Mánudagur, 2. desember 2013
Kauptækifæri
Ókeypis ráðgjöf frá Sleggjunni.
Nú er tíminn að kaupa í fyrirtækinu.
Fólk er fljótt að gleyma, þeir hafa bætt úr sínum málum, í kjölfarið sótt fram.
Þetta er einungis tímabundin dýfa.
Ekkert að þakka.
kv
Sleggjan
![]() |
Hlutabréf Vodafone lækka um 13% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sleggja vinnur þú hjá Vodafone?
Vonandi hefur saksóknari ríksins manndóm í sér og dregur alla þessa menn sem stjórna Vodafone fyrir dómsstóla og láti þá og Vodafone greiða miljarða í sektir fyrir óþveraverknaðinn.
Það yrði kanski til þess að önnur fyrirtæki mundu hugsa sig um, í það minsta tvisvar, áður en þau fara út í ólöglega gagnasöfnun.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 2.12.2013 kl. 13:13
Flest fyrirtæki auk Alþingis eru að skoða sín mál mjög vel.
Þurfti ekki dómsmál til þess
Þetta voru mistök en ekki einbeyttur brotavilji.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 2.12.2013 kl. 13:19
Nei, vinn ekki hjá Vodafone.
Hinsvegar hef ég mína spádóma með Vodafone á hlutabrefamarkaði.
Þú kannski vilt veðja á móti mér? , láta gjörðir fylgja orðum for once?
sleggja (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 20:53
Þetta voru bara mistök hjá útrásarsvínunum, en ekki einbeyttur brotavilji segja útrásarsvínin, er þá í lagi að sleppa þeim frá allri dómsmeðferð?
Ekki það að ég er ekki lögfræðingur, en ef það er rétt að Vodafone braut lög þá á að hegna þeim sem stjórnuðu fyrirtækinu og fyrirtækinu sjálfu og þeir eiga að greiða miljarða í skaðabætur.
Vanþekking eða mistök á lögum er enginn afsökun í réttarsalnum.
Vonandi stendur Ríkissaksóknari sig í verkinu og krefst miljarða í skaðabætur frá Vodafone og stjórnendum fyrirtækisins.
Já ég ættla að veðja á móti þér með því að kaupa engin Vodafone hlutabréf og þú auðvitað ert búinn að taka verðtryggt lán á húsnæðinu þínu og kaupa Vodafone hlutabréf fyrir allan peninginn first að þetta er svona öruggur gróði.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 3.12.2013 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.