.

vísitala heritage er ekkert "heilagur sannleikur" en fleiri vísitölur benda á það sama. Sem dæmi http://www.fraserinstitute.org/   og fleiri.

Allt bendir til sömu niðurstöðu

Það er meiri frjálshyggja á norðurlöndum heldur en á Íslandi

Enda eru betri lífskjör á norðurlöndunum

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 8.1.2014 kl. 13:27

15 identicon

hvellur. trúi frekar rússum sem hafa búið í rússlandi heldur en áróðri vesturveldana. en um A.berlin og múrin a.þjóðverjar feingu að kenna á hemd rússa vegna framkomu þjóðverja við rússa í stríðinu. þýskaland átti aldrei að ógna rússum aftur því varð lítill uppgangur a.þýskaladi sigurvegararbir skipu á milli sín herfanginu það sem bjargaði v.w. var að bandamen höfðu einga trú á bjölluni. vesturveldin áhváðu að endureisa v.þýskaland þá varð atgerfisflóti frá a.þýskalandi attu þeir að menta fólk sem síðan færi vesturyfir a.þýskaland hefði hrunið mikklu fyrr. illugi gunnaraaon setur á há inritunargjöld til að hrekja útlendínga frá háskólum hér og vigdís hauksdóttir vill ekki niðurgreiða mentun fyrrir aðrar þjóðir. svo núverandi ríkistjórn hefur lært mikið af a. þjóðverjum

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 8.1.2014 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband