Niðurskurður

Það er ljóst að Póst- og fjarskiptastofnun er gangslaus stofnun.

Það voru einstaklingar sem opnuðu síðu til þess að hjálpa fólki að átta sig á stöðunni. Menn gátu þá flétt upp númerum og tölvupósti til að athuga.

Á meðan voru opinberu starfsmenn í Póst- og fjarskiptastofnun að japla á kleinu í fríi. Það var ekki gert tilraun að ræsa fólkið út og mæta í vinnu og hjálpa fólkinu í landinu.

Það er skýr krafa þegar kreppir að að leggja þessa gagnslausu stofnun niður.

hvells


mbl.is Vodafone-málið slæmur fyrirboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ekki veit ég hvort pfs fær úthlutað nóg af pening til að starfa og vinna sitt verk vel eða hvort þetta eru bara einhverjir sem nenna ekki að vinna.

en ef þessi stofnun stæði sig vel að þá hefði vodafone ekki verið að geyma eldri en 6 mánaða gögn og gerði kröfur til hvernig vodafone (og hin fyrirtækin) geyma gögn notenda.

fyrirtækið vodafone sem rekið er á markaðsforsendum er alls ekki að koma betur út en ríkisstofnunin pfs í þessu máli og augljóst að ef fólk metur þessi gögn sín að þá verður eftirlitið að vera betra því einkafyrirtækin geta augljóslega ekki séð um sig sjálf.

það er eins og það sé vilji þeirra allra frjálsustu að hafa eftirlitsstofnanir eins dýrara og illa reknar til að reyna að sanna að eftirlit sé í eðli sínu peningasóun.

tryggvi (IP-tala skráð) 3.12.2013 kl. 10:52

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hvað starfa margir á þessari jólasveinastofnun?

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 3.12.2013 kl. 10:59

3 identicon

22 sýnist mér samkvæmt síðunni og svo vinna einhverjir í þeirra málefnum í innanríkisráðuneytinu.

hvað kemur það málinu við? er einhver heilög tala?

ég er sammála að hún standi sig illa (búinn að senda inn erindi og kvartanir í mörg ár) en svo er líka spurningin hvað mega þeir gera kröfur til. ef alþingi vill frekar fara eftir óskum fyrirtækjanna og er ekki tilbúið að gefa stofnun eins og pfs nógu mikið leyfi (ekki fjármuni) til að veita aðhald að þá eru þær gagnslausar.

en það kemur ekki í veg fyrir það sem gerðist hjá vodafone.

tryggvi (IP-tala skráð) 3.12.2013 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband