Laugardagur, 30. nóvember 2013
Ríkissjóðurinn
Sigmundur Davíð og viðskiptafræðingurinn Frosti lofuðu fyrir kosningar og eftir kosningar að vondu hrægammarnir mundu borga.
Þeir ætluðu að nota haglabyssu og gaddakyflu
En annað hefur komið í ljós.
Þeir voru að ljúga og segja það blákallt á heimasíðu forsætisráðuneytinu
"Hvað með þá sem skulda ekki húsnæðislán en skulda önnur lán?
Fá þeir leiðréttingu?Aðgerðin nær til þeirra lántakenda sem voru með verðtryggðar húsnæðisskuldir á tímabilinu 2007-2010 og heimilt var að telja fram sem skuldir vegna eigin íbúðarhúsnæðis í lið 5.2 á skattframtali. Ekki fæst leiðrétting vegna annarra skulda og þeir sem skulduðu ekki húsnæðislán á þessu tímabili fá ekki greitt úr ríkissjóði vegna þessara aðgerða."
Athugum þetta. "GREITT ÚR RÍKISSJÓÐI"....
hvells
![]() |
Greiðslubyrði lána lækkar strax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skuldaleiksýningin var tilkomumikil, enda full þörf að tjalda öllu til þegar fela á vanefndir á kosningaloforðunum miklu.
Lofað var leiðréttingu verðtryggðra lána upp á 300 milljarða. Raunin er 80 milljarðar
Lofað var að leiðréttingin yrði á kostnað erlendra kröfuhafa og ríkinu að kostnaðarlausu. Nú er hún öll á kostnað ríkisins, sem situr uppi með höfuðverkinn af því að afla tekna til að standa undir öllu saman.
Engin lausn á forsendubresti námsmanna. Engin lausn fyrir fólk með lánsveð. Engin lausn fyrir leigjendur sem borgað hafa verðtryggða leigu árum saman - en þeim er allranáðarsamlegast boðið upp á að spara fyrir íbúð.
Stærstur hluti lausnarinnar er svo að við fáum að greiða sjálf niður okkar eigin skuldir.
Bjarni Benediktsson kallaði þetta fugl í skógi í kosningabaráttunni í vor. Ég var sammála honum þá og er það enn, þótt hann sé farinn með Sigmundi í þessa skógarferð.
Helgi Jonsson (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 19:59
Þeir hefðu betur hlustað á þá ráðgjöf sem þeim stóð til boða um hvernig hefði verið hægt að útfæra þetta með stæl í staðinn fyrir með prumpi.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.11.2013 kl. 20:10
Guðmundur
Eru menn ekki sáttir með þetta?
Ég hélt að þetta væri það sem þið vilduð... "almenn leiðrétting strax"
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 30.11.2013 kl. 21:21
Hænuskr
Þjóðólfur (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 21:58
Staðreyndir:
1. Stór hluti heimila er í alvarlegum vanskilum.
2. Vítisvélin ("verðtryggingin") verður á fullu innsogi.
3. Uppboð halda áfram (sjá Fréttablaðið sl.fimmtudag! NÝTT MET!)
4. Hrun heimila hefst strax eftir áramót - NEMA inngrip verði STRAX í 2. og 3.!
Þjóðólfur (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 21:59
Það hefur verið rétt gatasigti í sökkvandi bát.
Staðreyndir:
1. Stór hluti heimila er í alvarlegum vanskilum.
2. Vítisvélin ("verðtryggingin") verður á fullu innsogi.
3. Uppboð halda áfram (sjá Fréttablaðsaugl. sl.viku! NÝTT MET!)
4. Hrun heimila hefst strax eftir áramót - NEMA inngrip verði STRAX í 2. og 3.!
Þjóðólfur (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 22:13
Skuldaleiksýningin var tilkomumikil, enda full þörf að tjalda öllu til þegar fela á vanefndir á kosningaloforðunum miklu.
Lofað var leiðréttingu verðtryggðra lána upp á 300 milljarða. Raunin er 80 milljarðar
Lofað var að leiðréttingin yrði á kostnað erlendra kröfuhafa og ríkinu að kostnaðarlausu. Nú er hún öll á kostnað ríkisins, sem situr uppi með höfuðverkinn af því að afla tekna til að standa undir öllu saman.
Engin lausn á forsendubresti námsmanna. Engin lausn fyrir fólk með lánsveð. Engin lausn fyrir leigjendur sem borgað hafa verðtryggða leigu árum saman - en þeim er allranáðarsamlegast boðið upp á að spara fyrir íbúð.
Stærstur hluti lausnarinnar er svo að við fáum að greiða sjálf niður okkar eigin skuldir.
Bjarni Benediktsson kallaði þetta fugl í skógi í kosningabaráttunni í vor. Ég var sammála honum þá og er það enn, þótt hann sé farinn með Sigmundi í þessa skógarferð.
Helgi Rúnar Jónsson, 30.11.2013 kl. 23:01
Auðvitað verður að afnema verðtrygginguna til að verja þessar aðgerðir.
Til hamingju islenzk heimili, þetta er skref i rétta att.
Kveðja fra Houston.
Jóhann Kristinsson, 30.11.2013 kl. 23:31
Helgi ,ég skil ekki af hverju þú getur ekki áttað þig á svona einföldum hlutum.
Það lofaði enginn leiðréttingu upp á 300 milljarða og ef þú telur þig vita betur skaltu vísa í heimildir eða vera ómerkingur ella
Það er ekki fjallað um lánsveð eða húsaleigu í þessari kynningu enda fjallar þetta um húsnæðisskuldir,ekkert annað.
Þarna er heldur ekkert um fóstureyðingar eða hundahald í þéttbýli,aðeins verðtryggðar húsnæðisskuldir.
Eins og þú væntanlega veist er að störfum nefnd um húsnæðismál þar sem fjallað er um vanda leigjenda meðal annars,en ekki leiðréttingu skulda eða hundahald.
Svona virkar þetta,einfalt ekki satt.
Ég veit ekki alveg hvernig þú hefur hugsað framkvæmdina á þessu ,en eins og staðan er er það eingöngu ríkissjóður sem hefur aðstöðu til að innheimta fé af vogunarsjóðunum sem hann afhendir þér síðan sem lækkun á höfuðstól skulda þinna.
Það er engin önnur leið og ef þú hefur vonast eftir að það mundi mæta hrægammur á tröppunum hjá þér og afhenda þér pening í eigin persónu ertu á alvarlegum villigötum.
Ef ég greiði þér reikning gegnum heimabankann minn er það eftir sem áður ég sem er að greiða þér reikninginn,ekki bankinn.
Fyrst tekur bankinn peninginn af mér og lætur þig síðan hafa hann,einfalt þegar maður hugsar út í það ekki satt.
Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 01:18
Já. Greitt úr ríkissjóði. Auðvitað er þetta greitt úr ríkissjóði. Leiksýningin á kosnað almennings í Hörpu og própagandað í kringum það sem kostar sennilega fleiri fleiri milljónir, sú leiksýning hét: Kosningaloforð framsóknarflokksinns svikin big time. Það er allt svikið sem framsókn keypti sig til valda með.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.12.2013 kl. 02:36
Borgþór, ef ég man rétt þá er þessi 300 milljarða tala til komin vegna loforða Framsóknarflokksins um að leiðrétta verðbólguskotið eftir hrun sem einhverjir reiknuðu sér til að væri af stærðargráðunni 300 milljarðir. Þeirri tölu var aldrei mótmælt. ("Maður finnur enda að þeir eru nú þegar byrjaðir að draga í land og eiga enn eftir að gera grein fyrir því hver á að borga það sem mér virðast vera nokkur hundruð milljarða loforð." Bjarni Benediktsson, mbl.is 16/3). Tillögurnar núna gera þá ráð fyrir uþb. helmings leiðréttingu.
Einhvern tímann á miðju næsta ári mun ríkissjóður veita uþb. helmingi þjóðarinnar lán upp á 80 milljarði, eða c.a. eina milljón á hvert heimili með húsnæðislán. Að öllum líkindum kemur þetta til framkvæmda stuttu fyrir sveitarstjórnarkosningar. Hver milljón í lækkun höfuðstóls skilar c.a. 10.000 í lækkun mánaðarlegra afborgana (sbr. http://www.islandsbanki.is/einstaklingar/lan/husnaedislan/reikna-husnaedislan/)
Lánið verður greitt niður um fjórðung af upphaflegri upphæð á hverju ári, úr ríkissjóði, væntanlega verður þá fyrsta greiðsla í upphafi árs 2015, upp á 20 milljarði.
Tímasetningin ræðst af því hvenær tekst að setja viðeigandi lög um tekjuöflun með sérstökum skatti á þrotabú bankanna. Mér skilst að það sé veruleg lagaleg óvissa um þegar boðaða 10 milljarða skattlagningu á þrotabúin, hér er gert ráð fyrir þreföldun þeirrar upphæðar.
Ef leiðréttingin á sér stað áður en tekjur eru tryggðar er auðvitað um verulega áhættu fyrir ríkissjóð að ræða. Öruggasta leiðin er því að bíða með framkvæmd þar til tekjustofnar hafa verið tryggðir.
Ég á erfitt með að sjá að þessir 80 milljarðir verið ekki á ábyrgð ríkisins, þótt tæknilega séð verði þau ekki með ríkisábyrgð heldur með veði (ábyrgð) í fasteignum. Í raun þýðir það að ef lántakandi fer á hausinn fellur skuldin á fasteignina (lántakanda) en ekki ríkið.
En í öllum öðrum skilningi er hér um að ræða lán sem ríkissjóður ábyrgist. Vaxtakostnaður verður að auki um 5 milljarðir miðað við vexti af verðtryggðum húsnæðislánum.
Tekjuskerðing ríkissjóðs vegna breytinga á reglum um séreignasparnað, þ.e.a.s. hækkun launþega úr 2% í 4%, verður upp á einhverja milljarði á ári (framlag vinnuveitenda helst óbreytt, 2%). Tekjuskerðingin gæti orðið meiri ef mikill fjöldi einstaklinga tekur upp séreignarsparnað sem ekki gerði það áður, með það fyrir augum að lækka höfuðstól húsnæðislána.
Sú tala sem sett hefur verið fram, um 70 milljarða vegna séreignarsparnaðar, virðist gera ráð fyrir að allir sem hafi húsnæðislán nýti sér þessa leið til fulls. Að því gefnu að þeir hafi allir nýtt séreignasparnað áður þá nemur tekjuskerðing ríkissjóðs uþb. 10 milljörðum á þeim þremur árum sem hér um ræðir (miðað við skattprósentu upp á 40%, eða 30 milljarða í skattaafslátt af 70 milljörðum, þar af 1/3 vegna aukningar séreignarsparnaðar úr 4% í 6%).
Sem sagt, ríkið ábyrgist að borga 85 milljarði og tekur á sig tekjuskerðingu upp á a.m.k. 3 milljarði á ári í þrjú ár hið minnsta.
Brynjólfur Þorvarðsson, 1.12.2013 kl. 10:23
Annað atriði: Hafa þrotabú bankanna einhverjar tekjur í reiðufé? Eru "tekjurnar" ekki tilkomnar vegna aukinna verðmæta eigna sem þrotabúin ráða yfir? Skattlagningu yrði þá mætt með sölu eigna - en er það yfirhöfuð hægt miðað við íslensk og evrópsk lög um meðferð þrotabúa? Spyr sá er ekki veit.
Brynjólfur Þorvarðsson, 1.12.2013 kl. 10:27
SDG var að mótmæla 300 milljörðunum alveg blygðunarlaust áðan. Hann hafi alltaf sagt að þetta væri miklu minna og komið hafi í ljós - að hann hafi haft étt fyrir sér!
Hahaha þetta er alveg kostulegt hvernig búið er að koma málum og að þjóðin skuli hafa kosið þetta.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.12.2013 kl. 12:26
Kjánalegt að stuðningsmenn fyrri ríkisstjórnar sem seti 6 miljarða í auknar vaxtabætur hafi nú hátt um hvað þetta sé lítið og dugi ekki til.
Þessi 300 miljarða lygaþvæla varð til hjá Árna Páli og Össuri og var mótmælt skriljón biljón sinnum af Sigmundi, sem alltaf sagði að þetta yrði miklu minna án þess þó að nefna tölur.
það er síðan skattur á bankana sem á að borga þetta, nokkuð sem var alveg óhugsandi tekjulind hjá vinstri stjórninni sem lagði á það áherslu nótt sem nýtan dag að hámarka arð bankanna.
Sigurður (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.