Peningur

Ég hef haldið því fram að leiðréttingin verður allt umfram 2,5% verðbólgu þar sem það er verðbólgumarkmið Seðlabankans.

Ég hef fengið bágt fyrir þessa afstöðu og menn hafa haldið að öll verðtrygging einsog hún leggur sig verður núllstyllt

En svo er ekki

"Hvað lækkar lánið mitt mikið? Get ég reiknað það út?

Höfuðstólsleiðrétting getur verið mismikil eftir aldri lánsins og lánsfjárhæð. Verðbætur umfram 4,8% verðbólgu á árunum 2007-2010 verða leiðréttar. Hámarksniðurfærsla, 4 milljónir, verður á þá fjárhæð sem hvert heimili getur fengið"

Verðbætur umfram 4,8%!!!   Það er ekki einsuinni nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabankans."forsendubresturinn" fær ennþá að viðgangast ekki satt? Eða er Sigmundur krónuvinur að viðurkenna að honum finnst  9% nafnvextir eðlilegir á húsnæðislán (4,2%+4,8%)? Á meðan ESB ríki greiða 2% vexti.

http://www.visir.is/thad-sem-thu-tharft-ad-vita-um-skuldaleidrettinguna/article/2013131139954

hvells


mbl.is Stór hluti fjölskyldna í vanskilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hvar finnur þú 2% vexti í ESB?

Þeir eru máski 2% síðast á lánstímanum þegar að nýting höfuðstólsins er minni en 30%.

Venjuleri vextir lána í ESB eru mun hærri en svo.

Muna verður að sum þeirra eru m.a. með töluverða verðbólgu, t.d. Bene-Lux löndun en þar er talað um CPI (Consumer Price Index)

Verðbólga í Hollandi hefur t.d. verið að rolla í kringum 2,5-3,2% undanfarin ár. Þetta sést einfaldlega með að skoða "Netherlands + CPI" í google.

Óskar Guðmundsson, 30.11.2013 kl. 18:52

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég lýsi yfir forsendubresti á þessar tillögur.

Til að byrja með eru þær ólöglegar.

Svo eru þær ófjármagnaðar.

Og það er ekki góð byrjun.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.11.2013 kl. 18:57

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Óskar

Þú ert að neita því að vextir eru lágir í ESB löndum og til að afsanna þá staðreynd þá segir þú mér að gúgla verðbólgutölur í hollandi. Er ekki allt í lagi heima hjá þér?????  

En meðalvextir í ESB er 2,66%... það er meðaltal. Þú getur fengið mun betri vexti.

"Over the past year, mortgages in Europe have become more appealing as interest rates have declined. Rates on 15-year jumbo adjustable-rate mortgages offered by retail banks average 2.66%"

http://www.marketwatch.com/story/buy-a-home-in-europe-get-a-lower-interest-rate-2013-03-22

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 30.11.2013 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband