Laugardagur, 30. nóvember 2013
Hlutabréf Vodafone
Þetta eru slæm tíðindi fyrir hluthafa Vodafone. Það er ekki traustvekjandi að öryggisdeildin hjá þessu fyrirtæki sé ekki betri en þetta.
Viðskiptavinir vilja ekki skipta við fyrirtæki þar sem sms þeirra getur farið á netið.
Þetta er gríðarlegt áfall.
hvells
![]() |
Hakkari birtir persónuupplýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Spurning hvaða starfsmenn Vodofone hafa haft óskráðan aðgang að þessum upplýsingum.
Þeir hafa þá í gegnum tíðina auðveldlega getað nýtt í eign þágu þessar upplýsingar án þess að neinn yrði þess var.
Er sama kerfi hjá hinum þjónustuaðilunum?
Grímur (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 16:37
Góð ábending
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 30.11.2013 kl. 18:26
Sæll.
Vonandi færa margir viðskiptavinir sig eitthvert annað. Þetta er algerlega óviðunandi.
Helgi (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 20:24
Skýrr (nú Advania) höndlar töluvert af okkar viðkvæmustu gögnum þ.m.t. fjármálatengd gögn. Fyrir nokkrum árum kom upp saklaus villa í einu vefkerfi rekið af þeim (fjármálatengt kerfi). Það kom mér mjög á óvart að sjá í villunni notendanafn mitt og óvarið lykilorð.
Það virðist vera ótrúlega algengt að fyrirtæki, sem við höfum treyst, séu að geyma lykilorðin órugluð, aðgengileg þeim sem aðgang hafa að gagnagrunnunum. Þetta sagði mér að það er líklega hluti starfsmanna Advania sem geta náð í lykilorð sem við notum, ef þeir bara vilja.
Það er ágæt regla að NOTA EKKI SAMA LYKILORÐ inn á fyrirtækjanetið þitt og þú notar annarstaðar og ekki nota sama lykilorð milli fyrirtækja sem höndla með fjármuni eða fjárhagsupplýsingar þínar.
Eina vopnið sem við höfum til að fá fyrirtæki til að huga raunverulega að öryggismálum sínum er að refsa þeim sem ekki standa sig.
Öryggi (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 23:46
SMS. Tölvupóstur, allt sem við notum í gegnum síma, tölvu, internet er ekki okkar eign, við verðum að skilja það að það er ekkert einkalíf á þessum samskiptamiðlum, sama hjá hvaða fyrirtæki þú ert. Flestar fartölvur koma með inbyggðum myndavélum og hljóðnema. Það er auðvelt að setja upp forrit til þess að fylgjast með fólki. Ef þú vilt ekki að einhver vita hvað þú ætlar að segja, ekki hafa neitt samskipta tæki nálægt þegar þú segir það.
Karl (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 02:03
Þetta er ábyggilega einhver "anti globalisation" dúddi að ráðast á þetta afþví þetta er Bandarískt fyrirtæki og allur sá leiðinda skoðana-pakki.
G (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 03:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.