Laugardagur, 30. nóvember 2013
Evran og krónan
Þetta er bara lítið dæmi um hversu ómögulegt er að reka fyrirtæki hér á landi.
Allt gengur úta það hvað krónan segir einn daginn. Það er gríðarlega óstöðugleiki í verði til neytanda... og oftast leiðir það til hækkanir vegna þess að verslunarmenn vilja hafa borð fyrir báru.
Krónan kostar okkur rúmlega 100milljarða á ári.
Nauðsýnlegt er að ganga í ESB og taka upp evru.
hvells
![]() |
Halda aftur af hækkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Áður en skipt verður um gjaldeyri þá þarf að losna við ójafnvægi (lækka skuldir, gera upp bankana, hætta með 4% verðtryggð lán ofl.) og sameinast um góða efnahagsstefnu.
Enginn klárar þessa heimavinnu fyrir okkur og rugl er að tala um ESB inngöngu sem reddingu. Sérstaklega þegar fyrir liggur að hátt í 10 ár tekur að endurstilla kerfið.
Jón G (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 10:20
skrítin reikníngur
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 11:00
Með nýjum gjaldmiðil hverfur verðtrygging. Já það er nauðsýnlegt að ná jafnvægi áður og það gerist vonandi næstu árin. Það getur tekið langan tíma.... hátt í tíu ár. En það er skárra en að hjakkast í sama farinu.
Nú er fimm ár liðið frá hruni..... vonandi verðum við komin með annan gjaldmiðil eftir fimm ár = tíu ár.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 30.11.2013 kl. 11:39
Sæll.
Þú gleymir því alveg, eða veist það ekki, að atvinnuleysi verður verulegt hérlendis með upptöku evru.
Atvinnuleysi innan draumlands þíns var um 12% í október í ár. Slíkt er á flestum stöðum kallað kreppa. Viltu fá kreppuatvinnuleysi hingað? Hvers vegna?
Helgi (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 15:33
11:39
Íslenska verðtryggingin er ekki náttúrulögmál og tilvist hennar er óháð Evrópusambandinu og evru. Furðulegt að tengja þetta í sífellu saman.
Jón G (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 16:43
Atvinnuleysi fylgir ekki Evrunni Helgi. Þvert á móti mun fjárfesting aukast og vextir lækka... þar með aukinn hagvöxtur.
Atvinnuleysi í evru ríkjunum er mismikið einsog þau eru mörg og er því engin tenging þar á milli.
Jón
Verðtryggingin er ekki vandamálið heldur verðbólgan og íslenska hávaxtakrónan.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 30.11.2013 kl. 18:30
Helgi heldur að allt sem hann segir séu einhverskonar staðreyndir.
Væri gaman að vera vitni að því þegar hann sér að hann hefur haft rangt fyrir sér í mörg ár. Hlýtur að vera svekkjandi.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 30.11.2013 kl. 19:29
@6 og 7:
Ef þú trúir því sem þú segir þá gott og vel en ýmsir hafa bent á þessi tengsl sem þið viljið ekkert kannast við. Sömuleiðis var á það bent fyrir löngu að evran myndi ekki ganga upp.
Þú talar um að vextir muni lækka. Er það eintóm paradís? Af hverju heldur þú að heimili víða á Vesturlöndum séu svona skuldsett? Lágir vextir ýta undir skuldsetningu - bæði hjá heimilum og opinberum aðilum eins og blasir við þeim sem sjá vilja. Sú fjárfesting sem hingað hefur komið hefur að mestu komið að vestan. Það sem þú segir stangast á við veruleikann en það truflar þig sjálfsagt lítið.
Já, atvinnuleysi er mismikið og það er tiltölulega lítið í Þýskalandi vegna þess að laun þar eru lág. Atvinnuleysi á Spáni er alveg hrikalegt. Tengslin eru greinileg en þar sem þú snýrð blinda auganu að öllu neikvæðu varðandi ESB sérð þú þau auðvitað ekki og ferð í fýlu (7) þegar þér er bent á þau.
ESB lifir ekki af í núverandi mynd. Íbúar þessara landa dragast stöðugt aftur úr öðrum þjóðum hvað lífsgæði varðar vegna þess að verðmætasköpun ónóg þarna. Svona mikið atvinnuleysi er mjög dýrt. Hvenær skrifræðisbáknið siglir á rif er hins vegar spurning, í það eru sjálfsagt nokkur ár. Hver á t.d. að bjarga Frakklandi eftir fáein ár?
Helgi (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.